Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Qupperneq 13

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Qupperneq 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 187 Hann er eldrei klúr, aldrei slóryrtur í reiði eða hneykslun, aldrei beiskur í lund eða smilaður af lífsfyrirlitningu þeirri og Iífs- leiða, sem var — eða léttara varð — tízku- skáldskapur á hans tímum. Fyrir þann, sem hefir kynt sér æfisögu hans, eða æfisögu- kafla, eftir sjálfan hann, er þelta ekkert und- arlegt, því að saga hans sýnir næstum því frá upphafi til enda, að maðurinn hefir ver- ið spakur að viti og mikill af reynzlu. Par af kemur líka, að hann var víðsýnn og hleypidómalaus. Pað einasta, sem hann virðist hafa hatast við eru öfgarnar og h I e y p i d ó m a r n i r, kemur það mjög glögt fram í »Söguköflum« hans, sem hann ritaði á gamals aldri, þegar viðburðir lífs hans hafa legið fyrir honum eins og opin bók, í þeirri fjarlægð, sem hann hefir þurft með, til þess að geta séð þá í sögulegu Ijósi og dæmt þá réttilega. Nú er það ekki svo að skilja, að Matt- hías Jochumsson geti álitist alveg gallalaus sem skáld. — En göllum hans er þann veg farið, að vér íslendingar fullvel getum eignað oss þá líka og engu síður en yfir- burði hans, sem voru sjaldgæfari — vér getum hvar sem er og hvenær, sem vera skal, lýst oss réttborna að arfi og skuldum Matthíasar — og vér getum gert það upp- réttir og fullir þakklætis, því að, ef gallar hans eru vorir gallar, þá eru kostir hans stærii og fleiri en flestum öðrum dauðleg- um fellur í skaut. Erfðagripirnir verða því ávalt meðal æðsta skarts íslenzkrar menn- ingar. Pað, sem aðailega sérkennir Matthías á sínum tíma, er víðsýnið. Pað var víðsýnið, sem beindi honum inn á brautir, bæði trú- arlegs eðlis og í þjóðmálum, sem þá voru lítt þektar, og að líkindum enn ver Iátnar. Pað þurfti siðferðislegt þrek fyrir prest á þeim tímum, til að halda uppi frjálslegri skoðunum í trúmálum, en almennt gerðist meðal presta hér — eða jafnvel að hreyfa algerðum nýmælum á því sviði. En eg held, að mér sé óhætt að segja, að meira siðferðislegt hugrekki hafi þó þurft til að vera íslenzkur »Skandinavi« á þeim árum, þegar stríðið við Dani einmitt var hvað bitrast, sem það nokkurntíma varð hér á landi, á árunum fyrir þjóðhátíðina 1874. Hvortveggja þetta hafði auðvitað djúp áhrif á hugarfar og kveðskap skáldsins — ef til vill dýpri en honum sjálfum nokkurn- tfma hefir orðið Ijóst — og það er þar, sem þetta tvent sameinast í Ijóði, að Matt- hías hefir orðið mörgum af oss allra mest hjartfólginn. — Hvorugt kemur eiginlega til orða í þjóð- söng íslendinga, »Ó, Ouð vors Iands« — en það er þar samt sem áður eins og nauðsynlegur bakgrunnur. — Þetta kvæði er ekkert tækifæriskvæði — til þess að ganga úr skugga um það, þarf ekki nema lítilsháttar samanburð við hin önnur þjóðhátíðarkvæði Matthíasar — eins ogt. d. »Lýsti sól stjörnustól® — þótt það sé flestum tækifæriskveðskap betra hefir það þó öll einkenni slíkra Ijóða, eins og Matthías líka hefir fundið sjálfur. Pjóðsöngurinn þar á móti er lofsöngur íslensku þjóðarinnar til hins eilífa, fyrir hverjum þúsund ár hverrar þjéðar að- eins eru »eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár.« En það er líka — og ennþá meira, bænarandvarp skáldsins sjálfs í þrengingum sálar hans, og það er beinn og óbeinn ávöxtur af þeirri viðkynn- ingu, sem hann hafði haft af mikilmennum frændþjóðanna, einkum þó Q r u n d t v i g og Björnstjerne Björnson, ein- mitt nú, þegar ráð hans sjálfs var hvað mest á reiki. — Kvæðið er þannig til orð- ið af tvöföldum — eða réttara sagt þreföld- um sálarþrengingum, þegar skáldið finnur, að hann á tveimur mjög alvarlegum svið- um er kominn í einskonar mótsetningu við almenningsálit sinnar eigin þjóðar — sök- um víðsýnis síns og mér liggur við að segja, betri skilnings — og þar að auki og 24*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.