Skuggsjáin - 01.01.1916, Blaðsíða 15

Skuggsjáin - 01.01.1916, Blaðsíða 15
13 loksins einskis virði og það svo, að árið 1796 taldist svo til, að ef einhver vildi klæða herbergi sitt einkennilegum veggjapappír, þá yrði honum ódýrast að kaupa til þess seðla þessa fyrir svo sem 24 franka. Var það nægileg upphæð til þess að geta þá fengið á Frakklandi pappírspeninga, sem voru að nafnvirði 45,000 frankar og nægðu til þess að klæða þiljurnar í meðalherbergi, enda eru þess dœmi, að þetta var gert, en ekki þótti sú herbergjaprýði þar eftir smekkleg. Ijeine um €nglanð. Eins og kunnugt er, var skáldið Heine enginn Englendingavinur svo sem víða má sjá i ritum hans, enda fór hann aldrei dult með þessa óvild sína á hinu brezka eyríki. En einna naprast andar þó til Englandsog Englendinga i formála hans fyrir ritdómi nokkrum á einu riti Shakespeares. Kemst hann þar svo að orði: »Mér verður óglatt af því að hugsa til þess að Shakespeare skyldi vera Englendingur og barn binnar andstyggilegustu þjóðar, sem guð hefir skap- að í bræði sinni. Þvílík þjóð og þvílíkt ófét- is land! Ilarðsviruð, heimsk, eigingjörn og ensk! — og land, sem útsærinn hefði fyrir

x

Skuggsjáin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuggsjáin
https://timarit.is/publication/517

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.