Nýjar kvöldvökur - 01.05.1925, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1925, Blaðsíða 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 79 stórar metaskálar og vóg á þeim alt, er til skips var flutt. Jeg er bú nn að gleyma því, hvað hann hjet rjettu nafni, en hásetarnir köll- uðu hann kaptein Avoirdupois (þ. e. verzlunar- vog). Einnig hafði hann með sér heljarstóra bók og ritaöi hann í hana þunga kjölfestunnar, skotfæranna, vatnsins, matvælanna, kolanna, alls fasts og lauss reiða og yfir höfuð alls. Pessu næst vóg hann alla hásetana, foringjaefnin og kistur þeirra, foringjana og alt, er þeir höfðu meðferðis og loks sjálfan sig. En þungi hans var harla lítill og óx lítið við hann hin sam- lagða þungatala. Ekki veit jeg með vissu, hví hann gerði þetta, en einlægt var hann að stag- ast á þungamiðju og hræranleik og fyrirferð hinna fijótandi efna. Jeg held þó, að þetta hafi átt að miða til þe s, að ijettara væri fyrir hann að reikna út kngdarstigin, en jeg var ekki svo lengi á skiplnu, að jeg kæmist að því með neinni vissú. Rví svo bar við einn dag, að jeg hafði keypt mjer ný stígvjel og hafði þau, eins og gefur að skilja, með mjer til skips. En jeg gleymdi að skýra kapteininum frá þessu, svo hann gæti vegið stígvjelin, en hengdi þau yfir stag á miðþiljunum, þar seni þau róluðu fram og aftur. En er kapteinniun komst að þessu, skip- aði hann mjer, að hypja mig hið hiáðasta burtu af skipi sínu alfarinn. Hvort hann hefir haldið, að stígvje'in mundu sökkva freigátunni, eða það hefir verið af öðrum orsökum, veit jeg e’.ki, en hitt vissi jeg, að nú var jeg enn- þá einu sinni orðinn frjáls eins og fuglinn í loftinu, en um leið — atvinnulaus. Jeg tók saman pjönkur mínar og hjelt f land. Mjer var gramt í geði til bannsetíra stígvjel- anna og setti þau því upp og pjakkaði á þe'm milli skipakvínna í Portsmonth og þræddi jafn- an eftir þeim götunum, er mestur var á saurinn og svaðið. Petta lét jeg ganga, þar til jeg var orðinn kúguppgefinn og komst ekki lengd tm'na. En með þessu móti tókst mjer þó að slíta stígvjelaskröttunum á hálfum mánuði. Einn daginn, er jeg var að Iabba kring um Sfórskipasmiðjurnar, kom jeg auga á tvíþiljaða freigátu, er verið var að reiðabúa þar úti í skipakvínni. Mjer flaug þá í hug að spyrjast fyrir um, hver væri kapteinn hennar, og var mjer sagt, að hann hjeti O’Connor. Petta var þá, eftir nafninu að dæma, landi minn, svo jeg hugsaði með mjer, að reynandi væri nú fyrir mig, að biðja hann um skiprúm. Hjelt jeg því í skyndi þangað, er hann bjó, og kvaddi hann til viðtals. Mjer var fylgt inn til hans, og er jeg hafði beygt rnig og bukkað eins og jeg áleit þurfa, kvaðst jeg vera hjer kominn til að bjóða mig sem sjálfboða á skip hans í þjónustu Hans Háfignar, og að endingu sagði jeg honum nafn mitt. Pað vildi þá svo vel til, að hann hafði ýms rúm óskipuð, og þar eð hin írska tunga Ijet honum vel í eyrum, spurði hann mig, hvert jeg hefði áður í förum verið. Jeg leysti úr því, og sagði honum einnig ástæð- urna fyrir því, að jeg hafði verið rekinn úr skiprúmi síðast, nefnilega að það hefði verið gersamlega að ástæðulausu. Jeg sagði honum lika stígvjelasöguna, og er hann hafði spurt mig um hitt og þetta, og heyrt, að svör mín voru jafnan sannleikanum samkvæm, rjeði hann mig fyrir annan stýrimann. Við fengum sk pun um að fara til Suður- Ameríku, og báru staðvindarnir okkur þangað í einum svip. Mjer fjel! ágætlega við kapteininn, og sömu- leiðis við hina aðra foringja og það sem best var, við hertókum allmörg skip, sem töluverð- ur slægur var í. En hvernig sem á því stendur, þá hefi jeg aldrei borið gæfu til þess, að vera lengi á sama skipinu; hefi jeg ekki mátt við það ráða, eða svo var í þetta sinn. Alt gekk að óskum, eins og best má vera, þar til kapfeinninn bauð okkur, helstu foringj- um skipsins, á dansleik, er halda átti í þorpi einu friðsamlegu. Áttum við hina skemtileg- ustu nótt, en forlögin höguðu því svo, að jeg átti einmitt morgunvökuna og skyldi sjá um þvolt á þilförum freigátunnar. Og með því, að jeg vanrækti aldrei skyldustörf mín, fór jeg af dansle knum í dögun, hjerumbil um óttuskeið, til þess að ná til skips í tæka tíð. Jeg labbaði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.