Trú - 01.10.1904, Page 3

Trú - 01.10.1904, Page 3
T R Ú . 59 verða umskipti á högum þjóðarinnar, því nú Hður að því, að hún mætir því, sem hún hefur ekki þurft að kvíða, síðan hún tók kristna trú. Haltu trú þinni, og þá ertu hólpin". Eg þóttist biðja hann að bléssa mig, manninn minn og börnin mín, en hann leit til okkar blíðleg^; við urðum glöð og ánægð við það; þótti mér þá sem við ættum eftir að sofna þar sem við vorum. Hin 8 ljós, sem með mér fylgdust, kvöddu mig svo fögrum kveðjum, að mér falla þær ekki úr minni, en get þó ekki haft þær orðréttar eftir til opinberunar. Að þessu búnu hófst svo yfirnáttúrlega dýrðlegur söng- ur, að eg varð máttvana, og fannst mér að eg sofna og dreyma, að eg væri vakandi, og þótti mér eg líta út um gaflgluggann heima hjá mér og sjá sólina í nónstað, en hún var sem blóðhnöttur, eins var himininn, jörðin og sjórinn. Nú þótti mér eg vakna, og var eg mjög máttvana, en þegar eg komst til meðvitundar, var koininn morgun. — Aftur dreymdi mig draum þennan nóttina milli 23. og 24. maí sama ár, og var hann þá að öllu leyti eins. Um leið og eg inni af hendi skyldu mína um opinberun draums þessa, svo vel sem mér er unnt, fel eg velvirðugum lesara hans ófullkomið orðfæri mitt. Elisabet Þorleifsdóttir. Til athugunar. Af því eg hefi komizt að því, að mörgum mun líka vel draumur sá, sem prentaður hefir verið í blaðinu, þá ætla eg að raðast í að láta prenta hann sérstakan handa hverjum sem vill, fyrir lítið verð. Saiuuel 0. Jolmson.

x

Trú

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.