Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 6
6 Þ J Ó Ð M Á L AUKIN AFSKIPTI B0R6ARANS AF SKIPULA 6SMÁL UM Framsöguræða Steinunnar Finnbogadóttur, borgar- fulltrúo fyrir sameiginlegri tillögu borgurfulltrúa allra vinstri flokkanna um skipulagsmúl í borgur- stjórn Reykjavíkur Skipulagsmál eru mikið fagmál, þar vegur þungt hið fræðilega — en einnig innihaldið, hugkvæmnin sjálf. Því er nauðsynlegt og við leggjum áherslu á það í til- lögum okkar, að borgurunum gefist kostur á að tjá sig um skipulagshugmyndir á hinum ýmsu stigum þess. Þetta er svo nauðsynlegur lífgjafi í málið, að ofurþungi fræðinnar og speki þeirra, er við treystum best fyrir þessum málum vegna menntunar sinnar má ekki fæla borgarana frá því að reyna að mynda sér sjálfstæðaf skoðanir á þessu sem og öðru því, er mjög snertir hvem einasta mann í borginni. Endurskoðun skipulags Fyrsti liður í tillögum okkar, er um nauðsyn þess, að heildar- cndurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur frá 1962 fari fram á næsta ári. Aðalskipulagið er byggt upp á forsögn um íbúatölu á höfuðborgarsvæðinu. Á árinu 1962 var kosið að miða enda skipulagstimabilsins við það ár, sem höfuðborgarsvæðið hefði 150 þúsund íbúa. Þetta reyndist sam- kvæmt mannfjölgun þá vera árið 1983. Aðrar stærðir í skipulag- inu, t. d. fjölgun bifreiða og um- ferðarálag voru reiknaðar út frá þessum grundvelli. Er sú aukn- ing á hverju ári um 10 bílar á 1000 ibúa. Að auki eykst bif- reiðafjöldinn árlega á hverja 1000 íbúa. f heild var gert ráð fyrir 2,8 faldri aukningu bif- reiða á 1000 íbúa árið 1983 mið- að við 1962. Það þýðir um 370 bifreiðir á 1000 íbúa eða 55,500 bifreiðir á höfuðborgarsvæðinu einu árð 1983. Gerum ráð fyrir, að fólksfjöldaaukningin verði eitthvað meiri en undanfarin 2—3 ár eða að meðaltali 1,2% (svipað og önnur vestræn lönd). Og gerum við ennfremur ráð fyr- ir, að aukning bifreiða haldi svo áfram eins og síðustu 10 ár gefa til kynna eða 10 bifreðir á 1000 íbúa á ár, verða árið 1983 um 125 þúsund manns og 44,500 bif- reiðir á höfuðborgarsvæðinu. En nú mun um 11 þúsund bifreiðum færra en gert var ráð fyrir í forsögninni, sem aðalskipulagið byggist á og hefur hún því að þessu leyti farið um 20% fram úr útreiknanlegum lokatölum. Það er f sjálfu sér engin goðgá, þö að forspáin hafi ekki verið rétt f byrjun, en það þarf bara að endurskoða forspána og út frá henni skipulagið allt. Slfk endur- skoðun kemur að vísu nokkuð seint nú, er nær helmingur skipu lagstímabilsins er liðinn, en því vandasamari verður endurskoð- unn aðeíns. Þessara heimildir hef ég m. a. úr einni ágætri grein eftr ungan arkitekt, sem birtist í Morgunblaðinu. Annars er það um endurskoð- un aðalskipulagsins að segja, að skv. lögum eða reglugerð á að endurskoða aðalskipulagið á 5 ára fresti og hefði það því átt að gerast fyrir þrem árum. En auð- vitað eru lögin vegna nauð- synjarinnar og þvi brýnt, að þau séu virt, en eins og borgarfull- trúar vita byggist skipulag m.a. á forsögn, sem mötuð er af gagna söfnun, þegar forsögn reynist eins og hér er ekki rétt, hlýtur það að vera augljóst að skipulag er þá ekki nema nafnið eitt. En hvað er þá rangt í forsögninni? Það hefur þegar verið Vikið að forsögn umferðarmála, en við það bætist, að forsögn íbúðar- þarfar hefur heldur ekki staðist. Vitað er að Breiðholtshverfi verður fullbyggt á næstu 2—3 árum, en aðalskipulagið gerði ráð fyrir, að svæðið nægði fram til 1983. Hlutföll hinna ýmsu þátta í for spánni hafa raskast, en þetta sýn ir, að óraunhæft er að miða skipulagstíma við íbúafjölda eins og hér var gert, heldur miða það við ákveðið árabil, t. d. 10 ár, sem þarf að vera styttra eftir því sem byggingarþróunin er hraðari svo sem hér hefur verið. Þessir tveir þættir, aukning farartækja og íbúðarþörf, auk breytinga, sem þegar hafa orðið í framkvæmd skipulagsins i reynd, ættu að nægja til þess, að allir sjái nauðsyn endurskoðun- ar, en í reynd er það margt fleira eins og t. d. ný viðhorf til göngusvæða í borg og ný viðhorf til blandaðrar byggðar. Að sjálf- sögðu þarf einnig að ákveða strax nánar með nýtingu á svæð- unum með sundunum í átt að Mosfellssveit, þar sem þegar er ljóst, að núverandi íbúðarsvæði eru að verða fullnýtt. Það er mikilvægt, að heppileg- asta lausn fáist fram í skipulagi. En skipulag er það viðamikið og margþætt verkefni, að þegar búið er að taka ákvörðun um gerð þess, þá verður því vart breytt. Sjálfsagt er að hafa samkeppni um gerð skipulags oftar en hing að til. í tillögunni er vikið að því að leita til fleiri sérfræðinga en verið hefur, en það er að verða æ ljösara, að félagsvísindin þurfi að hafa hönd í bagga með gerð skipulags — þetta má m. a. merkja af því, að arkitektum nú á dögum finnst skorta á í þessum efnum og er ekki ástæða til að ætla að þá sé langt gengið. Hugsum okkur Breiðholtið, sem nú er vegna stærðar sinnar, cinhæfni og einangrunar að slá skapara sína í andliti. Hefði þessi byggð ekki orðið eyðilegri heim- kynni íbúanna ,ef félagsvísindin hefðu verið tekin þar inn í mynd ina frá byrjun. Þetta á að sönnu ekki eingöngu við um Breiðholt — því fer fjarri. Hér er öfugt farið — í stað þess að fyrirbyggja félagslegu vandkvæðin — þá er viðfangsefnið nú að bjarga því sem bjargað verður. Skipulagsl/ðræði Þama getur margt haft áhrif til bóta svo sem skipulagslýð- ræði, sem er þáttur hins al- menna borgara til að hafa áhrif á mótun skipulagsins. Þó að skipulag sé lagt fram, þá hefur borgarinn ekki næga þekkingu og kunnáttu til þess að benda á gallana. Þvi væri eðli- legt, að borgaryfirvöld kæmu því inn í reglugerð skipulags, að ein- hver útnefndur hópur fólks fengi undirstöðuupplýsingar um skipu lag og gerði svo sínar persónu- legu athugasemdir, svo sem á umræðufundum með skipuleggj- endum. Nú er þetta að sjálfsögðu ekki eina leiðin, til þess að ná til borgaranna í þessum efnum — reynd hefur verið sú leið, að ég held með góðum árangri, við gerð aðalskipulags Isafjarðar- kaupstaðar, að gefið hefur verið út kynningarblað, þar sem sýnd- ir eru ýmsir möguleikar, og ibúum þar með gefinn kostur á, að fylgjast með verkinu og ræða um það á opnum fundum. Eldri borgarhverfi Uppbygging eldri borgarhverfa er að verða æ hærri í hugum manna og það mun mála sannast, að svo hafi tekist til við deili- skipulag gamla miðbæjarns, að flest sérkenr.i hans hafi verið af- máð og væri hægt að segja, að þar hafi farið fram eins konar dauðhreinsun á byggðinni. Nú eru fyrir hendi tillögur um varð- veilu eldri húsa, gerðar af þeim Herði Ágústssyni og Þorsteini Gunnarsyni, arkitektum, sem taka verður tillit til í þessari skipulagstillögugerð. Mat manna á gldi eldri borgar- hverfa hefur breytzt mikið hin Loftmynd af miðbæ Reykjavíkur. Fyrir áramót kynntum við hér í Þjóðmálum allar sameiginlegu tillögur borgarfulltrúa vinstri flokk- ana í borgarstjórn Reykjavíkur í hinum ýmsu mála- flokkum, er lagðar voru fram við undirbúning fjár- hagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 1974. í skipulagsmálum var nú flutt ýtaarlegri tillaga en áður í þessum mikilvæga málaflokki og var skemmtilegt að það skyldi vera kona, sem talaði fyrir þessu máli. Hvetjum við lesendur til þess að kynna sér þessi mál, en aukin afskipti almennings af þeim er nauðsyn, því að þau varða alla. síðari ár. Nú er vitað, að íbúa- tala hefur farið mjög fækkandi í eldri borgarhverfum — þær upplýsingar liggja m. a. fyrir í aðalskipulagi, en þar er gert ráð fyrir, að slík þróun haldi áfram og þar verði engu um þokað — en sem betur fer þarf það ekki að vera svo — því án mótaðgerða leiðir þetta til niðumíðslu hverf- anna og þangað safnast einhliða félagslegur hópur, sem er mjög óæskilegt og hleður utan á sig félagslegum vandamálum. 1 þess um hverfum er staðsettar marg- ar þjónustustofnanir, s. s. skól- ar og sundlaugar svo eitthvað sé nefnt, sem nýta mætti mun bet- ur, því er rétt að snúa sér að því verkefni, að auka aftur fjölda íbúa þessara gömlu hverfa með enduruppbyggingu þeirra. Sú stefna, sem ríkt hefur að undanförnu, að flytja gömul og merk hús í Árbæjarsafn í svo ríkum mæli sem verið hefur, hlýtur að þurfa að taka enda — bæði er gildi hússins orðið ann- að, skilið úr sínu fyrra um- hverfi — svo og lítill eða enginn möguleiki til að nýta húsið — og finnst mér þá frekast koma til að vernda ákveðna borgarhluta sem næst sinni fyrri mynd. Og er okkur þá efst í huga varð- veizla og endurbygging Grjóta- þorpsins — með þeim hætti t. d. að flytja þangað eldri hús í svip- uðum byggingarstíl og þau, sem fyrir voru svo og byggja ný í sama anda, svo sem henta þætti Þetta ætti að vera sérstakt áhuga efni þeim aðilum, er gera sér tíðrætt um hið manneskjulega umhverfi. Það er rétt að þetta myndi skapa manneskjulegt um- hverfi um leið og varðveittur er menningararfur — þar við bæt- ist, að Grjótaþorp er i hjarta borgarinnar og gæfi það mögu- leika á f jölbreyttri nýtingu þess- ara húsa. Árbæjarsafn er staðreynd, sem starfrækja þarf svo myndarlega sem unnt er — en ekki ætti að flytja þangað hús nema í undan- tekningartilfellum, nema að horf ið yrði að þvl að nýta húsin þar á staðnum. Það sem ýtir sérstak- lega á eftir því, að lagðar verði fram heildartillögur um fram- tíðargerð gamla miðbæjarins nú týna þessi gömlu hús óðum töl- unni hér í borginni, því hið ó- endurskoðaða deiliskipulag ýtir undir ,það. Þétting byggðar á borgarsvæðinu hlýtur að vera hagkvæm bæði hvað snertir stytt ingu ökutíma íbúanna að og frá vinnustað og orkusparnað af

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.