Sumarblaðið - 20.04.1916, Page 12
6
SUMARBLAÐW
Þeir sem ekki geta farið út úr bænum
nema á sunnudögum, ættu að fara var-
lega í fyrstu og hjóla ekki meira en svo
sem 20—30 rastir fyrstu skiftin, en smá-
lengja vegalengdina eftir því sem þeir
venjast. »Menn eiga aldrei að hjóla svo
hart, að þeim flnnist þeir ekki geta hjólað
harðara«. Þegar langa leið á að fara
verða menn að varast að taka á öllum
sínum þrótti í fyrsta sprettinum. Þegar
vindur blæs á móti, verður að spara
kraftana. Oráð er að hjóla upp brattar
brekkur. Það verður til tafar eftir því
sem lengur dregur.
Klæðnaðurinn verður að vera hagkvæm-
ur og heitur. Það er lítið vit í því að
fara fáklæddur af stað, þótt heitt sé.
Mönnum gerir ekkert til hvort þeir svitna
meira eða minna. En þeim getur hæg-
lega orðið alvarlega kalt, ef þeir stanza
einhversstaðar og eru illa klæddir. Bezt
er að liafa ullarföt inst klæða og léttan
jakka yzt, sem hægt er að bregða í bak-
töskuna ef mjög heitt er.
Ef svo ber við að menn taki sér bað á
miðri leið, verða þeir að athuga að vera
okki lengi í vatninu, eigi þeir eftir langan
veg ófarinn. Föt sín eiga þeir að breiða
móti sólinni meðan þeir eru í baðinu.
Hjólreiðar auka mjög matarlystina, en
komi það fyrir, að menn finni ekki til
sultar eftir langa ferð, þá er það merki
þess, að þeir hafa ofreynt sig. Þá verða
þeir að hægja á sér og stytta dagleiðina.
Mun þá brátt verða breyting á, svo að
þeir l'á lystina.
Það er mjög misráðið að hafa með sér
áfenga drykki í hjólreiðaferðum. Það er
margreynt, að þeir sem »styrkja« sig á
áfengjum drykkjum á miðri leið verða
þróttminni og óþolnari en þeir, sem ekki
smakka það í ferðinni. Yið þorsta er ágætt
að blanda saman mjólk og sódavatni.
Þegar heitt er ættu menn að drekka eins
lítið og þeir geta. Bezt er að venja sig
á að skola innan munninn og kverkarnar
og drekka ekki nema nokkra dropa í senn.
Hjólhestarnir þuri'a að vera eins vand-
aðir og kostur er á. Það kemur að vísu
meira við pyngjuna í svipinn lieldur en
ef keyptur væri ódýr hjólhestur, en það
sparar margar krónur þegar á líður.
Þeir sem heldur vilja ferðast á hjól-
hesti en gangandi, ættu ekki að láta neinn
dag ónotaðan þegar góð færð er og gott
veður. Það styrkir lieilsu þeirra og þeir
fá margt fagurt að sjá, sem opin hafa augun
á slíkum ferðum.
Lögmál heilsunnar.
Lög heilsunnar eru fá, einföld og auð-
lærð. Hver maður er fær um að breyta
eftir þeim ef hann vill. Engi veit hvað
átt lieflr fyrr en mist hefir.
Þegar heilsan hefir snúið við mönnum
bakinu, þá berja þeir sér á brjóst og ávíta
sjálfa sig fyrir að hafa ekki gert það, sem
þurfti til þess að halda henni við.
Þessi óskráðu lög hljóða svo: Hreint
loft. Vinna. Böð. Iþróttir. Þeir sem
þessu fylgja verða hraustir, ánægðir og
langlífir í landinu.
Maðurinn er eins og jurt, sem ekki get-
ur lifað án lofts og sólar. Hann getur ver-
ið án fæðu í 40 daga, en hann getur ekki
með góðu móti verið án lofts í 40 sek,
og sé hann fjórar mínútur án lofts er líf
hans ekki túskildings virði.
Dragið andann djúpt (í gegnum nefið),
þegar þið komið út i hreint loft. Loftið
er það lífsmeðal sem hver getur notað
eftir vild og engi þarf að kaupa.
Temjið ykkur jafnan andardrátt. Það
gerir blóðrásina reglulega.
Reiðist ekki, það er ekki samboðið skyn-
sömum mönnum. Það gerir líka andar-
dráttinn óreglulegan, raskar ró ykkar og
gerir því lífið skemmra cn ella.
Farið oft í bað. Það gerir húðina sterlca
og ókulvísa.
Auk hinnar daglegu vinnu þá hafið ætíð
eitthvað til skemtunar, svo sem göngur,
knattleika, hlaup, sund, bækur. Lesið ætíð
eitthvað á hverjum degi í góðri bók.
Notið meðöl náttúrunnar og engi önnur.
Starfið á daginn. Hvílið ykkur á næt-
urnar.