Varðeldar - 01.01.1930, Qupperneq 8
6
VARÐELDAR
hefði það verið ægilega lieiftarlcgt og
ásakandi.
.... Enn þá sest elgurinn við og við.
I fyrra lokkaði liann pilt einn út á veik-
an ís og slapp pilturinn nauðulega í land.
Hann hafði kvalið rjúpu, er hann veiddi
í snöru. .. En aldrei hefi jeg heyrt að
elgurinn hafi leitað hefnda við heiðarlega
veiðimenn.
Nú segir Austlendingurinn sögur af
kynjadýrum og svo tekur Sunnlendingur-
inn við og er ekki sjerlega dauflegur.
Röddin verður lieit og rík af blæbrigðum,
og svipurinn breytist eftir efni sagnanna.
Loks varð jeg að segja sögur af skelja-
skrýmsli, sem búendur í Arnarfirði sáu, er
þeir lágu fyrir tófu á mánabjörtum vetr-
arkvöldum. Jeg reyni að gera fjelögum
minum grein fyrir landslaginu, hrika-
svörtum hamrabeltum, brattri hlíð, með
skriðum og sköflum — og mjórri fjöru og
vindgáruðum firði. Bak við stein í fjör-
unni liggur skyttan, gægist og hlustar og
væntir tófunnar. Máninn varpar fölvu
skini á frosinn sandinn, svartar klappir
og rauðbrúnt þang. Ský dregur fyrir
tunglið — og busl og skrölt heyrist í flæð-
armálinu. Máninn siglir fram undan skýj-
unum, og dýr eitt á stærð við stærstu
liesta fnæsir sjónum úr nösunum, skek-
ur sig harkalega, svo að glamrai’ í skelj-
ungnum, hvessir maurildandi glyrnurnar
og skálmar á land. . .
.. Jeg lýk við sögur mínar — og við
sitjum hljóðir. Við finnum allir, að sög-
urnar sem við höfum sagt eru að minsta
kosti i vissum skilningi sannar. Þær eru
sönn tákn þeirra álirifa, er náttúruöfl-
in hafa á þá, sem vjelar eða tölur liafa
ekki svift næmustu og nautnarikustu
hæfileikum skynfæranna. Og þá er jeg nú
sit hugsandi finst mjer það vera eitt af
velferðarmálum mannanna, að um leið
og hver njóti sem fullkomnastrar fræðslu
um alt, er vjelgengi þessara tima krefur
af hverjum og einum, þá gefist öllum
kostur á að njóta við og við hinna frjófg-
andi og vekjandi áhrifa heiða og skóga,
fjalla og stranda, er mannshönd og menn-
ing liafa eigi breytt eða svift hinum dul-
arfullu en máttugu töfrum sínum. Þau
áhrif eru andleg laug og voldug vernd
gegn andlegri stirnun, einhæfni og óeðli,
sem menningin virðist að öðrum þræði
liafa í för með sjer.
. . Upp úr náttmálum tókum við á okk-
ur náðir. Jeg og Sunnlendingurinn sváf-
um sinn á hvorum bekk, en okkur til mik-
illar undrunar tók Austlendinguriiín
hvílupoka, er var í skáp í anddyrinu. Svo
kastaði liann öðrum vetling sínum hjá
liundinum, sem ætlaði að stökkva upp —
og varð seppi þá rólegur. Síðan hauð
Austlendingurinn góða nótt og fór út.
. . Við sem inni sváfum vöknuðum um
birtingu um morguninn. Við klæddum
okkur, kveiktum eld á arni og fórum út.
Nú var tekið að vinda, og skafrenningur-
inn hvirflaðist um heiðina. Á hæð skamt
frá kofanum stóð Austlendingurinn graf-
kyr á skíðum sínum og studdi hökunni
á stafinn. Mjöllin rauk um hann — og
þarna var liann eins og tákn hinnar heil-
brigðu, þróttmiklu og framsæknu æsku,
sem ekki stígur inn í krána eða danssal-
inn í frístundum sínum, heldur sækir sjer
fjör og heilhrigði til fjalla.
Guðm. Gíslason Hagalín.