Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Qupperneq 16
12
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
og jeg sagði áðan, og það verður ilt fyrir
mig, svo að jeg vil helst losna við það.*-
sRað er skiljanlegt,* svaraði jeg.
»Þá skiljið þjer líka, að þessi undirskrift er
mjer fyrir miklu, þar sem jeg er aðalerfinginu.
Og þar sem þjer að líkiudum fáið tækifæri til
að tala um þetta við hann, — eða ef hann
minnist á það sjálfur, þá vona jeg það, að
þjer gerið það sem yður er unt til að fá hann
til að ljúka við erfðaskrána — að rita nafn
sitt undir hana. Þjer megið vera viss um, að
jeg væri yður mjög þakklátur fyrir það.«
Jeg Ijet mjer fátl til finnast um þakklæti hans.
»En ef hann vill nú eigi gera þetta?«
spurði jeg.
»Það verður eigi hægt að ásaka yður fyrir
það, — en annars vegar er jeg þess fullviss,
að nokkur vel valin orð í þessa átt nægja til
að láta hann taka þá ákvörðun að skrifa undir.«
»Jeg get reynt þetta,« svaraði jeg.
»Svo er eitt enn,« hjelt Mortimer áfram.
»Það er eigi nægilegt, að hann skrifi undir;
jeg þarf einnig að biðja yður að rita yðar nafn
undir með vottorði frá yður sem Iækni, að
hann hafi skrifað undir af frjálsum vilja og
með fullu ráði.«
»Jeg skal gera alt, sem skyldan býður mjer,«
svaraði jeg.
»Þökk fyrir.«
Skömmu síðar fór Mortimer, auðsjáanlega í
góðu skapi. Hann þóttist nú viss um sigur
fyrst hann hefði unnið mig á sitt band. Viss
um að hann hefði vafið mjer um fingur sinn,
gekk hann sigri hrósandi brott.
Rjett á eftir var drepið á herbergisdyr mínar.
Var þar kominn brytinn með skilaboð frá
markíanum um að hann vildi finna mig.
»Hvað hefir hann sofið lengi?« spurði jeg.
»Það er á að giska hálftími síðan hann vakn-
aði. Og hann er í góðu skapi nú. Mig undrar
það heldur eigi, eftir það sem þjer hafið
sagt honum.«
»Hvað var það, sem jeg hefi sagt honum?«
spurði jeg og ljet sem jeg eigi vissi, hvað
hann ætti við.
»Hvað? — Ó, heira minn! Munið þjer
það ekki Iengur?« Það komu tár í augu
gamla mannsins. »Segið þjer það ekki . . .
Þjer vitið meira að segja meira . . . Segið
þjer alt, sem þjer vitið. Þjer vitið ef til
viil alt.«
»Alt hvað? Jeg skil yður ekki.«
»Nei, góði herra. Þjer skuluð ekki reyna
að kasta ryki í augu nrjer . . . Þegar þjer
komuð hingað fyrst, fanst mjer óðara eins og
einhver góður friðarandi hefði komið með yð-
ur inn í þessa höll sorgar og kvala. Og svo
það sem fram fór í nótt! Jeg sá að þjer vor-
uð sjálfur eins hrærður og hans hágöfgi, þeg-
ar þjer mintust á Þercy.«
»Hafið þjer meðaumkvun roeð honum?«
’Jeg? — Jeg sem hefi borið hann í faðmi
mínum — leikið við hann sem barn — elsku
drenginn!«
»En Jojer hafið einnig borið herra Mortimer
í faðmi yðar.«
»Já, því miður . . . En hver getur vitað,
hvað framtíðin ber í skauti sínu . . . Þeir
voru báðir synir sama föðurs. En komið þjer
nú, herra minn, því að hans hágöfgi bíður
yðar með óþolinmæði. Hann sagði við mig
áðan: »Sæktu lækninn óðara og Mortimer er
farinn af stað. Mjer finst jeg sje að vakna af
vondum svefni . . . og jeg þarf að fá að tala
við hann. Honum get jeg . . . honum verð
jeg að segja alt, og það er svo mikið, sem
jeg verð að segja honum«.«
»En hvernig getur ástand hans hafa breyst
svo skyndilega?«
»Lítill neisti getur kveikt í heilli púðurtunnu.
— Þjer komuð eftir öll þessi kvalaár, þessi
ár myrkurs og einangrunar og sögðuð: »Hann
elskar yður, hann biður fyrir yður.« Hann
hefir aldrei viljað trúa því, þótt síra Graham
eða jeg segðum honum það.«
»Þekkið þjer síra Graham? Hvar er hann nú?«
»Hvort jeg þekki hann! — En hvar er hann?
Vitið þjer það ekki? Jeg hjelt að þjer viss-
uð alt.«