Viðskiftablaðið - 01.10.1917, Blaðsíða 8

Viðskiftablaðið  - 01.10.1917, Blaðsíða 8
8 VIÐSKIFTABLAÍ) lagt algert útflutningsbann á allar vörur til Norburlanda, aðrar en jprentvörur. Ekki er þess getið hvort Island sé þar talið meðal Norðurlanda, en sakir venju og stjórnmálasambanda má ganga út frá því sem sjálfsögðu, að það eigi þar óskilið mál. saltkjöti hér í haust, ef hámarksverð verð- ur eigi sett á það, en fyrir þvi beita sér dagblöðin „ Ví.sir“ og „Morgunblaðið“. Hámarksverð Póstferðir milli íslands og útlanda. Mikil ringulreið hefir komist á póstsam- bandið milli íslands og annara landa á þessu ári. Póstviðskifti íslands og Danmerkur mega nú heita alveg úr sögunni. Þó hefir leyfst að senda póstávísanir til þessa. Milli íslands og Bretlands hins mikla er póstur sendur, óhindrað, með hverju skipi. Að vísu kemur hann ekki allur fram, því að sumum skipunum er sökt á leiðinni, en hvorki stjórn Islands né %ata hefir lagt hömlur á þessi póstviðskmí. Milli Islands og Vesturheims er ekkert þóstsamband, nema yfir England. Eru að því mikil óþægindi, sem gefur að skilja, þar sem megin þorri allrar aðfluttrar vöru kemur vestan um haf. Kjötverð í haust. Norðmenn hafa falað hér á landi 15000 tunnur af saltkjöti í haust, sem þeir kaupa á 128 krónur tunnuna. Brezka verðið er 120 kr. tunnan, og þangað fer það af kjötinu, sem afgangs verður og eigi þarf til heimanotkunar. Jafnaðarverð á útfluttu kjöti mun verða, eítir þessu, um 125 kr. tunnan. Er það til muna lægra, en Reykvíkingar verða að kaupa kjötbirgðir sínar, enn sem komið $r. Er því útlit fyrir nokkurn markað á á íslenzkum kartöflum er ákveðið 30 kr. hver 100 kg. hér í Reykjavik. Kartöflusalar höfðu gert samtök um að setja verðið talsvert hærra en þetta. Nú neita þeir að selja birgðirnar og ætla að geyma þær til vors og selja þá til útsæðis. Landsstjórnin hefir fest kaup á heilum skipsfarmi jarðepla frá Danmörku, sem hingað kemur i haust, og seldur mun sanngjörnu verði. Hámarksverð á smjöri er afnumið í Reykjavík. um Verðskrá ar tegundir niðursuðu m. Ávextir í dósum á 1 kg.: Apricosur kr. 1,50 Plómur — 1,50 Perur — 1,50 Ananas — 1,75 Ferskjur — 1,75 Kirsuber — 1,75 Jarðarber — 1,75 m. Sultutoj: Jarðarberja bezta teg. ^/2 kg. glas kr. 1,65 Gelé - ----------------- 1,00 Marnelade — — — — — — 1,65 Hunang — — x/4 — — — 1,00 Utanáskrift símskeyta til Viðskiftafél. er: „Viðskiftafélagið, Reykjavík11. En póstsendinga: Viðskiftafélagið, Pósthólf 597, Reykjavík. Talsími er 701, Bókhlöðuverð hVers tölublaðs er 1 kr. Útgefandi: Viðskiftafélagið, Reykjavik, Fólagsprentsmiðjan.

x

Viðskiftablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viðskiftablaðið
https://timarit.is/publication/524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.