Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Side 19
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
193
ætfarfylgja?
Ertu ei fláttskapa
fullur jafnan?«
Pröng er í stofu.
Stofuleikir,
alskyns gaman
er þar framið:
Bráður bendir
á blindan Egil
piltur úr sæti:
»Sjáið Finnannl*
Margir æpa:
»Æ, við sjáum!
Finni, Finni,
Finni er hann!«
— Egils andlit
yglist, glottir,
— hálft í auðmýkt —
haturs-glotti.
Þjóta rokkar
í reykjarskála.
Kvenna-glamur
og gamanleikir:
Börnin bekkjast
við blindan þul,
stúlkur hæða
háran Egil.
Verður Agli
til varna fátt,
lætur hrekjast
í horn að vanda.
Egill þokar,
þokar Egill
út í skotið
yzt við dyrnar.
— Egill ygldur
eitthvað tautar,
en orðum karls
enginn hlýðir:
»Marga vegu
veltist Iífið:
Ódáða-verk,
angur-sorgir.
— Munu menn
margs um dæma,
en að lokum
öllu gleyma.
»Afrek önnur
Egill tamdi.
Egill orti önnur
önnur kvæði.
»Beitti eg viti
á Vermalandi,
mundi annars
illa leikinn.
Greiddi eg gjöld,
sem gjalda átti,
borinn svikum
og sverðum stunginn.
»Agli varð sár
sona-dauði:
orti í sorgum
eðla drápu.
— Var og voldug
víst sú drápa,
er hættan skóp
mér »Höfuðlausn«.
»Pað fékk Eiríks
eyra heyra.
En Egils ferð
enginn hefti.
»Háð var þó lofið
Lúfu syni.
Og Egill hló,
er hírðmenn Eiríks
hlýddu hendingum
»Höfuðlausnar«
allir albúnir
að Agli vega.