Nýjar kvöldvökur - 01.05.1925, Blaðsíða 11
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
73
Pjetur Simple.
Eftir kaptein Marryat.
(Framh).
Er hjer var komið, varð hann að hætta við
söguna. Og nú kom fyrir atvik er mig sjálf-
an snerti.
»Skip framundan á stjórnborða!* kallaði varð-
bergsmgðurinn.
»Gott er það,« mælti yfirstýrimaður. »0’Brian!
Hvar er herra O’Brian!*
»Er það jeg, sem þjer kallið á, herra?«
spurði O’Brian, sem búinn var að koma sjer
svo vel fyrir innan í kaðalhring, að hann var
ekki eins skjótur á fætur, eins og átt hefði að
vera.
»Já, herra.c »Gangið fram á og lítið eftir
því, hvaða skip þetta muni vera!«
»Svo skal vera, herra,« sagði O’Brian.
Nú sneri yfirstýrimaður sjer að mjer og
mælti: »Hlaupið eftir nætur-glasinu1) mínu,
herra Simple.«
»Já herra,* svaraði jeg. Enga hugmynd
hafði jeg þó um það, hvað »næturglas« þýddi,
annað en það, sem beint lá í orðunum; þóttist
jeg samt vita það, að einmitt á þessum tíma,
var þjónninn oft vanur að færa honum fult
glas af rommblöndu. »Gætið þess, að brjóta
það ekki, herra Simple,« bætti hann við. »Nú,
já, já! Pá er það rommblönduglasið, sem
hann vill fá!« hugsaði jeg. Jeg flýtti mjer nið-
ur til brytans og bað hann um eitt glas af
rommblöndu handa herra Doball. Brytinn
þaut á fætur á nærskyrtunni einni fata og
blandaði f glasið í snatri og rjetti mjer. Bar
’) Nælur-glas = night-glass á ensku, sem þýddi
næturkíkir. En merking orðsins er í raun og veru
»næturglas«, og er þarna orðaleikur í enskunni, sem
ekki næst á íslensku. En væri orðið þýtt náttkíkir,
eins og rjett væri, yrði misskilningur herra Simple
óhugsanlegur, og þessi skemtilegi kafli að engu.
Þýð.
jeg það svo með mestu varkárni upp á skut-
þiljur.
Meðan jeg var í þessum útvegum, hafði
herra Doball kallað kapteininn á þiljur upp, og
O’Brian hafði kallað á næstráðanda. Voru þeir
því báðir á skutþiljunum hjá þeim O’Brian
og Doball, er jeg kom með romtnblönduna.
Heyrði jeg þá að Doball segir: »Jeg sendi
heria Simple niður eftir »næturglasinu« mínu,
en hann er búinn að vera svo lengi, að jeg
er hræddur um, að hann hafi gert einhverja
vitleysu, — þetta er hálfgerður au!abárður.«
»Nei, það er hann ekki,« svaraði næstráðandi
einmitt um leið og jeg steig upp á skutþilj-
urnar. — »Nei, heimskur er hann ekki.«
»Nei, nei, getur vel verið,« svaraði yfirstýri-
maður, — »nú, þarna kemur hann loksins.
Hví voruð þjer svona lengi? Hvar er »nætur-
glasið« mitt?«
»Pað er nú hjerna, herra,« svarði jeg og
rjetti honum fleytifullan bikarinn. »Jeg bað
brytann að hafa það vel sterkt.«
Kapteinninn og næstráðandi fóru að brosa
og gekk kapteinninn afsíðis til þess að leyra
hlátrinum, en næstráðandi varð eftir. Herra
Doball varð fokvondur. .Jeg sagði þetfa,« mælti
hann, »að drengurinn væri mesti þorskur!«
»Rá verð jeg að vera þar á alt öðru máli,
herra Doball,* svaraði næstráðandi. »Þvert á
móti hefir hann í þelta sinn hitt naglann á
höfuðið.«
Gekk svo herra Falkon til kapteinsins og
gengu þeir báðir hlæjandi leiðar sinnar.
»Setjið glasið þarna á akkerisvinduna,* sagði
herra Doball við mig í gremjuróm. »F*jer
skuluð við tækifæri fá þá rcfsingu, er þjer
hafið til unnið!«
Jeg var alveg steinhissa á þessu öllu saman
og botnaði ekki í neinu. Vissi jeg síst f hverju
10