Viðskiftablaðið - 01.10.1917, Blaðsíða 7

Viðskiftablaðið  - 01.10.1917, Blaðsíða 7
VIÐSKIFTABLAÐIÐ 7 Því meiri ástæða er íslendingum nú að gefa málum þessum gaum nú þegar. Vér lifum á nefnda-öld. Hér er hver nefndin skipuð af annari til þess að ráða fram úr ílóknum viðfangsefnum og gera tillögur um, hvað gera skuli. — Þess gælti eigi mikið, þólt ein slík nefnd væri skip- uð enn; nefnd til þess að athuga kaup- skap og siglingaleiðir Islendinga að ófriðn- um loknum. Það má vera, að íslendingum þyki þetta litlu skifta, en stórþjóðunum finnst það ekki. Á eftirfarandi skýrslu sést, hver verzl- unar- eða viðskiftamál Alþingi 1917 lét til sín taka. Ekkert þeirra er í áttina til þess, sem hér er vakið máls á. Málin eru þessi: 1. Framlenging vörutolls. 2. Breyting og vjðauki við lög frá 1. febr. 1917 um ýmsar ófriðarráðslaf- anir. 3. Aukning seðlaútgáfuréttar íslands- banka. 4. Um mæiitæki og vogaráhöld. 5. Mjólkursala í Reykjavík. 6. Einkasöluheimild landsstjórnarinnar á steinolíu. 7. Breyting á landsbanka-Iögum. 8. Breyting á landssímalögum. 9. Um rekstur loftskeytastöðva. 10. Lýsismat. 11. Tollhækkun (aðallega á sælgæti). 12. Hækkun póstburðareyris (100°/0). 13. Bannlagabreyting. 14. Um lokunartíma sölubúða. 15. Almenn árbót. Kol. Ensk kol (steam kol) kosta nú ^ekki undir 300 kr. Þykir það hált verð, sem vonlegt er, og fæstir svo efnum búnir, að þeir geti keypt þau. Kemur þá mörgum vel heimild Alþingis lil þess að selja kol þessi á 125 krónur. Alls verða seldar með því verði um 2800 smálestir. Bæjarstjórnum og sveitarstjórn- um er falið að koma á réttmætri skifting þess forða. Landssjóður greiðir verðmuninn, 175 kr. á hverri smálest. Það verður alls 490 þúsundir króna, eða rétt um hálfa millión. Siglingafáni. Auk þeirra mála, sem nefnd eru ann* arsstaðar í þessu blaði, að Alþingi hafi haft afskifti af, er þingsályktunartillaga um siglingafána Islands, sem þingið sam- þykti með fleiri atkvæðum en nokkurt annað mál, þ. e. 38 atkvæðum, eða allra þingmanna, nema tveggja ráðherra, sem sæti áttu í neðri deild og eigi munu hafa álitið viðeigandi að gefa atkvæði með til- lögu til sjálfra þeirra. Alþingi Islendinga 1917 mun lengi í minnum haft fyrir þessa samþykt, hver sem árangurinn kann að verða. Kemur nú til kasta stjórnarinnar að koma mál- inu í framkvæmd. Hún hefir lofað að leggja sig fram því til sigurs. Engu að síður eru úrslit málsins ótrygg, en ef það nær ekki fram að ganga, leggur stjórnin að sjálfsögðu niður völd. Útf lutning sleyii. Helzt er nú svo að sjá á skeytum vestan um haf, að tekið sé af nýju að leggja hömlur á útflutning matvæla það- an til Islands. Nú er „Vísiu símað, að Bretar hafi

x

Viðskiftablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viðskiftablaðið
https://timarit.is/publication/524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.