Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Qupperneq 16
190
NYJAR KVÖLDVÖKUR
ræða — og ekkert tækifærisljóð — einfald-
an mikilleika orða'og tilfinninga, sem eigi
fæðast í bijóstum hversdagsskálda.
Eg hefi nú eins ýlarlega og mér var unt
í stuttu máli, reynt að skýra frá aðdrag-
anda þessa kvæðis — hefi reynt að benda á
hin ytri drög f lífi skáldsins á þessu tímabili,
þau diög, sem hlutu að móta sál hans,
huga og tilfinningar, þegar kvæðið varð til,
og vildi nú að síðustu gera tilraun til að
athuga kvæðið sjálft, eins og mér virðist
það vera, borið saman við þjóðsöngva frænd-
þjóðanna á Norðurlöndum.
Danska þjóðsöngnum, »Der er et yndigt
Land« eftir Öhlenschlager, getum vjer þó
alveg slept. Hann er svo ólíkur, að allur
samanburður er til ónýtis, þó undariegt
megi virðast, þar sem hann er náskyldur,
ef ekki hreint og beint fyrirmynd fyrir ýms-
um af vorum ættjarðarkvæðum — og ekki
öllum þeim Iélegustu — sem dæmi mætti
nefna: »Ó, fögur er vor fósturjörð« o. fl.
Þegar maður tekur finska þjóðsönginn,
»Vfirt land, várt land« eftir J. L. Runeberg
(sem varð fyrirmynd Björnsons, þegar hann
kvað þjóðsöng Norðmanna), og athugar
hann, er það einkennilegt, að annar eins
trúmaður og Runeberg var, ekki hefir neitt
í honum guðstrúarlegs eðlis, en dýrkunin
á landinu sjálfu verður einskonar guðsdýrk-
un; — í söng Matthíasar er landið ekkert
því að það ísland, sem nefnist, er þjóðin
— og þjóðin er ekkert — jú — »Eitt
eilífðar smáblóm* frammi fyrir því e i-
1 í f a, fyrir s k a p a r a sínum og f o r s j ó n
íþúsund ár. — Runeberg sýnir landið
— bendir á það frá sjer numinn af fögn-
uði og hrifningu eins og ástfanginn ungl-
ingur: »Och híif, och hiir lir detta land —
v&rt öga ser det hitr o. s. frv. — Matthías
fer með alla þjóðina upp í hæðirnar, upp á
Sinai-fjall hugsjóna sinna, fellur fram og
tilbiður — tilbiður frá kyni til kyns. — Þetta
er háleit einfeldni og svo sterk, að maður
næstum stendur á öndinni. — Runeberg
endar með að heimta frelsið — »och högre
klinga skali en g;1ng vár fosterllindska sáng«
— þegar frelsið er unnið. Matthías nefnir
ekki frelsi — eitter nauðsynlegt —
það eru hærri hugsjónir til en stjórnmála-
frelsi: sVer gróandi þjóðlíf með
þver'randi tár —sem þroskast á
Guðsríkisbraut«. — Hér er frelsið
— hið hæsta frelsi. — Frelsiskrafa Rune-
bergs verður lítið í samanburði við þetta.
En oss stendur fyrir hugskotssjónum sá
Matthías, sem sumarið eftir flýði frá stjórn-
málaþrasinu og grét í hrauninu við Þing-
völl.
Matthías var að öllum líkindum andlega
skyldari Björnson en Runeberg, og það er
margt í þjóðhátíðarsöngnum, sem minnir á
Björnson. En hér er hann þó á hærri hæð-
um, í víðari himinbláma en Björnson í sín-
sínum þjóðsöng, »Ja vi elsker dette landet«
— Björnson áminnir þjóðina um að þakka
Guði fyrir, að hann hafi varðveitt landið
fyrir hana: »Norske mand í hus og hytte
— lak din store Gud« o. s. frv. — Matt-
hías er öll þjóðin, sem þakkar og lofsyng-
ur. — í öðru ættjarðarkvæði — einhverju
því bezfa, sem nokkurntíma hefir ve'ið kveð-
ið — »Der ligger et land mot den evige
sne« — lætur Björnson Noreg — hina
gömlu móður — fylgja æskumanninum til
kirkjunnar. — Matthías gerir alt að musteri
Drottins, forsjónar íslands í þúsund ár; og
sjálfur er hann presturinn — æðsti goði —
sem hátíðlega skríður fram undir hvelfdum
bogum og leggur hina dýrustu fórn
— »brennandi, brennandi sál« á alt-
atið. — Björnson sjálfur verður eins og
fátæklegur og hversdagslegur hjá þessum
einfalda hátíðleika.
Og ef vér nú að síðustu tökum hinn
yngsta, og að því er mér virðist, fegursta
af þjóðsöngvum Norðurlanda með, »Sverige,
Sverige, Sverige fosterland« eftir Verner v.
Heidenstam, þá verðum vér ef til vill að
kannast við, að Matthías skorti nokkuð í