Nýja Ísland - 01.12.1904, Blaðsíða 8

Nýja Ísland - 01.12.1904, Blaðsíða 8
54 fröken Gunnþórunn er i'ýma fyrir nýgræð- ingum. — Mér finst fröken Kristín Magn- úsdóttir leika bezt af beim, sem leika hin- ar þrjár meyjar: Betty, Nettie og Zetty. — Fröken Marta Einarsson leikur Lísu vinnukonu; hún kemur nú í fyrsta sinni fram, enda er þessi vinnukona, sem hún sýnir, alveg ný útgáfa og eftir henni að dæma lítil líkindi, til að hún verði „lík- legur“ leikari. — Parson Quayle leikur Bogi Benediktsson vel. Jón Kristjánsson er og fremur góður í leikhússtjóranum. Þótt mönnum kunni ef til vill að sýn- ast harður dórnur kveðinn hér upp um leik- endur', þá er hann samt ekki af neinum illvilja gerður, heldur af sannfæringu, og af því, að ég vil Leikfélaginu vel og ég sé, að ýmislegt, sem hefir ætlað að verða því að fótakefli áður, loðir við enn. Eg álít leik- leikendum sé líka miklu hollara, að þeim sé sagt eins og er, heldur en að vera að vefja saman um þá rósamáli, sem þeir taka eins og lof um sig, en er ekkert ann- að en útúrdúrar til að hlífa þeim við að heyra sannleikann, en það verður þeim til iítils góðs. ai/12 1904. . Það er með ásettu ráði, að ég læt þetta ekki biitast fyrri en nú, svo ekki verði sagt, að það sé gert til að spilla fyrir að- sókn að leiknum. Úr skjalasafni Plausors. VII. Hóli 23. desbr. 1904. Herra Plausor! 0, ég varö svo himinlifandi um daginn þegar póst.urinn korn og óg fékk bréfið frá herra Snjólfi. Það er mikill munur að sjá höndina og frágang- inn aliari á bréfurn þessara lærðu mannu eða hrafnasparkið okkar, fúskaranna hérna í svcit- inni. En þó verð ég hreinskilnislega að játa, að ég komst ekki vel fram úr því sumstaðar, þvi ég er svo óvön að lesa þessa fljótaskrift lærðu mann- anna, svo ég bað kærasta minn að losaþaðfyrir mig. Hann tók bréfið, fór með það og heti ég hvorki séð hann nó bréfið síðan. En í morgun fékk óg miða frá lionum: það var uppsagnarbréf, — dálagleg jólagjöf það. Það má geta nærri, hvort óg hafi ekki orðið vond; —jú, ég varð það sannarlega og lofaði að hefna min harðlega, og hljóp því til Jóu á Hamri. að ráðgast við hana um það, hvernig eg gæti bezt hefut mín; — og hún fánn ráðið. Eg vildi okki að cins hefna mín á gamla kærastanum cinum, heldur og á öllum sveitastrákum og reyna að koma i vcg fyrir, að þe.ir næðu sér i nokkra kærustu. 'En nú hcfir okkur Jóu komið saman um ráðið, og það cr að safna öllunr sveitastúlkum til Reykjavíkur, að mentast þar, og þá cr varla liætt við, að þær liti við ómentuðum sveitastrákum úr því. Nú lang- ar mig til að njóta aðstoðar yðar, Plausor góður, og lýsa nú vel fyrir okkur, hvernig við bezt gæt- um komið þcssu máli í framkvæmd; bezt væri náttúrlega, að við gætum fengið einhvern styrk ti.já þinginu, þó ekki væri nema „par“ þúsund krónur til að byrja með;— máske herra Snjólf- ur vildi leggja þar iið sitt til líka. Sem sagt, ég óslca eftir svari frá yður jafnfraint og ég læt yður vita, að þetta mál cr mér alvörumál, — og þó ég verði ekki í Keykjavík í vetur, vona ég að ég verði þar næsta vetur, og iriltarnir sitji þá einir eftir með sárt ennið heima í sveitinni. Yðar með virðingu. Björnína. Ilátíðataíla. Þær breytil. hátíðir ákvarðast aliar af PSskum. Ár. l’&skar. Hvítasunna. 1. sd. í jóla- föstu. . 'O T3 a » •« ci 'rt £ tala sd. e. trinitatis. 1905 23. apríl 11. júní 3. dcs. 6 23 1906 15. apríl 3. júui 2. dcs. 5 24 1907 31. marz 19. mai 1. dcs. M 26 1908 19. april 7. júui 29. nóv. 5 23 1909 11. apríl 30. maí 28. nóv. 4 24 1910 27. marz 15. maí 27. nóv. 2 26 1011 16. april 4. júni 3. dos. 5 24 1912 7. apríl 26. maí 1. des. 4 25 1913 23. marz 11. maí 30. nóv. 1 27 1914 12. apríl 31. mar 29. nóv. 4 24 1915 4. apríl 23. maí 28. nóv. 3 25 1916 23. apríl 11. júllí 3 des. 6 23 Úr alnianaki Plausors. „Nýja ísland ' kostar 10 aura tölublaðið. Utgefandi og ábyrgðarmaður: l-i O R V- ÞORVARÐSSON, prentari. Prentsm. Þorv. Þorvarðssonar.

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.