Skuggsjá - 01.11.1916, Blaðsíða 14
S Iv U G G S J Á
8
Hvar sem Helgi heitinn f<5r,
Hyggjum JxS að finnum:
Eftir situr svipur stór
Samt í fiestra minnum.
Héraðs-flokk til fremdar var
Flestum almenningi
Fremra og hærra höfuð bar
Hann, á hverju jfingi.
Engan hóf á efstu skör
Yfirborðið glæsta.
Varpar tign á kotungs-kjör
Konungs-lundin stærsta.
Ættu betri breiður lands
Bændur akra-stóru,
Ræktar-frjóvust hugtún lians
Iléraðspryði vóru.
Varla hefir vantað hann
Vitið liagnaðs-fróða.
Pað var síður samvizkan
Setn honum varð til gróðn.
Þó að okkar sveit hann sé
Sænularauki og gróði,
Aidrei l)ar af annars fé
Arð í léttum sjóði.
Lundin hrein og hugur frjáls.
Hann af speki-forða
Lagði til hvers merkis-máls
Magnið hvatra orða.
Pegar leyndan lygastaf
Leysti í villirúnum,
Þá stóð heimótt uggur af
Augum hans og brúnum.
Sé í hverju horni hælt
Hyggjuviti og næmi,
Varð ])ó fmsum öfundsælt
Andlegt ríkidæmi.
Fær af nýlund næman geig
Nærsynn inni-grillir.
Glöggvar hyggja úti-eyg
Hvar undir sannleik hillir.
Helgi bjóst með lmg og ráð,
Hélzt ei inn’í skála,
Pegar hvöttu að drygja dáð
Dísir réttra mála.
Hreyfur fram á hinztu stund
Hann um mein sitt ]>agði.
Faldi sína opnu und
Undir glöðu bragði.
Ef ]>ú hug og hjarta átt
Hlærðu, að varna tárum.
Dregur, að vilja og vona hátt,
Verk úr eigin sárum.
Svo tók einn í eldri sveit
Áður banameini,
Þegar geir við lijarta hneit
Helga að Frekasteini.
Sváfu yiir fjöll og fjörð
Flogna, boðað hefur,
Feigur ætt og óðalsjörð
Ástina sína gefur.
Vitum ljóst um látinn mann,
Þó langt sé millibilið,
Að með slíkum hefir hann
Hug við okkur skilið.
Sveitin okkar, ógleymin,
Eins vill kvaddann hafa
Hnigna í valinn vininn sinn—
Vestur íslenzk Svafa.
Stepfum G. Stephansson.
Drengskapur er deinöntum dyrmætari,
j*
Sannleikurinn er fegurstur og dyrleg-
astur þegar hann mætir hörðustum of-
sóknum
&
Að jiekkja sjálfan sig, er fyrsta skilyrði
til |>ess að vera nytur maður.