Nýja Ísland - 01.12.1904, Blaðsíða 5

Nýja Ísland - 01.12.1904, Blaðsíða 5
51 þótt fuðri púðurkerlingar og glampi út um hlað. Vér fyllum allan félagssknp á framfaranna leið, á fundahöldum lifum vér hvert dags og nætur skeið, og kveðum niður kala þnnn, sem kornist getur inn, því kjörorð vort á hverjum fundi er bróð- urTcœrleikinn. Vér horfum upp um holtin vor, sem hús- um eru skrýdd af hugvitssmíði Völundar, og. dásamlega prýdd; með helgri undran horfum vór á heims- menningar spor í hötuðstaðnum landsins, sem er kraftur sjálfra vor. Vér hugsum um vor lrugvitsljós, og hvað þau loga skært, en Hafnarfjörður gerir oss nú lífið ekki vært, því hann kvað vera að hugsa um að hremma alt til sín, sem hvorki á þó „Gutenberg" né „Thom- sens Magasín". Að hugsa sér hvað Hafnarfjörður hann er orðinn stór, já, hnokkinn sá, sem lengi var þó sultar- krangi mjór, ef hann sig gæfi’ að heimastjórnar hreppa- pólitík, þá halda surnir jafnvel að hann gleypi Reykjavík. En væntanlega verður það þó varla nú i ár, því vitlausar í meira lagi reynast sumar spár. Svo látum hann því lifa sér og leiða fólk í dans. Að leika sér við Slcuggasvein sé pólitíkin hans. Með nj'ju ári nýjan dug og nýja krafta fær* og nýja marga loftkastala Reykjavíkurbær, svo hræðast þarf ei Hafnarfjörð um hundr- að næstu ár, en livað svo þar á eftir kemur vita ei neinar spár. Vér óskum þess, að árið sendi oss allra menta fræ, að ávalt fjölgi prenturum í Reykjavíkurbæ, að krónum safni’ og koparhlunkum kaup- mannsstéttin prúð, og komist upp í hverju húsi snotur sölubuð. Plausor. The Christian (á ísl. kallaður „John Storm“). Eftir H a 11 C a i n o. Leikfélag Rej'kjavíkur hefir nú um tíma sýnt leik þennan. Hann hefir verið vel sóttur og mun orsökin til þess aðailega vera sú, að hann er mjög sterkur á köflum og tilbreytilegar sýningar í honum. En a.ftur á móti mun mjög efasamt, hvort menn hafa nokkurt gagn af að horfa á hann, ef til vill hið gagnstæða. Af þessari ástæðu er lítil ástæða til að vera Leikfélaginu þakklátur fyrir að taka þennan leik. Hefði féiagið getað haft von um peningalegan hag af að taka hann, þá hefði það getað verið því til afsökunar; en þar sem víst er, að félagið mun ekki hafa nema skaða af að taka leik- inn, þá er erfitt —að minsta kosti fyrirþá, sem ekki þekkja, hvað ræður vanalega við val á leikritunum — að sjá ástæðuna til að taka þennan leik fram yfir svo marga. aðra. Leikurinn er eiginlega sýning á fjórum stéttum enskum, það er að segja, ef mað- ur skiftir prestastéttinni í tvent: æðri og iægri prestastétt, svo er það Robert Ure lávarður og hans fólagar og enn fremur fá- tæklingar í Lundúnum. í öllum þeim,

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.