Varðeldar - 01.01.1930, Side 17
VARÐELDAR
15
Andvarinn liður, ljúfur og þýður,
blessar og hressir um dali og um strönd
Fram upp til fjalla fossarnir kalla:
finnið og skoðið hin vorgrænu lönd.
Áfram. Andvarar glaðir.
Áfram. Klyfið Tindastól.
Fylkið fjallagestir
Fálkar, Svanir, Þrestir
Fast og djarft mót sumri og sól.
Myndin er af þeim Andvörum á efsta
tindinum.
Væringjar.
Væringjafjelagið í Reykjavik, sem er
elsla skátafjelagið á landinu, telur nú á
annað hundrað fjelaga. Því er skift í sex
sveitir. Fjórar sveitir eru f.yrir skáta á
aldrinum 12—18 ára. Ein svcit fyrir skáta
eldri en 18 ára (Rover) og ein sveit fvr-
Sumarskáli Væringja, Lækjarbolnmn.
ir Ylfinga (skátaefni á aldrinum 8 10
ára).
Starfið á siðastliðnu ári hefir gengið
vel. Flokksæfingar eru lialdnar að stað-
aldri einu sinni í viku yfir vetrarmán-
uðina, og hver helgi notuð á sumrin lil
þess að ferðast um nágrennið.
Fyrir ea 10 árum hyggði fjelagið sum-
arbústað um 17 km. frá Reykjajvík. Þar
heilir að Lækjarbotnum. Þar er allgrös-
ugt, en þó grýtt nokkuð. Sáralitið hefir
verið unnið að jarðræklun við bústaðinn,
þar til á síðastliðnu vori að Væringjarnir
tóku lil óspiltra málanna, og girlu megn-
ið af landspildunni, rifu upp grjót, sáðu
grasfræi og gróðursettu ýmsar trjáteg-
undir. Það er því orðið ólikt blómlegra
þar efra, en áður var, og enn í vor munu
þeir vinna ósleitilega að þvi að prýkka
staðinn.
23 Væringjar tóku þátt í Jaboreeför-
inni síðastliðið sumar og eru þeir, eins
og allir, sem þar voru, mjög ánægðir vf-
ir förinni og segja það heitustu ósk siua
að komast einnig á næsta Jamboree, sem
haldið verður 1933.
Ernir.
Skátafjelagið „Ernir' er stofnað 1. april
1924. — Álti fjelagið mjög erfitt upp-
dráttar í fyrstu, bjuggust vísl fáir við að
það skrimti af árlangt. Ekkert fje átti
fjelagið og húsrúm til æfinga ófáanlegt,
nema fyrir eðallyndi hr. Fr. Hákanson
þáverandi eiganda Iðnó, sem leyfði okk-
ur að hafa þar nokkrar æfingar fyrsta
verið. Samt eignaðist fjelagið fljótlega
fána og góða stöng með lilju, var liljan
gjöf til fjelagsins frá Skátahöfðingjanum
núverandi, en stöngin er frá Gisla Jón-
assyni kennara.
„Ernir“ voru við stofnsetningu 12 að
tölu, en fjölgaði svo jafnt og þjett, og er
nú annað stæi'sta skátafjelag á landinu,
en fjórða að aldri.
Þegar fyrsta árið var liðið má segja að
örðugasti hjallinn væri yfirstiginn, enda
færðist j)á meira líf í fjelagsskapinn.
Kenslu nutu „Ernir“ lijá þeim ágætis-
mönnum, skátahöfðingjanum A. V. Tuli-
nius og lir. lækni D. Sch. Thorsteinsson,
þeim tveim mönnum sem mest og best
hafa slarfað fyrir ísl. skáta og hreyfing-
una i lieild á íslandi.
Svo mikinn áhuga hafa jiessir skáta-
vinir sýnt, og þó sjerstaklega skátahöfð-
inginn, fyrir velgengni Arna, að mikið
má þakka þeim hvernig til tókst.
Brátt liófst framkvæmd jiess, er mestan
tíma hefir tekið fyrir fjelögunum síðan
1928, sem sje bygging sumarbústaðarins,
sem lijer fylgir mynd af, og hefur mest-
megnis verið byggður af skátum í frí-
stundum þeirra.