Nýja Ísland - 01.12.1904, Blaðsíða 6

Nýja Ísland - 01.12.1904, Blaðsíða 6
r 52* sem koma fram i leiknum og nokkuð veru- lega kveður að, eru það að eins tveir menn, sem kalia má fyrirmyndarmenn; eru það Drake og Lampluph. Annar eins „ástvald- u] “ og Storm er vægast taiað mjög leið- inleg „persóna" í leiknum. Maður hefir nóg af ofstækisfullum trúarvingls-mönnum, þó ekki sé verið að „stiila“ þeirrij upp á leiksviðinu og reynt að gera þá hugðnæma þar. Og ekki batnar hjá höfundinum, þeg- ar hann lætur Storm verða brjálaðan og hann ætlar að kyrkja þá stúlku, sem hann elskar, til að forða henni frá helvítis písl- unr sjálfsagt. Storm á víst og að sýna góð- an mann, en hann getur ekki ætlað öðr- um nema ilt eitt; hann er stöðugt á nál- um mcð, að stúlkan, sem hann elskar, veiði hverjum einum óþokka að bráð; hann álítur líka órnögulegt annað en að Drake séóþokki, en þetta er ekki einkenni góðra rnanna. „Þjófurinn hugsar að hver maður steli“ segir máltækið. — Glory er einnig einkennilegur smíðisgripui'. Hún elskar Storm út af líf- inu, en er þó að „ralla“ með misindis- mönnum og tekur á móti allri aðstoð hjá Drake, án þess að vera svo hreinskilin að segja honum sti-ax, að hann megi ekki bú- ast við, að hún skoði það öðruvísi en bróð- urhjálp. Nei, hún gefur Di’ake fyllilega undir fótinn og það er henni eins mikið að kenna, að hann einu sinni kyssir á kinn- ina á henni, og full orsök er til að ætla, að hún hefði ekki orðið svo fjarska reið, ef Storm hefði ekki verið nýbúinn að tala við hana. Hún tekur mjög hart á þessu við Drake, og þó hann biðji auðmjúklega fyrirgefningar, þá liggur næni að hann fái hana ekki. En hvað skeður svo eftir nokkra daga? Þá rýkur Glory upp og rekur rernb- ingskoss að Drake. Sýnir þetta ekki nógu groinilega, hvað manneskjan er ósamkvæm sjálfri sér hjá höfundinum. Eigi þetta að sýna „karakter persónu", þá er hún að minsta kosti ekki eins og skaparinn býr þær til, heldur. nokkurs konar „fabrik“ gat eftir Hall Caine. Fleira þessu likt mætti til týna, en það er nægilegt að benda á þotta, og einmitt það, að höfundurinn leitast við að gera „persónur" eins og Glory og Storm hugðnæmar áhorfendunum, getur orðið til þess, að menn hafi alt annað en gott af nð horfa á leikinn. Leikur þessi hefir og mætt mjög megnri mótspyrnu engu síður en lofi, enda er það ekki að ástæðulausu. Þau hlutverk, sem mest hvílir á í þess- um leik eru Glory og John Storm. Hinir eru ekkert neina hjálparmeðul til að ljós þeirra skíni sem bezt. Hlutverk þessi leika fröken Guðrún Einarsson og herra Jens B. Waage. „Leikfélag Reykjavíkur" virðist vera upp úr því vaxið, að halda þeirri reglu, sem erlend leikhús fylgja, að láta hina æfðustu og reyndustu leikara taka hin vandamestu hlutverk. Þau eru ekki að hætta á að fá þess háttar hlutverk ný- græðingum í hendur. Að því er Storm snertir, hefir ekki vei ið bagi að þessu, enda er J. B. W. búinn að leika nokkuð lengi nú og John Storm á mjög vel við hann, í það minsta úr því hann er kominn í hempuna. Það bagar hann, þegar liann leikur unga menn, að hreyfingar allar líkj- ast meiri gamalmenni en ungum manni lrjá. honum. Annars er óhætt að segja, að hann leiki mjög vel. Auðvitað eru það smámunir, en samt hefði eflaust átt að vera meiri kraftur í bænagjörðmni, þegar hann liggur og biðst fyrir. Líka er hálf óviðkunnanlegt í fjórða þætti, þegar Glory neyðist til að tjá honurn ást sínn, að hann skuli þá lrefja hana á loft i faðmi sér, fleygja lrenni endilangri upp í sófa og . . . . Það er nokkuð mikið af því góða. — Öðru máli er að gegna með Glory, þar hefði átt að taka þann æíðasta og fjölhæfasta leikara, sem félagið átti völ á. Áður en hún sézt á leiksviðinu er búið að lýsa henni þannig: „Þegar hún stendur við stýrið" [á bátnum sinum] „er hún sjómað- ur frá hvirfli til ilja“. „Hún er fallegasta

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.