Nýja Ísland - 01.12.1904, Blaðsíða 4

Nýja Ísland - 01.12.1904, Blaðsíða 4
50 Nýárs-hugvekja. Nú or komið nýárið og nýtt er alt í Vík, á nýja prjóna fitja menn upp landsins pólitík; svo nýja stjórnin nýjan dug og nýja kraftafær en ný er sett upp prentsmiðja, er stjórnar- hörpu slær. Hann Jóhann er sá maður mest er meta bækur kann því merkisrit í veröldinni flestöll þekkir hann, og karlinn sá er kappsamur að koma öllu á prent; á Kapítólu’ hann riður út í „forlags- turniment". Já, prentararnir pota sér, þeir piltar standa’ á merg. er prentsmiðju þeir reisa sér, sem heitir Gutenberg; þar á að sprengja Ingólfs-lið og ísafoldar Björn, en útiloka Þjóðviijann og landsins kögur- börn. Þar á að prenta erfiljóð og ótal stjórnarskrár, og alt, sem verður rætt og hugsað þetta nýja ár, og allar gamlar biblíur og önnur merkisrit, sem alþýðan og landsstjórnin sér færa kann í nyt. Og ekki þrífst þá Ingólfur né ísafoldar- Björn, en allur kafnar Þjóðviljinn í Bessastaða- tjörn, og önnur blöð þá ekki ræða íslands pólitík en Austri, Vestri, Þjóðviijinn og fröken Reykjavík. Að hugsa sér hvað heimsins gleði himn- esk verður þá, ef h9imastjórnin situr ein að landsins stjórnarskrá, og enginn leggur orð í belg af andstæð- inga her, um alt það, sem vor blessuð stjórn 1il heilla landsins sér. En enn þá stendur uppréttur hann Isa- foldar Björn, og ísuroðið hreystrast ei, þótt mali Þjóð- ólfs kvörn, og Gutenberg þó greipar spenni’ að grípa hennar sporð, hún grípur fyrri sundtökin og þýtur fyrir borð. Og Þjóðviljinn er þéttur fyrir þó að hann sé smár, svo það er næsta líkiegt að ’ann tóri þetta ár, og Ingólfur sér aldur margra ára hefir trygt, er yfirherstjórn Landvarnar nú fékk hnnn Benedikt. Að hugsa sér ef hamingjan svo hverful verður 'nú, að hepnast ekki Gutenberg að sprengja blöðin þrjú, má ætla heilli illu borna íslands pólitík — og afglöpin, þau bitna mest á veslings Reykjavík. Nei, „veslingur" hún var þó ei né verður, Reykjavík, sú voldugasta Babýlon í heimsins pólitík; vor hugur fer í hamförum og hendist alt um kring, í hverju skoti bæjarins hann rekst á þjóð- menning. Og ötulir nú erum vér, já, ekki vantar það og árvakrir og kappsamir í landsins höf- uðstað, og félagslyndir fóstbræður, sem fylgjast jafnan að,

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.