Varðeldar - 01.01.1930, Page 4

Varðeldar - 01.01.1930, Page 4
2 VARÐELDAR NJÓTTU LÍFSINS HLÆGJANDI Þessi heimur, sem við lifum i, þú ocj -jeg, er ákaflega fagur og notalegur heim- ur, ef við bara kynnum að að meta hann rjettilega. Einhverju sinni dreymdi mig að jeg væri dáinn, og þegar jeg kom að hliðum Himnarikis, þá opnaði Sankti Pjetur fyr- ir mjer, og rabbaði við mig fram og aft- ur. Alt í einu segir hann: „Og hvernig teist þjer á Japan?“ „Japan", svaraði jeg, „þangað hefi jeg aldrei komið“. „Hefirðu aldrei komið til Japan? Hvað hefirðu verið að hafast að alla æfi? Veistu þá ekki að heimurinn er til fyrir þig og aðra menn, til þess að skoða hann og njóta hans". og svo smelti hann í lás rjett við nefið á mjer. Við þurfum nú raunar ekki að fara iil Japan til þess að sjá dásemdir náttúr- unnar, ef við að eins erum vakandi og göngum ekki blindandi fram hjá þeim. Gakk þú út, og tak upp fyrsta gras- stráið, sem þú rekst á, og atliugaðu það. Hvar fjekk það hinn dásamlega græna lit sinn? Og hvaðan fjekk það þræði sína, og hæfileika til að taka til sín næringu og drekka, vaxa og þroskast. Ilvar er hægt að finna fegurri og nola- legri tjósgjafa en sólina? Raunar verður hún stundum að þoka fyrir regni og kulda, en hún kemur þó altaf aftur við og við. Þykir þjer ekki gaman að hlusta á fagra hljóma? Mjer þykir það undurgam- an. Er ekki líka indæll, að fá að sofa i mjúku og góðu rúmi, og að borða góðan mat, þegar maður er svangur? Jú, þótt mikið sje af sorgum og áliyggj- um í þesum heimi, þá má saml finna mikið af sólskini og gleði, ef menn aðeins kunna að leila.......................... Og svo þetta. Það er skylda okkar, að láta aðra menn fá þált i gleði okkar, enda tvöfaldast hún við það. Ef að illa Hggur á þjer, og þú ert dap- ur í bragði, þá minstu þess, að þokan víkur fyrir sólinni. Lyftu munnvikunum, ef þau eru farin að síga, og hlæðu. Ef þú getur ekki gert hvorttveggja í senn, að hlæja og flauta, þá skaltu gera það lil skiftis. Og þú munt komast að raun um, að heimurinn er ekki svo slæmur, þegar að alt kemur til alls. Ef þú gelur komið öðr- um mönnum á þá skoðun, þá mun þjer liða enn þái betur. Sólin mun skina að nýju------- og þá rætist úr. Robert Baden-Powell. Skátar á Norðurlöndum. f fyrra — 1929 var tala skáta á Norðurlönd- um svo sem hjer segir: I Danmörku 9850, í Noregi 11800, i Svíþjóð 10120 og á ís- landi 424. Gamall hnútur. Hnútur þessi er notaður bæði af villimönnum í Afriku og af Lapp- lendingum. Skátar hafa gaman af hnútuin, en þennan er vel hægt að læra af myndinni.

x

Varðeldar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Varðeldar
https://timarit.is/publication/539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.