Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Side 20
194
NYJAR KVÖLDVÖKUR
»Iðran illgerða.
Angur-sorgir ....
Ei eg þrái
þrúðvang himins.
Ei er Agli
um Æsi hvíta,
— hræðist Ijóma
hvítra Ása.
>Til Heljar fara,
fá þar pínu,
agg og háð
illra vætta?
— Ó nei, Egill
ekki heldur
geði fúsu
fer til Heljar.
»Eitt veit Egill
öllum betur:
Egill rennir
eigi sköpum.
»Vegir, vegir
voru gengnir,
götur margar
misjafnlegar.
Þrammar þungt
þulur gráhár,
en fæti léttum
fetar ungur.
>EgiII fetaði
fús á götu,
leiðir réttar
og rangar stundum.
lr.
Hvað cr og var?
Jötunblóð blandað
blóði Finna,
er það í Egils
ættir runnið?
Hræðsla, hugprýði,
hæsta göfgi,
— Rétt í röngu —
rétt og falskt —
Hver er hugprúður?
Hver er ragur?«
Egill þagnar.
Egill þokar
út í horn
að hurðarbaki.
Pjóta rokkar
í reykjarskála,
barnahróp
og húskvenna.
Glamur griðkna
glepur Egil.
— Pokar Egill
út í skotið.
Spyr í hæðni
húskona:
»Hver eldar
Egils dögurð?
Eg spyr og spinn,
spinn í sokka;
gott mun þykja
þurfamanni!«
Situr í skoti
Skallagrímsson
Egill kendur
af Kveldúlfs ælt.
Prumir þegjandi,
þokar sér lengra
burtu frá glaum
og glamri kvenna.
lestir, lymska,
lævi og svik,
alt hið illa,
alt hið góða
er í Egils
æðum blandað: