Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Síða 9
NYJAR KVÖLDVÖKUR
183
hráskrældum kartöílum og þykkri rjóma- og
smjörsósu finst okkur hann nú góður. —
Annar réltur, sem ætíð verður að vera með,
er hnausþykkur hrísgrjónagrautur með kan-
el og sykri.
Meðal bænda er það ennþá siður, að
hafa dúkað borð öll jólin. Á miðju borði
stendur brennivínsflaska og kanna full af
góðu, heimabrugguðu jóiaöli og hringinn í
kring allskonar jólamatur. Állir gestir, sem
að garði bera, verða að eta og drekka, og
húsbóndinn gætir þess vandlega, að hver
gestur geri skyldu sína í því efni, svo að
hann »beri ekki jólin út úr húsinu*.
Á jóladaginn eru menn heima. Pað
þykir ekki viðeigandi, að heimsækja neinn
þann dag, menn fara því ekkert nema í
kiikju, en þangað fer líka kirkjurækið fólk
tvisvar eða þrisvar. Morgunmessan — jóla-
óttan kölluð — er haldin snemma morguns,
kl. 6—7; hámessan er kl. 10 og venjulega
er síðdegismessa líka.
Annan dag jóla hefjast svo jólaveizlurnar
fyrir alvöru, og þaðan í frá eru einlæg há-
tíða- og veizluhöld þangað til tuttugasta
jóladag — Knútsdag — þá er jólatréð rúið,
og þá eta menn upp það, sem eftir kann
að vera af jólasælgætinu.
Stefáns- eða Staífans reið, sem er ein-
kennilegur og æfaforn siður, heldur sér enn
að nokkru leyti sumstaðar til sveita að
morgni annars jóladags, sem einnig er
Stefánsmessa. — Snemma morguns ríða
ungir menn út klæddir síðum, hvítum skyrt-
um. Peir nefnast »Stefáns- (Staffans) dreng-
ir«. Áður fyr meir héldu þeir kappreiðar
úti á hinum frosnu ökrum í myrkrinu, nú
mun því hætf, en þeir fara milli húsa og
syngja »Stefánssönginn«, með ángurblíðu
þjóðlagi, úti fyrir dyrunum í myrkrinu.
Söngurinn byrjar með þessum orðum:
,,Staffan var en stalle-drang“. Helgisögn
liggur að baki söngsins, sem segir, að
St. Stefán hafi verið hestasveinn hjá Heró-
des konungi. Varð hann því verndardýr-
lingur hestanna. Upprunalega hefir þetta
verið gert til þess að hestarnir skyldu þríf-
ast betur. — Pegar »Stefánsdrengirnir« hafa
sungið sönginn á enda — hann er tólf er-
indi — er þeim boðið inn og fá þeir góð-
gerðir — fyrrum var brennivínið þá ekki
altaf sparað sem skyldi. —
Prettándakvöld ganga hinir svo nefndu
»Stjörnudrengir« húsa á milli og syngja.
Má þar sjá »vitringana frá austurlöndum*,
»Heródes«, »hermenn«, »böðul«, »Mára-
lands konung« o. s. frv., í miðjum hópn-
um gengur »Júdas«, er hann sverfur í fram-
an, svartklæddur og tötralegur, gengur hann
með peningapyngju í hendi og veit'ar henni
óspart; hringinn í kring um hann og á
eftir honum ganga hvítklæddir »Sljörnu-
drengir« með stjörnup’ýdda stafi í höndum
og syngja, en á meðan læfur »Júdas« ýms-
um skoplegum látum. »Stjörnusöngvarnir«
eru margir og sumir þeirra mjög fallegir —
að Iokum syngja þeir eilthvað spaugilegt í
þakklæliskyni fyrir það, sem »Júdasi« hefir
áskotnast í pyngjuna.......
Eins og gefur að skilja, væri hægt að
halda áfram mikið Iengur og segja frá
mörgum fleiri siðum, sem heyra jólunum til
meðal Svía, bæði í borgum og til sveita. —
Petta, sem hér hefir verið sagt, er aðeins
lítið ágrip af því almennasta, og verður það
að nægja.