Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 7
þjoðmál 7 sömu sökum, og þá frekar horf- 'ið frá forgangi einkabílsins sem núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Göngusvæði Varðandi ályktun okkar um framtíðargöngusvæði er það að segja, að hin fyrsta reynsla af göngugötu í Reykjavik liggur nú fyrir varðandi Austurstræti og í ljós kom, að 93% þeirra, er lýstu skoðun sinni um friðun götunnar vildu, að hún yrði svo áfram, það hve vilji borgaranna annars veg- ar og ráðandi borgaryfirvalda, hins vegar rakst á með þeirri ákvörðun að opna götuna að hluta á ný fyrir allri umferð er lítt skiljanleg — enda mun ég ekki gera tilraun til þess að skýra það hér og nú. — En hitt er ljóst ,hvert þróunin stefnir í þessum málum og nauðsyn ber til, að tillit verði tekið til þess við skipulagsgerð, hvaða svæði næst gerð að göngusvæðum. Því segjum vð í ályktunartillögu okk ar, að þar tiltekið svæði verði í fyrirrúmi sem göngusvæði í fram tiðinni. Þess þarf vart að geta, að sjálfsögðu yrði séð fyrir að- keyrsluæðum til flutninga á vörum, svo og ferðum sjúkrablla og slökkviliðs o. s. frv. Stækkun göngusvæðis í mið- borginni hefur í för með sér tafir og vissa erfiðleika fyrir strætisvagna borgarinnar, m. a. af því leggjum við til, að Lauga- vegur verði eingöngu akbraut strætisvagna, en að öðru leiti göngugata. Jafnframt krefst stórt göngusvæði nægra bíla- stæða í næsta nágrenni og því þarf einnig að ætla svæði í skipu iagi. Bezta lausnin væri að íhuga bifreiðageymslur á mörgum hæð- um, því þyrfti borgin að athuga, hvort hagur væri í að veita ein- hvers konar fyrirgreiðslu þeim aðila eða fyrirtæki, sem hefðu áhuga á að reisa slík hús annað Bergur Sigurbjörnsson: Er tæknistéttin hemill í menningarsókn þjóðfélagsins? hvort einir eða í samvinnu við aðra. Hraðbrautarkerfi Endurskoðun á hraðbrautar- kerfi miðbæjarkjarnans er nauð- synleg. Umferðartalning í aðal- skipulagi bendir á, að hlutfalls- lega sé lítil umferð þvert á mið- bæinn nokkurn veginn frá norðri til suðurs, endu að síður er gert ráð fyrir tveimur hraðbrautar- tengingum í gegnum gamla mið- bæinn. Þar sem miðbærinn er endastöð eða takmark langflestra ökumanna vegna stöðu sinnar í borginni, þá verður ekki séð sú nauðsyn að beina miklum um- ferðastraumum í gegnum hann. Hvorttveggja er, að þessar um- ferðaæðar lýta hann til mikilla muna og skapa um leið óþarfa röskun og óþarfa kostnað fyrir borgina, sama gildir um tengi- brautina í austur og vestur milli Grettisgötu og Túngötu annars vegar og Hverfsgötu og Tryggva- götu hinsvegar. Eðlilegra verður að teljast, að umræddar hrað- brautir e'ndi við miðbæinn og þá við stór bílageymsluhús og að tengibrautirnar falli niður í þeirri mynd, sem fyrirhugað er í aðalskipulagi — þar sem að Hringbraut og Skúlagata með framhaldi yfir Geirsbrú geta fullkomlega annað umferð milli austur- og vesturhluta borgarinn- ar. Síðan aðalskipulag var gert 1962 hefur fengizt mikilvæg reynsla á sviði umferðarmála — áður var ríkjandi sú stefna, að breikka götur, menn héldu sig þannig mæta bezt umferðarálag- inu — en nú hefur komið, í ljós, að breikkun gatna veitir að- eins tímabundna lausn, og ef endalaust er haldið áfram á þeirri braut — þá gæti Reykja- vík orðið innan tíðar ein breið gata, svo ekki horfir sú lausn vel og því ekki að ástæðulausu, að bent er á nauðsyn þess að at- huga þessi mál mjög alvarlega. Nýr miðbær 1 tillögum okkar er m.a. vikið að hinum fyrirhugaða miðbæ við Kringlumýr. Eins og byggðin hefur þróast á undanfömum ár- um, og hverfin risið hraðar en ætlað var, er orðið ljóst, að mið- bærinn svokallaði við Kringlu- mýrarbraut getur ekki orðið nein allsherjarlausn á þeirri brýnu þörf að þjóna íbúðarsvæðum borgarinnar, sem verzlunar-, menningar- og þjónustumiðstöð — það hlýtur að teljast sjálf- sögð krafa, að slíkir miðbæjar- kjarnar séu í hæfilegri fjarlægð frá Ibúðarhverfunum. Það er ekki nægilegt, að þjónustukjam- ar, sem uppfylla aðeins brýnustu þarfir séu til staðar í borg sem Reykjavík. Þarfirnar eru fleiri og því þarf að sjá til þess, að öllum ibúum borgarinnar sé gert sem jafnast undir höfði í því að göfga anda sinn, en þeir hafa með núverandi stefnu æ lengra að sækja í menningarstofnanir. Þess vegna ályktum við svo, að hinn fyrirhugaði miðbær við Kringlumýri hafi nógu verkefni að sinna, þó verulega verði dreg- ið úr stærð hans, enda má með því draga úr stærð umferðar- mannvirkja við hann, sem verða með ólíkindum skv. skipulagi og kostnaðurinn svimandi. Þessi miðbær er hreint ekki svo lítill kapítuli, sem rétt er að skoða vel. í hinu upphaflega aðalskipu- lagi er ekki gert ráð fyrir íbúða byggð I miðbænum, en ánægju- legt er að vita, að nú mun nokk- ur áhugi, að ég held, hjá borgar yfirvöldum og skipulagsmönn- um á því, að byggðin innihaldi Framhald á bls. 10 Skattgreiðendur í þjóöfélag- inu hafa lagt á sig ómældar fórnir fyrir sókn þjóðfélagsins til aukinnar menningar. (Skatt- svikarar eiga þar engan góðan hlut að máli). í vasa heiðar- legra skattgreiðenda eru sóttir peningar til að byggja fyrir skóla, sjúkrahús o.s.frv. Hver menntamaður, sem notið hefur ókeypis skólavistar og kennslu (auk námslána upp á síðkastið) stendur þannig, ef grannt er gáð í mikilli óbættri skuld við það fólk, sem greitt hefur skatta, jafnvel af þurftartekjum (ekki skattsvikara), til þess að hann mætti njóta menntunar, e.t.v. allt fram undir þrítugs- aldur. Og þá væri sagan um kálfinn og ofeldið vissulega að endurtaka sig, ef einhverjar stéttir menntamanna torveld- uðu, beint eða óbeint tilraunir þjóðarinnar til almennrar menningarsóknar fram á við, eða gerðu þá sókn fórnfrekari en áður, í stað þess að létta þjóðinni fórnirnar í þessari stöðugu og þungu sókn og greiða á þann veg vextina af skuld sinni við skattgreiðand- ann. Það vantar skóla og sjúkrahús. Fyrir nokkrum árum vaknaði þjóðin upp við þann vonda draum, að hana vantaði tilfinn- anlega skóla og sjúkrahús. Fyrst ráku menn augun í það, hvað heiftarlega strjálbýlið hafði orðið útundan í þessum efnum, síðar fór Stór-Reykja- víkursvæðið að rekja raunir sínar einnig. Framsýnir og góðviljaðir menn vildu rjúka til og eyða þeim vanda, að sjálfsögðu með því að þyngja skattana á al- menningi til að afla nauðsyn- legs fjármagns. Var þá að sjálfsögðu byrjað á því að leita til langskólaðra tæknimanna til að „Hanna ’ Hér skulu sýndar fjórar síð- ustu línurnar úr hugsuðum kostnaðaráætlunum tækni- mannanna. A. skóii: Byggingarkostnaður alls 540.0 millj. Ófyrirséð 10% 54,0 millj. kr. 594.0 millj. Teikningar og umsjón 10% 59.4 millj. kr. 653.4 millj. B. Sjúkrahús. Byggingarkostnaður alls kr. 800.0 millj. Ófyrirséð 102 80.0 millj. kr. 880.0millj. Teikningar og umsjón 10% kr. 88.0 millj. kr. 968.0 millj. Sé litiö á þessar hugsuðu töl- ur verða nokkrar aðstaðreyndir alveg augljósar á stundinni. 1. Dásmið gengur ekki upp. Þjóðin getur einfaldlcga ekki leyst vandamálið á: þcim tíma, sem til stefnu er. 2. Það merkir svo aftur, að að byggingartíminn verður ó- hóflega langur og bygginga- kostnaður meiri en annars hefði orðið. 3. Þeir sem áttu að njóta bygginganna, skóla, sjúkra- hús, geta það ekki. Það hefur svo áhrif á líf þeirra og lífs- gengi þannig ,að þeir fá ekki notið þess menningarlífs, sem til var ætlast og að stefnt. 4. Það er eitthvað meira en lítið að, þegar kostnaður við tcikningar og umsjón með bygg ingu eins húss nemur milljöna- tugum, eða nálgast 100 milljón- ir króna. Dragbítur á menningarsóknina. Þjóöfélagið hefur meö vax- andi þunga lagt áherzlu á tæknimenntun síðustu árin. Ætli verkfræðideildin sé ekki dýrasta deildin í Háskóla ís- lands o.s.frv.V Þetta var gert I því skyni að gera allar tækni- og verkframfarir í þjóðfélag- inu ódýrari en þær áður voru en ekki dýrari. Markmiðið með tæknimenntuninn var ekki það það eitt að bæta nokkrum milljónatugum ofan á þann ..byggingakostnað“, sem fyrir var, handa tæknistéttunum. Markmiðið var að hinir tækni- menntuðu menn fleyttu inn í landið aðferðir og nýjungar annarra þjóða til að LÆKKA, kostnað allra þeirra fram kvæmda, sem við þurfum að ráðast í menningarsókn þjóð- félagsins. Tæknimennirnir áttu að verða lyftistöng þessarar sóknar, en ekki dragbítur á hana. Fyrir 50—60 árum hand- prjónuðu ömmurnar öll sokka- plögg o. fl. ömmurnar 1 dag handprjóna hverja einustu gera það ekki vegna þess, að það er ekkert vit 1 þvi. En við erum enn í dag að byggingu satt að segja, þó að nágrannaþjóðir okkar (t.d. Svi- ar) verksmiðjuframleiði staðl- aðar byggingar, 30—40% ódýr- ari en þessar „handprjónuðu'1 framkvæmdir okkar. í því sambandi er rétt að undirstrika, ef einhver veit það ekki, að byggingartækni í ver- öldinni er komin á svo undra- vert stig, að það er tænkilega framkvæmanlegt að verksmiðju framleiða hús, sem þola ís- lenzka veðráttu, þó að það sé auðvitað MESTA veðrátta í heimi). Frystihúsakonurnar og skeiðklukkan Ásamt mörgu öðru höfum við lagt í kostnað við að mennta hagræöinga, m. a. til að láta þá standa með skeiðklukku yfir konum, sem vinna í frystihús- um og tímamæla afköstin til að búa síðan til bónuskerfi o. fl., sem sumir kalla nútímabúning á þrælahaldinu frá bernsku- dögum iðnbyltingarinnar. Þesar konur, sem nú eru eitt allra dýrmætasta vinnuaflið f þjóðfélaginu (þó að einar haldi þær að sjálfsögðu ekki uppi þjóðfclagi frekar en aðrar stéttir), höfðu ekki 120 kr. í kaup á tímann þegar þetta var. En ég hefi þessa tölu vegna þess að verkfræðingar tóku um 1200 kr. á tímann fyrir síðustu vísitöluhækkun og það snertir æði mikið þær tölur sem að framan er brugðið upp og þá þróun, sem hér er tæpt á. Nú hlýtur að vakna hjö mörg- um sú spurning, hvort ekki væri ástæða til að senda hag- ræðingana með skeiðklukkuna og láta þá mæla, hvað margar „effektivar" (raunverulega unn ar) mínútur við fáum út úr hverri klukkustund verkfræð- ings, sem við greiddum á s. 1. sumri með 1200 kr? Lögbinding hámarkslauna. Nú stendur yfir vertíð kaup- krafa og kjaradeilna, sem í sannleika sagt er ekki annað en krafa um meiri verðbólgu, þegar undan eru skildir lág- launa hóparnir,' konurnar bak við skeiðklukkuna og nokkrir aðrir. Samtímis búum við að því, sem við enn teljum okkur trú um, að sé vinstristjórn. Hvern- ig væri nú að þessi stjórn tæki á sig rögg og sannaði þar í eitt skipti fyrir öll, að hún VÆRI vinstri stjórn og lögfesti hámarkskaup í landinu, t. d. 1000 kr. sem hámark á tímann og eins og t. d. 100 þús kr. mánaðarlaun og hækkaði svo lágmarkslaunin? Ef hún gerði það yrði örugg- lega mikill og almennur fögn- uður í landinu. Ef einhverjir of okkar svo- nefndu langskólagengnu mönn- um eru svo alfarið ekkert ann- að en mammonsdýrkendur, að þeir launuðu þjóðfélaginu þær fórnir, sem það hefur á sig lagt þeirra vegna, og i upphafi er að vikið, með því að flýja af þeim sökum land og leita þannig á fengsælli peningamið, þá boðar það þjóðfélaginu i heild minni ótíðindi, þegar yfir lengri tíma er litið, heldur en sá veruleiki, sem hér hefur, með alltof fáum orðum, verið reynt að bregða upp mynd af.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.