Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Page 8
182
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
ketli — hann vantar nú reyndar bæði haus
og hala, svo eg býst varla við, að aðiir
mundu þekkja svipinn!
Á mörgum heimilum er það þó húsmóð-
irin sjálf, sem klæðist búningi »Lúzíu« og
færir börnum sínum, bónda og öðru heim-
ilisfólki kaffi í rúmið. Hefir hún enga
»bakara« með sér, en það gerir ekkert ti!-
Börnunnm er það nóg, ef aðeins »Lúzía«
kemur með öll Ijósin og stjörnuna á höfð-
inu.
»Lúzíudagurinn« er einnig stórhátíð fyrir
skólabörnin, sem þá halda kennurum sín-
um og hvert öðru veizlu í skólanum.
Pegar Lúzíumessa er liðin, er ekki langt
þangað til »ídýfudagurinn« (dopparadagen)
kemur, en svo nefnum vér aðfangadag jóla.
— Og sú vesalings húsmóðir, sem í öllu
vill halda fast við gamlar siðvenjur, veit
varla sitt rjúkandi ráð sökum annríkis: Nú
verður að sjóða jólasultuna og búa til jóla-
bjúgun, sem eiga að vera úr því bezta
svínakjöti, sem fáanlegt er, blandað bygg-
eða hrísgrjónum. Pá verður að sjóða heilt
svínshöfuð og jólaskankana (reykt svíns-
læri), undirbúa »lútfiskinn« (hert langa, upp-
bleytt í kalkvatni og soðin), baka »vört-
brauðið« (brauð, þar sem öl er haft í deig-
ið í sfaðinn fyrir vatn eða mjólk), »jóla-
kusa« (julkusar, einskonar hveitibollur) og
fjölda margar tegundir af ýmsum kökum,
sem eru alveg sérstakar fyrir jólin; og nú
verður líka að hugsa um jólatréð og »jóla-
kerfið* (knippi af óþreskfu korni, sem er
hengt á staur eða í tré handa fuglunum)
— og að endingu mega jólag jafirnar
ómögulega gleymast.
Á öllum heimilum, sem gömlum siðum
vilja fylgja, eta menn miðdegisverð í eld-
húsinu á aðfangadaginn. — Á miðju borði
stendur afar-stórt fat og á því hvílir nú
svínshöfuðið sjóðheitt upp úr pottinum
með epli í munninum, og í hring utan um
það er lagt bjúga all-mikið. Kartöflur eru
reiddar fram á öðru fati, En aðal-áhuginn
beinist nú fyrst um sinn að soðpottinum,
þar sem alt flotið syndir ofan á brennheitu
soðinu. Hver og einn tekur sér nú brauð-
sneið og dýfir henni í soðið (þar af kemur
nafn dagsins), tekur hana upp aftur með
gaflinum og leggur hana á diskinn hjá sér.
Petta endurtekur sig eins oft og hver vill.
Svo er skorið af svínshöfðinu og etið með
brauðinu. Par sem margt fólk er í heimili
og mörg börn, verður oft þröngt við pott-
inn, en öllum kemur þó saman — og jóla-
ölið, sem drukkið er með matnum, spillir
heldur ekki samkomulaginu.
Klukkan 4 e. h. byrja kirkjuklukkurnar
að hringja, og kl. 5 ganga menn í kirkju til
jólabænar.
Þegar heim kemur er drukkið kaffi, og
svo er kveikt á jólatrénu. Ef það eru börn
á heimilinu, dulklæðir faðir þeirra eða
einhver af vinum fjölskyldunnar sig og
kemur inn sem »jó!ahafur« (julbock) eða
»jólaálfur« (jultomte) með allar jólagjafirnar
í poka á bakinu. Og er séihver hefir feng-
ið sína gjöf, og menn hafa skemt sér við
tréð um stund, er sælgætið borið inn, og
á mörgum heimilum er það siður enn að
skamta hverjum einurn, sem viðstaddur er,
svo nefndan »jólahaug«. Pegar eg var barn,
hafði hver »jólahaugur« margt að geyma,
meðal annars »Lúzíukött«, »jólakusa«, safr-
ankranz, piparkökuhjarta og piparköku-
mann og altaf skál fulla af hnetum og
ýmsum tegundum brjóstsykurs, sem var
búinn til heima fyrir jólin.
Alt kvöldið skemta bæði fullorðnir og
börn sér með jólaleikjum, með að dansa
kring um tréð o. s. frv.
Þegar menn eru búnir að fá nægju sína
af sælgæíinu, kemur kvöldmáltíðin og telj-
um vér hana veizlumáltíð: P/íarmað kerti
brennur á borðinu og í öllum sljökum eru
ljós alt í kring. — »Lútfiskurinn« er vor
þjóðlegi jólaréttur og verður hann auðvitað
að vera á borðum. Öðrum mundi nú ef
til vill ekki finnast til um hann, en með