Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Page 3
NYJAR KVÖLDYÖKUR
Útgefandi:
Þorsteinn M. Jónsson.
Ritstjóri :
Friörik Ásmundsson Brekkan.
XXI. árg.
Akureyri, Desember 1928.
12. hefti.
Ú skelfur hin blaðrúna björk
á bálköstum norrœnna þjóða,
— stofnar sviðna og reykir rísa
áir rástum slokknandi glóða. —
Því bót er að bakast um kveld
við baðstofueld,
er hvítnar þekjan við nœtur-nœðing
og náttlangt á glugganum ýlustrá hljóða.
En — fátœkleg vœri sá vist
á vetrarkveldunum þarna,
ef Ijómaði ekki l minni manna
í myrkrinu jólastjarna.
En börnin vita það víst
og vœna það síst,
að syndugum mönnum sje jrelsarí fœddur,
í fjárjötu liggi ná konungur barna.
Sjá nökkvann, sem Norðri ber
á niðdimmum heimskauta dröfnum!
Hann Gólfstrauminn forðast og seglhans svífa
í sortann á ystu höfnum.
Við Dumbshafsins dýpstu sund
hann dokar um stund.
— Þá hljóðna brimin er liafþökin nálgast
um höfin og þokast að miðum og lögnum.
Þá þrengist við baðstofubál,
þar báa ná heimamenn saman,
því stofan er köld og göngin gisin
og gustar þar inn að framan.
Þar róma ná rökkrin löng
af rímnasöng,
mansöngvar kveðnir, er rokkarnir raula —
og reynt að gleyma við skemtun og gaman.
Ná komið er jólakveld
að kœta, lækna og hugga,
og stjarnan í austri ár skýjaskili
skygnist um snœþakinn glugga.
Ná tendrum við tólgarljós
um torfgöng og fjós,
því hvergi í bœnum má blettur finnast
blakkur af ryki nje hulinn í skugga.
Þótt vetur sje grimmur og grár
jiví getum við risið undir,
ef boðskap englanna bóndinn les
og býður svo góðar stundir.
Oss daprar ei dauði nje sorg
í Davíðsborg.
Oss syndurum fœðist þar frelsari' í nótt,
sem fœrir oss huggun á allar lundir.
23