Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Page 21
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
Vana og Ása
og allra dýra
blóð mun ólga
í Egils hjarta.
Hver sameinar
sundrað, tvístrað
blóð í barmi,
beinum, sinum,
III.
Kista Egi
Lævi hyggst Egill
oft að beita,
því kraftar öldungs
engan kúga.
— Egill á kistu
eina forna.
Egill einn saman
um það veit.
Egils fé
felst í kistu,
peningar blóðgir
blóði keyptir.
Höggum hörðum,
heift og drápum
Egils auðæfi
eru fengin.
Skálda-laun:
Léttum fingrum
Egill hörpu
hefir slegið.
Kviður hann kvað,
kvæði göfug,
vísur vel slægar:
vann sér fé.
Veit þó enginn
utan Egill
hvað í hirzlu
hans er fólgið.
— Búa á botni
beztu kvæði,
skáldsins hinztu
hjartastunur?
195
heila og hjarta,
hið helga og bjarta,
og hið óhelga
eitur- svarta?
Egill spyr.
Enginn svarar.
Hvað er og var?
— Efi — sorgir . . .
Geymdi ef til vill
Egill kvæði,
drápur dýrt kveðnar
djúpt í kistu?
Drápur ortar
í ógn og trylling,
eða í hamförum
heiftar-reiði;
ort í angri,
ort í sorgum,
hinztu hljóð
harma Egils.
Djarfar hendingar
himinbygðar
eins og hallir,
sem Egill gisti
— háar, hvelfdar —
á herförum
við Njörfasund
og í Normandíi,
Ódauðleg orð
Egils hendi
haglega rist
á rúnakefli.
Leíur ljósfælið
sem leðurblöðkur.
Skáldyrði djúp
og djörf sem fálkar.
Vissi það enginn
Egils frænda.
Enn í dag
enginn veit það . . ,