Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Side 5

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Side 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 179 hefir á jörðu, segir Jesúm hafa fæðst um myrka nótt. Hið andlega Ijós og sól mann- anna reis úr ægi eilífðarinnar, um það skeið sólarhringsins, þegar alt á jörðu er hulið hjúpi húms og dimmu. Mitt í myrkrum nætur skein himnesk birta kringum hirð- ana, sem fyrstum á jörðu var opinberuð fæðing frelsarans. Pað atriði er þýðingar- mikið. Pað sýnir betur en alt annað þýð- ingu jólanna. Pau eru ljós í myrkrum jarðar, tákn nýrrar dagrenningar, morgun og sólarupprás andlegs frelsis og þroska mannkynsins. Hvílíkur morgun! hvílíkt líf og yl hefir ekki sú sól, sem þá reis úr ægi, flutt mörmunum. Snemma hafa mennirnir fundið til þess, hve dýrleg stund morguninn er, og hvað Ijósið á mikinn þátt í öllu lífi á jörðu. Margur háfleygur og trúrækinn mannsandi hefir frá alda öðli fært sólinni eða þeim, sem skapað hefir hana, trú sína og til- beiðslu. Svo er frá sagt um einn okkar bezta mann á landnámsöldinni, að hann lét á banadægri sínu, bera sig í sólargeisla og fól önd sína þeim, sem skapað hafði sól- ina. í þeirri sál hefir búið mikil Ijósþrá. Fáir menn hafa verið opnari fyrir boðskap jólaljóssins mikla, sem varð líf mannanna og ljós. En eins og myikrið er dimmast undir morgunsárið, eins var svartnættið mest í andlegum efnum undir hin fyrstu jól á jörðu. En sjaldan, eða líklega aldrei, hefir verið önnur eins þrá meðal mannanna eftir nýjum degi, nýju Ijósi. Menn telja oft, að tímabilið í kringum fæðingu Jesú hafi verið sérstakt vantrúartímabil og andvaraleysis. Það er ekki nema hálfur sannleikur. Undir vantrúar- og andvaraleysishjúpnum leyndist djúp þrá eftir nýjum degi ljóss og lífs, nýjum opinberunum og staðfestingum Guðs föðurkærleika. Jólin hafa löngum verið kölluð hátíð Ijóssins og lífsins. Við fögnum þeim öðru- vísi en öllum öðrum hátíðum. Hvort sem er í hreysi eða höll, er þá upplýst eftir því sem föng og efni Ieyfa. Við finnum það, að ekkert samræmist jólunum eins illa eins og myrkur. Þá verður alt myrkur að flýja. Ljósið og lífsgleðin eiga jafnan samleið, og á jólunum fyllumst við að jafnaði þeirri gleði, sem ekki gagntekur okkur aðra daga. Oft erum við glöð, svo er Guði fyrir að þakka, en jólagleðin er annars eðlis en öll önnur gleði. Hún er heilög, hljóð og djúp- tæk. Jólagleðin nær inn í sálir þeirra, sem syrgja og skorta, af því hún er andleg. Hún nær jafnt til barnsins og öldungsins, af því hún er himnesks eðlis, einlæg og auðmjúk tiifinning guðlegrar elsku. Það, sem á jólunum sameinar hinn kristna heim í þökk og tilbeiðslu og einlægum fögnuði, er boðskapur englanna við Betle- hem : »í dag er yður frelsari fæddur*. Þá var sá fæddur, sem er morgunsól þess dags, sem smátt og smátt er að rísa yfir jörðina. í sköpunarsögunni er sagt svo frá, að jörðin var í eyði og tóm og myrk- ur grúfði yfir djúpinu og Guðs andi sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: Verði Ijós! og það varð Ijós. Sólin skein á himni, gjafari lífsins á jörðu. En í andlegum og siðferðilegum efnum var jörðin auð og tóm og myrkur grúfði yfir hugskotum mann- anna, fram að þeim degi að Jesús fæddist. Með þeim atburði sagði Guð aftur: Verði Ijós! og það varð ljós. Hið sanna ljós, sem upplýsir hvetn mann var að koma í heinr inn (Jóh. 1, 9). Nóttin var liðin hjá, morg- uninn kominn. Hefir þú, lesari minn, nokkurntíma reynt að gera þér grein fyrir því, hvernig um- horfs væri í heiminum, hvernig andlegu lífi okkar væri háttað, ef við hefðum engum jólum að fagna, ef Jesús Kristur hefði aldrei í heiminn fæðst og ekkert fyrir okkur gert? Hefir þú nokkurntíma til fulls reynt að Ieysa þá gátu, hvað við eigum honum að þakka? Um það verður að vísu ekkert fullyrt, Guð hefir aldrei látið sig án opinberunar, og væntanlega hefði mannkynið eitthvað fetað 23*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.