Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Blaðsíða 20
16 NÝJAR KVÖLDVÓKUR. N.Kv. hafa flutt söguna Hjónavígslan eftir Puschkin í IX. árg. S ni æ 1 k i, í fornmenjasafninu í Lundúnum er geymt vafa- laust elsta ástabrjef heimsins. Það er meira en 3500 ára gamalt og er ritað á tígulstein. Maður nokkur í Washington erfði fyrir nokkrum árum síðan biblíu eftir auðugan frænda sinn. Þótti honum lítið í erfðahlutann varið, því að hann hafði búist við, að erfa all-mikið fje, og kastaði biblíunni inn í ruslahirslu. Par lá hún full tíu ár, en þá var það, að hann lenti í orðahnippingum við vin sinn um þýðingu einhverrar setningar í ritningunni. Honum flaug þá í hug gamla biblían og dró hana fram úr skúmaskotinu. Þegar hann laulc henni upp, féll út úr henni seðlahrúga, samtals 7000 dollarar. Elsti bankaseðill, sem menn þekkja, er runninn frá Kína, og er búinn til á stjórnarárum Hung-Wus keisara. En nú eru liðin hart-nær 5500 ár síðan. Seðillinn er geymdur í fornmenjasafni í Lundúnaborg. S k r í 11 u r . Stuttir kjólar. Qarðvörðurinn: »Hefir nú mamma þín tapað þjer, litli vinur minn?« Maggi litli (grátandi): »Nei, jeg hefi tapað af mömmu.c Garðvörðurinn: »Jæja, drengur minn. En því í ósköpunum hjelstu ekki í pilsfaldinn hennar?c Maggi litli: »Jeg gal það ekki. Jeg náði ekki upp í hann.c Drengur: >Jeg átti að sækja brjef hingað,- Póstþjónninn: »Til hvers átlu þau brjef að vera?c Drengurinn: »Pað stendur auðvitað utan á þeim.c Ung, prúðbúin stúlka hafði sest á bekk í skemti- garðinum. Hjá henni sat drenghnokki og hágrjet. »Hvers vegna græturðu svona, drengur minn?* Drengurinn: >A—æ! Pjer settust ofan á brauð- sneiðina mína með nýja smjörinu. Lærisveinninn: »Ungfrú! Er hægt að hegna dreng fyrir það, sem hann hefir ekki gert?* Kenslukonan: >Nei, auðvitað ekki.« Lærisveinninn: »Ó, hvað það er gott, Þá er ekki hægt að hegna nijer fyrir það, að jeg hefi ekki lesið lexíurnar mínar í dag.« A. : »Geturðu lánað mjer 20 krónur?* B. : »Nei. Jeg á aðeins 10 krónur sjálfur.* A.: »Jæja. Lánaðu mjer þessar 10 krónur. Hin- ar get jeg átt hjá þjer.c Frú Andersen: »Fiðlan er meira en hundrað ára gömul, sem sonur minn ætlar að leika á í kvöld.c Frú Hansen: O, verið þjer eklci að sýta það, góða frú. Það sjest sjálfsagt ekki við ljós.* A. : »Það var maðurinn yðar, sem fyrstur tók til orða í samsætinu í gærkveldi.c B. (glöð): »Nú, um hvað talaði hann?« A.: »Hann sagði: »Hvar í skrambanum er tappatogarinn*?* Bóndinn (kemur heim úr gildaskálanum): »Góða Emilía! Jeg bað þig að hátta á venjulegum tíma og bíða mín ekki.c Konan: »Það gerði jeg líka. Jeg háttaði á rjett- um tíma, en nú er kominn fótaferðartími. Bóndinn kemur heim um nótt og er hálf-afkl*dd- ur. Konan vaknar og segir: »Ætlaríu að fara á fætur svona snemma, góður- inn minn?« Bóndinn (áttar sig): »Fa-a. Ónei, — jeg held að jeg láti það annars vera.c Faðirinn (harðlega): »Hjestu mjer því ékki, Axel, að þú ætlaðir altaf að vera hlýðinn og góður?* Sonurinn: >Jú, pabbi.* Faðirinn: »Og hjet jeg þjer ekki því, að flengja þig, ef þú óhlýðnaðist?* Sonurinn: »Jú, pabbi; en — fyrst jeg hjelt nú eklti m i 11 loforð, þá er ekki ástæða til fyrir þig, að halda þitt loforð heldur.* Kenslukonan: »Fólk, sem hvergi á sjer bólfestu, en fer stað úr stað, er nefnt hirðingjar. Getur þú bent mjer á nokkra, sern Iifa þannig, Marta mín?« Marta: »Já. Vinnukonurnar hennar mömmu.« Amerísk kona heldur því fram, að besta fegurðar- meðalið fyrir kvenfólk sje þetta: Kauptu 300 grömm af andlits-»púðri» og vænan »púður«-bursta. Grafðu þetta niður í jörð á fallegum stað, tvo til þrjá kíló- metra frá heimili þínu. Farðu svo þangað einu sinni á hverjum degi, þegar þú kemur á fætur, til þess að aðgæta, hvort það er kyrt ennþá.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.