Viðskiftablaðið - 01.10.1917, Blaðsíða 1

Viðskiftablaðið  - 01.10.1917, Blaðsíða 1
VIÐSKIFTABLAÐIÐ 1. BL. REYKJAVÍK, OKTÓBER 1917 1. BL. VIÐSKIFTABLAÐIÐ. VJÐSKIFTAFÉLAGJÐ gefur þetta blað út til þess að tala máli sínu við lands- menn og efla þekking á starfsemi sinni. Auk þess mun verða drepið á ýmislegt annað, sem við kemur viðskiftamálum, þótt ekki snerti það félagið beinlínis. Félagið vill ná viðskiftum við sem flest heimili landsins og er það Ijóst, að það verður ekki gert nema með œrnum auglýsingakostnaði. Taldi þvi stjórn fé- lagsins eins ráðlegt, að félagið hefði sjálft á hendi útgáfu augtýsinganna ogút- breiðslu þeirra. Blaðið verður gefið út þegar ástœða þykir til og sent á kostnað félagsins öllutn, sem við félagið skifta, og ýmsum öðrum i von um að geta fjölgað við- ski/tavinum vorum með því. VIÐSKIFTABLAÐIÐ er með öðrum orðum sent alveg ókeypis. En svo er mál vaxið, að í útlöndum, að minsta kosti, og ef til vill hér lika, — er œði margt manna, sem kaupa vill alt hverju nafni sem nefnist, sem út er gefið á ís- landi og þótti rétl að gefa þeim kost á að kaupa blað þetta sem annað. Fyrir því er verð til greint, og það hátt, en samkvœmt því, er að ofan segir, eiga þeir, sem blaðið er sent, alls ekki að greiða einn eyri fyrir það, hvað þá meira. VIÐSKIFTAFÉLAGIÐ vonar, að engi fœð verði lögð á það fyrir þessa auglýsingaaðferð, þótt hún hafi litt eða eigi tíðkast á ísiandi áður. í útlöndum eru mörg verelunarhús, sem gefa sjálf út blöð eða rit tií þess að tala sinu máli og þykir ekki tiltöku mál. Atvinnuvegir íslendinga hafa tekið miklum framförum in síðari árin, en hvergi mun breytingin jafnmikil sem á verzlun landsmanna. Það þótti tíð- indum sœta, er verzlunarfrelsið komst á, 1854. Reyndar varð breytingin af því aldrei meiri en svo, að um 50% af verzluninni hélzt i höndum Dana, unz nú að ófriðurinn breytti siglingaleiðinni. Þarf nú að íhuga i tíma, hvernig verzlun landsins verði bezt hagað að ófriðnum loknum. Um það hafa engar umrceður orðið enn hér á landi, enda má vera, að timi sé nœgur, þvi að fátt bendir á, að friður sé i nánd. Meðal erlendra þjóða er þó þegar tekið, og þuð fyrir nokkru, að rœða slik mál sem þetta, og önnur, er við koma ófriðarslitum. VIÐSKIFTAFÉLAGIÐ,

x

Viðskiftablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viðskiftablaðið
https://timarit.is/publication/524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.