Sumarblaðið - 20.04.1916, Page 4
2 SUMAEBLA&I&
Þar sem loftið er eins og dýrustu veigar.
Hún býður þeim út á drifhvíta sanda, þar
sem spegilsléttur sjórinn bíður eftir að
vagga þeim i faðmi sér.
En mennirnir eru komnir svo langt frá
náttúrunni, að þeir þekkjast ekki boð
hennar. Þeir taka upp klútana og þurka
af sér svitann:
»Þetta er meiri blessaður hitinn!«
Húsbyggingarsjóöur
Íþróttaíélags Reykjavíkur.
Eins og kunnugt er, hefir fram á þenna
dag verið mjög tilfinnanlegur skortur á
íþróttahúsi hér í bænum. Aðeins tveir af
öllum skólum bæjarins hafa leikfimishús.
Auk þess sem hús þessi eru langt frá
því, að vera svo fullkomin sem skyldi, þá
hlýtur það ætíð að verða komið undir vel-
vild þeirra, sem skólunum stjórna, hvort
aðrir, sem iþróttir vilja iðka, geta feng-
ið að æfa sig í þessum húsum. Eftir
þvi sem skólarnir stækka, minka líkurnar
fyrir því, að svo geti orðið framvegis.
íþróttafélag Reykjavíkur hefir lengi
hugsað sér að nauðsyn bæri til, að koma
hér upp góðu íþróttahúsi, handa sér og
Öðrum, sem iþróttir vilja iðka. Uppdrátt-
ur hefir þegar verið gerður að slíku húsi.
Á fundi i í. R. 25. nóv. 1915 var samþykt
að stofna sjóð í þeim tilgangi, að koma
upp húsinu. Er tilætlast að mynda sjóð-
inn með frjálsum framlögum manna, og
auka hann svo og efla á hverskonar hátt
með því markmiði að koma húsinu upp
sem fyrst.
Hér er um að ræða mikilsvert mál og
væntir félagið góðra undirtekta hjá öllum
þeim, sem íþróttum unna.
Æflngareglur.
Marlcmið íþróttaiðkana er að gera líkam-
ann sterkan og þolgóðan.
Leilcfími er undirstaða allra íþrótta.
Menn eiga að bera sig vel við allar íþrótt-
ir. Sogið brjóst hvelfdar herð-
ar og dottandi höfuð, á aldrei
að sjást með íþróttamönnum.
1. Æfðu þig aldrei þegar þú ert ekki
vel heill eða þreyttur eftir vinnu.
2. Láttu læknir skoða þig áður en þú
byrjar að æfa þig, hafirðu einhvern
tíma verið alvarlega veikur.
3. Soi'ðu i hreinu lofti, að minsta kosti
8 tíma á sólarhring.
4. Borðaðu góðan og auðmeltan mat.
Borðaðu með hægð og tygðu fæðuna
vel. Vertu aldrei of mettur. Borðaðu
ekki strax eftir þreytandi æfingar.
5. Farðu oft í bað en vertu ekki lengi í
senn í heitu eða köldu vatni.
6. Neyttu hverki áfengis né tóbaks.
7. Reyndu að draga andann djúpt við
allar æfingar. Eftir þreytandi æfing-
ar þá dragðu andann djúpt nokkrum
sinnum svo sem eina mínútu.
8. Æfðu þig ekki þegar þú ert svangur
eða of mettur.
9. í fyrstunni eiga æfingarnar að vera
auðveldar, en þyngjast smátt og smátt.
10. Varastu að láta þér verða kalt. Vertu
aldrei kyr þegar þú ert sveittur eftir
æfingu.
11. Drektu lítið þegar þú ert að æfingum
og þá að eins smá sopa í hvert skifti.
Betra að drekka því oftar ef heitt er.
12. Drektu aldrei ískaldan drykk.
13. Eftir æfingar eiga menn að fá sér
kalt bað, ef þess er kostur, annars er
gott að nudda sig með grófu hand-
klæði.
14. Æfðu þig skynsamlega. Sértu þrek-
aður (hafirðu æft þig um of) þá verð-
urðu að hætta um stundarsakir, þang-
að til þú hefir náð þér alveg aftur.