Viðskiftablaðið - 01.10.1917, Blaðsíða 3
VIÐSKIFTABLAÐIÐ
3
af þeim vörum, sem vér seljum ekki sjálf-
ir. Munu þau fara eftir veltu, þ. e. verða
því lægri að hundraðsgjaldi, sem viðskift-
in eru meiri, og aldrei fara fram úr 5°/0,
alt niður í 2°/0.
Sala.
I Reykjavik er betri markaður fyrir flest-
allar íslenzkar afurðir en annars staðar á
landinu. Reykvíkingar vilja kaupa ull,
kjöt, smjör, tólg, hangið kjöt, kæfu, rikl-
ing, harðfisk, hákarl o. fl„ og tekur fé-
lagið að sér að koma þeim viðskiftum í
framkvæmd.
Þessar vörur og aðrar afurðir er líka
hægt að selja hér í stórsölu. Tekur félag-
ið að sér sölu á þeim fyrir kaupmenn og
útvegsbændur. Það er nú svo komið, að
mestur hluti íslenzkra afurða er seldur hér
í Reykjavík, i stað þess, að áður varð að
senda þær „upp á von og óvon“ til út-
landa. Framleiðendur og aðrir seljendur
fá hér engu Iægra, en ofl hærra og að
minsta kosli vissara, verð fyrir afurðirnar
en með þvi, að senda þær sjálfir á heims-
markaðinn. Þetta verð getum vér útveg-
að, og erum ætíð fúsir að afla tilboða.
Erindrekstur.
Það eru víst ekki mörg heimili lands-
ins, sem ekkert samneyti hafa við höfuð-
borgina. Menn eru hér í ýmissum félög-
um, kaupa héðan blöð, taka hér banka-
lán, greiða hingað vexti af þeim og af-
borganir o. s. frv. Svo þarf fólk að fá
upplýsingar um bitt og annað héðan, en
veit ekki, hvar þeirra er að afla, og hefir
enga, sem það getur leitað til í þessum
efnum.
Nú er úr því bætt, því að VIÐSKIFTA-
FÉLAGIÐ tekur að sér að reka erindi fyr-
ir landsmenn hér í höfuðborginni. Þarf
ekki að eyða mörgum orðum að því, hvert
ómak félagið getur sparað fólki með þessu.
Ef menn þurfa að greiða hór smá-fjárhæð-
ir, eða þótt stórar sé, ef til vill í marga
staði, er ekkert annað en senda félaginu
peningana i einu lagi, með skrá um, hvern-
ig eigi að verja þeim. Félagið kemur þeim
þá til skila og sparar sendanda bæöi
kostnað og mikla fyrirhöfn. Félagið telur
ekki eftir sér að gera mönnum greiða.
VERÐ.
Veröllstí. Verðskrá.
Það er áform VIÐSKIFTAFÉLAGSINS
að birta í þessu blaði verðlista og verð-
skrá (með myndum) i framtiðinni. Það
er nú með öllu ómögulegt að afla mynda-
móta frá útlöndum og hér eru þau ófá-
anleg. Verðlista mætti aftur prenta, en
vegna þess, hversu verðlagið er afarbreyti-
legt, nú á þessum ægilegu ófriðartímum,
teljum vér lítið gagn að því að kosta upp
á prentun sliks, er orðið gæti svo villandi,
að ógagnið yfirgnæfði kostina.
Engu að síður er mjög létt og umsvifa-
lítið að gera kaup við VIÐSKIFTAFÉ-
LAGIÐ. Það lætur viðskiftamenn sina
sæta þeim beztu kjörum, sem kostur er á.
Þarf eigi annað en skrifa oss hverra vara
óskað er, og gera það sem ítarlegast. Vér
munum þá afgreiða pöntunina með fyrstu
ferð.
Minnist þess, að engi pöntun er of lítil,
engi of stór. Vér útvegum viðskiftavinum
vorum, með sömu ánægju, hljóðpípu sem
piano, eldspýtur sem húsavið, barnavagn
sem bifreið.
Borgunarskilmálar.
Til staða, þar sem póslafgreiðsla er,
sendir VIÐSKIFTAFÉLAGIÐ vörur gegn
póstkröfu og þarf því greiðsla ekki að