Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Page 18
nyjar kvöldvökur
102
er þú vanst
á skálda-stigum,
á stigum kappa?
Hvar er nú herfrægð
og heiður skáldsins?
»Erum griðkonur,
og griðkonuverk
er að elda,
er að spinna!
Egill þokaðu,
þú til einskis
fær, ert öðrum
að fótakefli!«
Spinna þýjar,
en þjóta rokkar!
Oft er kátt
þar ketill sýður.
Glamur griðkvenna
glepur Egil.
— Hrakinn er hann
að hurðarbaki.
Þokar Egill
ennþá lengra
burtu frá glaum
og griðkna háði.
Egill áttræður
— ennþá gildur —
lágur, lotinn,
loðinn fauskur.
•
Egill þokar,
þokar Egill
út í skotið
yzt við dyrnar.
Kvenna kalsi
karl ei verst:
ungum konum
er að háði:
»Pú framdir ódáð
Egill forðum.
Gramur varstu
í garði konungs.
Á það að ristast
í rúnum á stein
— bautastein Egils —
meðal afreka?
»Hvort var það afrek,
þá inn þú komst
í Eiríks höll
við Humru strendur
og hræddur kvaðst
þér Höfuðlausn?
Telst það einnig
til afreka?
»Til eru dældir
nógu djúpar
öldnum ver
að ættar-stapa*
Höfðu sumir hug
til helfarar —
hlupu í gjár
og gistu Óðinn.
»Aðeins Egill
í eldaskála
situr hrumur
með hrokknar kinnar,
lotinn, lýítur,
lítill Finni,
elli-örvasa
og auk þess blindur!
»Hvort er það Egill,
að á nóttum
bæri þíns föður
faðir úlfsham?
Hærra hirðmönnum
hann um daga
sat í öndvegi
öllum leiður.
»Ert þú Egill
úlfa-ættar?
Eða er finnblóð
í þig runnið?
Er úlfúð þín