Viðskiftablaðið - 01.10.1917, Blaðsíða 4
4
VIÐSKIFTABLAÐIÐ
fylgja pöntun þaðan, eða frá þeim stöðum,
sem geta vitjað sendinganna til póstaf-
greiðslu. Aftur er óbjákvœmilegt, að borg-
un fylgi pöntun frá þeim stöðum, sem
ekki geta notað póstkröfuviðskifti.
Sendingaraðíerð.
Nú hefir Alþingi séð þann kost vænst-
an að hækka póstburðareyri innanlands'
um 100°/o frá því, sem verið hefir að und-
anförnu. Þetta hefir það í för með sér,
að ekki er ráðlegt að.senda nemaléttustu
sendingar í pósti. En þar sem lands-
stjórnin hefir strandferðaskip í förum og
marga strandferðabáta, sem taka varning
til flutnings fyrir tiltölulega lágt gjald, er
sj&lfaagt að VIÐSKIFTAFÉLAGIÐ notar
þær ferðir, svo sem frekast verður við
komið.
Félagið hefir von um að geta útvegað
vörur hér með svo lágu verði, að þær
verði að jafnaði ódýrari, að viðbættum
ílutninskostnaði héðan, en hægt er að fá
þær á annan hátt.
Hvar er miðstöð
íslenzkrar verzlunar?
Þeirri spurningu hefði verið fljótsvarað
um síðustu aldamót og nokkuð fram eftir
þessari öld. Og svarið hefði orðið K a u p-
man nahöfn.
Sem betur fer er spurningunni fljót-
svarað enn, og nú er svarið, óhykað:
Reyk javík.
Það er ekki langt siðan að greiðari
samgöngur vóru milli flestra íslenzkra hafna
og Kaupmannahafnar, en milli þeirra og
höfuðborgarinnar. Þá voru allir skapaðir
hlutir sóttir til Kaupmannahafnar. Nú er
sú breyting á orðin, að alls ekkert áætl-
unarskip siglir milli Danmerkur og íslands,
og póstsambandi er með öllu slitið.
Viðskiftamiðstöðin er flutt frá Kaup-
mannahöfn til Reykjavíkur. Ófriðurinn á
nokkurn þátt í þessari breyting, eða hefir
flýtt fyrir henni, en þetta hlaut svo að fara,
og miðstöð íslenzkrar verzlunar hverfur
aldrei út fyrir pollinn aftur. Dönum sjálf-
um er þetta Ijóst, sem sést meöal annars
á því, að eldgamlar verzlanir, sem öll sín
viðskifti hafa haft á Norðurlandi og Aust-
fjörðum, — stýrt þeim frá Kaupmanna-
höfn og reitt þær þaðan, eru nú, eða ætla,
að flytjast til Reykjavíkur.
Þetta er eölilegt sakir þess, að hið rnikla
hafnarmannvirki Reykjavíkur gerir alla
skipaafgreiðslu mikið greiðari en áður,
og verzlun er hér komin í það Iag, að
kaup verða að jafnaði gerð eins góð hór
sem í útlöndum.
Nú sem stendur er 75—90% af allri
verzlun Islands gerð í Reykjavík. Það er
því ekkert undarlegt, þótt hér megi gera
betri kaup, en víða annarsstaðar á land-
inu, og íslendingum á ekki að vera óhag-
ur í því, að verzlunin dragist hingað.
Fjármálaráðherra vor, hr. Björn Krist-
jánsson, alþingismaður,. gerði þessa verzl-
unarleið að umtalsefni á Alþingi í sumar.
Sagði hann, að ódýrast væri að nota stór
skip til millilandaferða, til þess að „viða
að“, en þau væri ofdýr til strandferða.
Væri því happadrýgst að láta stórskipin
ganga aðeins milli Reykjavíkur og útlanda,
en hafa önnur, minni skip og ódýrari, til
flutninga úl um land.
Það er einróma ólit manna, að í'arm-
gjöld verði til muna lægri til Reykjavíkur,
en annara hafna, að ófriðum loknum. Nú
er farmgjald á nauðsynjavöru aðeins B
aurar á kíló frá Reykjavík til fjarlægra
hafna landsins, svo að ekki þarf mikið að
sparast á millilandagjaldinu til þess, að
borgi það sig að umskipa vörunum hér.