Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Qupperneq 19
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
15
Fræðakorn.
(Fiamhaid).
»Háttprúða stúlkan« heitir saga, sem birtist í
IX. árg. N.Kv. Er höfundur hennar Louise May
Alcott, amerísk skáldkona, fædd árið 1832, dá-
in 1888. Faðir hennar var heimspekingurinn
Amos Bronsson.
L. M. Alcott var í mörg ár kenslukona og
hjúkrunarkona. Hét fyrsta bók hennar »Hos-
pitalsketcher* (Spítalamyndir), kom hún út
1863. Nokkru síðar kom út »Litt!e Women*
og hóf hún með þeirri sögu langan skáldsagna-
bálk fyrir æskulýðinn, er varð mjög vinsæll og
frægur, og er »Háttprúða stúlkan* ein úr þeim
flokki.
Francois Coppé var franskur rithöfundur og
Ijóðskáld. Hann er höfundur sögunnar »Hverj-
um er um að kenna ?«, er birtist i XI. árg. N.Kv.
Fr. Coppé er fæddur 1842. Orkti hann mik-
ið af ljóðum, tilfinningaríkum og hljóinþrungn-
um. Einnig skrifaði hann mörg leikrit, hetju- og
sorgarleiki. Margar Ijómandi fagrar og vel
skrifaðar sögur Mggja e'nnig eftir hann. Hann
var eldheitur ættjarðarvinur og skrifaði allmik-
ið um, að Frakkar ættu að fá aftur Elsass Lot-
hringen. Hann barðist einnig aí hita miklum í
móti Dreyfusi, sem hann áleit að skaðaði her-
inn. Á seinni árum gerðist hann heitur kaíólsk-
ur trúmaður og andaðist 1908.
Bernhard Severin Ingemann er með þeim
allra fremstu í skáldfylkingu Dana fyr og síðar,
höf. sögunnar »Leynilegt vitni« í XIV. árg. N.
Kv. Hann er fæddur 28. maí 1789 áTorkilds-
strup-prestssetri á Falstur. Minningarnar frá h n-
um sólríku æskudögum hans hafa streymt gegn
utn öll verk hans. lngemann varð stúdent 1807.
I fyrstu skrifum sínum er hanri dimmur og
sorgþrunginn með óeðlilega ástríðu fyrir öllu
leyndardómsríku og ægilegu. Hafði það einn-
ig afarmikil áhrif á hann, að móðir hans og
mörg systkini dóu um þessar mundir úr tær-
ingu, og sami sjúkdómur heltók hann, svo að
tv sýnt var um líf hans. Fyrsta bók hans kom
ut 1811. — Þessi óeðlilegi ímyndunarsjúki skáld-
skapur hans ber þó ótvíræðan vott um snill-
■nginn, hið hreimfagra mál hans og öfluga
^ugarflug. Fyrstu bækur Ingemanns voru Ijóð.
Par næst^ skrifaði hann um langt skeið aðeins
leikrit. Á einu ári komu út t. d. 6 leikrit. Af
þeim er óefað mest varið í »Undrabarnið Rein-
ald«. 1817 kom út hið fagra æfintýri: »De
Underjordiske* (Neðanjarðarbúar). Er það fyrsta
rilverk hans í óbundnu máli, þ. e. a. s. af þeim
stærri. Kemur þar fyrst frarn hin heillandi írá-
sagnarlist, sem honum var gefin. Árið 1818
fékk Ingemann ríkisstyrk til utanfarar, ferðaðist
um Pýskaland, Frakkland og ítah'u. Lengst af
var hann í Rómaborg.
Pegar hann kom heim, var honum veitt lekt-
orsembætíi í danskri málfræði og bókmentum.
Hann var nú orðinn hraustari, bæði á sál og
líkama, og gifti sig æsku-unnustu sinni, Lucie
Mand x. Höfðu þau verið trúlofuð í 10 ár.
Tók hann nú að lesa fornsögurnar og vegna
áhrifa frá andlega risamenninu Cirundtvig, fékk
hann löngun til að skrifa um hinar fornfrægu
hetjur. Skrifaði hann nú afarmikið af söguleg-
um skáldverkum í bundnu og óbundnu máli,
utðu þær bækur afarvinsælar og eru enn, eink-
um meðal æskulýðsins. Ljóðaflokkur hans,
»Ho!geir danske®, er undurfagur. En hans feg-
ursta, og ef til hið fullkomnasla listaverk á
danskri tungu, eru hinir ódauðlegu »Morgun-
og kvöldsöngvar« hans, þó að finnist stærri
aridleg risasmíði og aðrir hafi kafað lengra í
ráðgátur tilverunnar. En yfir söngva þessa and-
ar hinni einlægu barnatrú hans á almætti og
algæsku guðs.
Ingemann skrifaði mikið af æfintýrum, ríkum
af töfrandi hugarflugi og frásagnarlist. Síðustu
verk hans er æfisaga hans og yf rlit yfir rit-
slöif hans. Hann andaðist 24 febr. 1862.
Alexander Sergejwitch Puschkin er víð-
frægt rússneskt skáld. Er hann talinn einn af
öndvegisskáldum Rússa og jafnvel settur á bekk
með skáldkonungnum Tolstoj, sem er eitlhvert
mesta andlegt ofurmenni jarðarinnar að fornu og
nýju. Puschkin er fæddur 1799. Liggja eftir hann
risavaxiri r tstörf, þótt hann yiði eigi nema 37
ára gamall. a dögum Alexandeis 1. var hann
rekinn úr höfuðborginni sakir nokkurra ber-
orðra k/æða, er hann hafði ort. Var honum
skipað að búa á jarðeignum sínum og mátti
eigi fara út fyrir landaniörk þeirra. En er Nik-
ulás 1. kom til valda, tók hann Puschkin í þjón-
ust sína og gerði hann að sagnaritara rikis:ns.
Ritaði Puschkin þá meðal annars sögu Pjeiurs
m;kla. Verk hans hafa verið þýdd á flest tungu-
mál mentuðu þjóðanna. í Rússlandi eiga þau
afarmiklum vinsældum að íagna.
Puschkin fjell i einvígi 1837. Háði hann ein-
vígið við mann nokkurn, er vingott átti við
konu hans.