Skuggsjáin - 01.01.1916, Blaðsíða 10
8
heita niátti. Hinn harðúðugi hershöfðingi
hótaði þeira ölln illu og sór þess eið, að
hann mundi ekki láta stein yfir steini standa
ef sér væru ekki færðir 200 skjóttir hestar
og allir úr sama stóði. Vóru þorpsbúar nú
í miklum vanda staddir og vissu ekki hvað
lil bragðs skyldi taka, en þá datt þeim ráð
í hug. Reiðprik þau, sem krakkar þeirra
léku sér að, vóru einmitt mislit og kölluð
»Skjónar« og stóð ekki á löngu að útvega
200 slika reiðskjóta. Vóru þeir allir gerðir
úr sama trénu, telgdir og lilaðir og því
næst riðu krakkarnir þeim til herbúða hers-
höfðingjans.
Hershöfðinginn viknaði þegar hann leit
þennan hóp og heyrði bænarákall barnanna
og hét því náðarsamlega, að hann skyldi
þyrma heimilum þeirra. Er svo sagt, að
herramaður sá, sem þá átti Molschleben
herragarð, hafi slofnað til hátíðar þessarar,
sem börnin hlakka til enn í dag, til minn-
ingar um atburðinn.
Á hátið þessari fara drengir um alt þorp-
ið með hljóðfærasveit í broddi fylkingar, en
þorpið er alt skreytt grænu laufi. Yngri
drengirnir eru allir »ríðandi« á hinum forn-
frægu Skjónum sínum, en eldri drengirnir
hafa hjálm og spjót að vopnum. Eru fánar
bornir fyrir þessari glæsilegu fylkingu, en
hún heimsækir alla heldri menn bæjarins,