Sumarblaðið - 20.04.1916, Síða 11

Sumarblaðið - 20.04.1916, Síða 11
SUMARBLABIB 5 og vera ekki meira en 8—10 mínútur í senn. Með timanum geta menn látið sér nægja að snúa sér svo sem íimtu hverja mínútu og er þeim óhætt sem vanir eru, að vera í sólbaði alt að klukkutima. Ef farið er óvarlega í fyrstu, eiga menn á hættu að brenna sig. Að vísu er sá bruni ekki hættulegur en getur þó verið all óþægilegur vegna kláða og sviða, sem af honum leiðir í nokkra daga á eftir. Eftir sólbað eiga menn að fá sér kalt vatnsbað, ef þess er kostur, til þess að hressa sig. Einkanlega er gott að synda dálítinn spöl á eftir. »En erfiðleikarnir — efiðleikarnir«, finst mér eg heyra hvern segja sem þetta les. Eg segi: þú getur það sem þú vilt. Ef þú vilt gera þetta, þá finnurðu ekki til erfiðleikanna sem af því leiða. Ef þú vilt gera þetta, þá finnurðu alstaðar skjól og alstaðar sólskin. Víðavangshlaup. í fyrravetur auglýsti í. R. i fyrsta skifti, að það stofnaði til víðavangshlaups hér á sumardaginn fyrsta. Frá nýári æfði félag- ið tvo fimm manna flokka, er þreyta áttu hlaupið ef einhver félög gæfi sig fram til að keppa. Þegar þátttökufrestui-inn var útrunninn hafði ekkert félag geflð sig fram. Eigi að siður ætlaði félagið að láta þá tvo flokka hlaupa, sem það hafði á að skipa, til þess að láta lilaupið ekki falla niður með öllu. En daginn sem hlaupið átti að fara fram, var svo mikil ófærð ogiltveð- ur, að ómögulegt var að láta menn þreyta kapphlaup í slíku. Þótt svona illa tækist í fyrsta skifti, var samt ákveðið að hætta ekki við það að svo stöddu. 1 október í vetur var auglýst, að víða- vangshlaup færi fram fyrsta sumardag næstkomandi. Til þess að þátttakan í hlaup- inu yrði sem mest, var fengið leyfi hjá í. S. í., að allir skólar í Reykjavík mættu taka þátt í því, þó að slíkt væri ekki samkvæmt lögum sambandsins. En svo leið allur tíminn að engir flokkar gáfu sig fram til þess að þreyta hlaupið. Fálæti og áhugaleysi manna hér í bæ fyrir íþróttum, ríður ekki við einteyming. En maður trúir því ekki fyrr en í síðustu lög, að enginn skóli og ekkert félag hér, sem íþróttir iðkar, sé svo statt, að það geti sent einn fimm manna flokk til kapp- hlaups. í vetur hefir í. R. æft tvo flokka, sem það ætlar að láta hlaupa í dag, ef ekki hamlar regn eða hríð. Víðavangslúaup d hér ejtir að fara fram fyrsta sumardag dr hvert. Þau félög hér í bænum, sem íþróttir iðka, ættu ekki að láta undir liöfuð leggj- ast næsta ár, að taka þátt í hlaupi þessu. Hjólreiðar. Hér eru að vísu eklci góðir vegir og hentugir til hjólreiða, en það ætti samt ekki að fæla menn frá að iðka þær meira en gert liefir verið. Hér hafa hjólhestar verið notaðir sem nokkurskonar sam- göngutæki. Menn hafa notað þá til sendi- ferða, til þess að vci’ða fljótari í ferðum en ella. En hjólreiðax hafa aldrei verið iðkaðar liér sem íþróttagrein. Þess vegna eru hér allflestir skussar í þessari iþrótt. Þeir, sem vilja verða góðir hjólreiða- menn, verða að æfa sig vel, því að hjól- reiðar reyna á þrek og þol. Menn verða að fara skynsamlega að og ofreyna sig ekki. Það dugar ekki, jafnvel mönnum á bezta aldri, að hjóla 80—100 í’astir fyrsta daginn sem þeir hafa tækifæri til þess, Ofreynslan hefnir sín svo, að þeir verða illa upplagðir til vinnu næstu daga á eftir.

x

Sumarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.