Sumarblaðið - 20.04.1916, Qupperneq 14

Sumarblaðið - 20.04.1916, Qupperneq 14
8 SUMaRBLA&IB- og skynsamlega mynduð. Mun honum mest þökk á, að menn leggi niður gömlu orðin og noti hin nýju í staðinn. Hér koma þá nokkur af þessum nýju orðum: Gömlu orðin Nýju orðin Centra Miðja hnöttinn Kixa Skeika Drop kicking Dettispyrna Grounder Vallspyrna Longpassing Langspyrna Off-side Rangstæður On-side Réttstæður Gera mark Skora mark Straffespark Vítaspyrna Fríspark Aukaspyrna Innkast Innvarp 0 verhead-kickin g Skessuspyrna. Brot. Allir vilja hraustir vera og ánægðir, en fáir vilja nokkuð fyrir þvi hafa. Menn ætlast til að guð sjái fyrir þvi, eins og öðru fleiru. * * Menn hugsa um hunda og hesta, en ekki um sína eigin heilsu. Þeir hugsa ekki um líkamann, heldur klæðnaðinn. Þeir hugsa ekki um að vitkast, en vilja sýnast vitrir. tf *i* * »Maður veit hvað heilsan kostar þegar hún er farin«, segja þeir, sem verða að leita á náðir læknanna. Menn kunna ekki að meta heilsuna fyrr en þeir hafa mist hana. H: * Þegar fólkið hefir fengið sér falskar tennur, fcr það fyrst að nota tannbursta. <i> »Við lifum eins og hinir, sem fara I bað á hverjum degi«, segja þeir, sem baða sig einu sinni á ári, eða koma jafnvel aldrei i vatn alla æfina. Já, þið lifið. En þið þekkið ekki muninn á ykkar lífi og hinna. * * F y r s t á að kenna börnunum heilsu- i'ræði, s v o á að kenna þeim kristin fræði. Z. Verðlaun. Iþróttasamband Islands hefir nýlega veitt þremur félögum verðlaun fyrir áhuga og dugnað. Þessi félög eru: Iþróttafélag Reykjavíkur, Knattspyrnufélagið »Víkingur« og íþróttafélagið »Hörður« í Fáskrúðsfirði. Úti-íþróttir byrja hjá íþróttafélagi Reykjavíkur strax eftir páska. Æfingar verða að minsta kosti tvisvar í viku. Þeir menn sem ekki eru i félaginu en vildu taka þátt í æfing- um þessum, ættu að gefa sig fram við rit- ara félagsins, hr. Einar Pétursson, Hafn- arstræti 16. Leikreglur í. S. f. Allir þeir, sem íþróttir iðka, ættu að eignast leikreglur þær, sem lþróttasamband íslands gaf út i fyrra. Þar eru allar hin- ar gildandi reglur um íþróttir, scm hverj- um íþróttamanni er nauðsyn á að vita. Bókin kostar 50 aura og fæst i bókaverzl- unum. Gjaldkeri í. R., Otto Björnsson, hefir tekið sér ættarnafn og kallar sig hér eftir Otto Bj. Arnar, og er nafn þetta staðfest af stjórnarráðinu. ísafold — Reykjavik 1916

x

Sumarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.