Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 10

Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 10
10 ÞJOÐMÁL Menntamálaráðuneytið, 2. janúar 1974. Laust sem forseti íslands veitir Prófessorsembætti I byggingarverkfræöi I verkfræöi- og raunvísindadeild Háskóla tsiands er laust tii um- sóknar. Fyrirhugaðar kennslugreinar eru skipulag bæja, sam- göngutækni ásamt vatnsveitu,- hitaveitu- og holræsa- gerð. Umsóknarfrestur til 2. febrúar 1974. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, sem þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. HÚSNÆÐISMALASTOFNUN ríkisins áœmrn Arkitektar — Byggingafræðingor Tæknifræðingar — Verkfræðingar Tæknifræðingar Húsnæðismálastofnun rikisins óskar eftir að ráða til sin tæknimenntaða menn til starfa á teiknistofunni, upp úr áramótum, eða á komandi vori. Skriflegar umsóknir, er geti um menntun og fyrri störf sendist til afgreiðslu blaðsins fyrir 15. janúar næstkomandi merkt. HÚSIMÆÐISMALASTOFIMUN ríkisins LAUGAVEGI77, SÍMI22453 Viðlagasjóður auglýsir Útborgun 2.áfangagreiðslu bóta fyrir ónýt hús i Vestmannaeyjum hefst mið- vikudaginn2. janúar 1974. Þeir, sem óska eftir að fá greiðslu sina senda til Vest- mannaeyja láti vita um það á skrifstofu Viðlagasjóðs, Tollstöðvarhúsinu i Reykja- vik fyrir áramót. Viðlagasjóður RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Staða LÆKNARITARA við hand- lækningadeild LANDSPÍTALANS er laus til umsóknar nú þegar. Laun við fulla starfsþjálfun eru samkvæmt 13. launaflokki starfs- manna rikisins. Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna Eiriksgötu 5 fyrir 8. janúar n.k. Reykjavik 8. jan. 1974. SKRIFSTOFA RlKISSPÍTALANNA EIRlKSGÖTU 5,SlM111765 Faxi skrifar: Vestmannaeyja- skip á árinu 1974 Fyrir um það bil þremur ár- um var mikið um það rætt í Vestmannaeyjum, að nauðsyn- legt væri að koma á daglegum skipsfcrðum milli Vestmanna- eyja og Þorlákshafnar. Fundir voru haldnir um málið og ýms- ir skrifuðu í blöð um nauðsyn þess að hrynda málinu í fram- kvæmd þegar í stað. Nokkru fyrir eldgosið voru uppi bollaleggingar og fyrirælt anir um frekari aðgerðir til undirbúnings þessu mikla hags- munamáli. Ýmsir liðtækir áhugamenn unnu að því að kynna málið meðal áhrifa- manna innan þings og utan og stuðningur ráðamanna og áhugi virtist ótvíræður. En svo kom eldgosið og allt sem því fylgdi. Síðan hefur lítið verið rætt um Vestmanna eyjaskip. Nú virðist hins vegar að tími sé kominn til að taka þetta mál upp að nýju. Uppbygging Vestmannaeyja hefur ■ gengið mun betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona, og það þrátt fyrir enda- laus afglöp stjórnar Viðlaga- sjóðs. Það mál verður tekið til rækilegrar meðferðar þegar þar að kemur. Á fundi sem haldinn var í bæjarstjórn Vestmannaeyja nú fyrir stuttu var bent á, að hafn- arskilyrði væru sennilcga hvergi betri á fslandi en ein- mitt í Vestmannaeyjum. Þetta kemur mönnum reyndar ekki á óvart. Þó er nauðsynlegt að gera ýmsar lagfæringar á Vest- mannaeyjahöfn og athafna- svæðisins og fiskvinnslustöðv- anna við höfnina. Ef rétt er að þessu máli stað- ið á Vestmannaeyjahöfn að nýju eftir að verða stærsta og besta útgerðarhöfn landsins, sem mun um ókomin ár eiga eftir að færa þjóðarbúinu dýr- mætan auð. Að þessu ber að stefna án þess að hika. Hraðskreitt skip í daglegum ferðum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar er ekki bara hagsmunamál Vestmannaey- inga. Þetta er hagsmunamál þjóðarinnar í heild þess vegna ber að vinna markvisst að því að Vestmannaeyjaskip verði að verulcika strax á þessu ári. Skipulagsmál Framhald af bls. 7 íbúðir, það er ánægulegt — þvi fleiri íbúðir, því betra. Við leggjum áherzlu á, að við skipulag nýrra íbúðahverfa verði gert ráð fyrir léttum, hreinlegum iðnaði í hverfunum. Þetta þjónar þvi mikilvæga atriði að auðvelda sem flestum að komast út í at- vnnulífið, þó ekki væri nema 1 hálfs dags starf — og um leið að nýta það vinnuafl — sem annars máske ekki kæmist til starfs vegna fjarlægðar vinnustaðarins frá heimilinu. Samvinna við nágranna Með bitra reynslu í huga telj-! um við rétt, að gerð verði 10 ára áætlun um framtíðarbyggingar- svæði bæði til íbúðabygginga og iðnaðar. Jafnframt verði leitað til nágrannasveitarfélaganna um nánari samvinnu við skipulagn- ingu höfuðborgarsvæðins og | einnig leitað samvinnu um land- nýtingu og framkvæmdir við ný byggingarsvæð. Reynslan af núverandi aðal- skipulagi hefur sýnt, að ekki j gefst vel að miða skipulagstíma- bil við íbúatölu. Með núverandi íbúafjölda og viðmiðunartölunni j 150 þúsund íbúar þar, ætti aðal- skipulagið að ná til ársins 1995 að ég ætla, en ekki ársins 1983. Því verður að telja eðlilegra að miða skipulagstímabilið við ákveðinn árafjölda eins og t. d. 10 ár. Með tilliti til þess, að endurskoðun aðalskipulagsins á nú að fara fram og hún mun, ef að líkum lætur taka nokkur ár, þá þarf nú þegar að gera áætlun um framtíðarbyggingarsvæði borgarinnar. Þegar Breiðholts- hverfin eru fullbyggð eftir 2—3 ár, verður nýtt byggingarland að vera til staðar. Til þes að þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu verði eðli- leeg og samfelld, þarf nú þegar að leita til nágrannasveitarfélag- anna um sameiginlega uppbygg- ingu allrar heildarinnar. Nú mun það runnið upp fyrir ýmsum að bygging íbúðarhverfa í landi Korpúlfsstaða er mörgum ann- mörkum háð og því kostnaðar- söm, og þó farið yrði út í að byggja Keldnaholtið, sem er út af fyrir sig gott byggingarland, þá yrði það bráðabirgðalausn. Mun eðlilegra væri að nýta þau byggingarsvæði betur, sem ná- grannasveitarfélög eiga enn ó- byggð og losna þannig úr þeim fjötrum, sem nú blasa við, og fá um leið tíma til að vanda til hinnar varanlegu lausnar. Laust starf lyfjafræðings Staða lyfjafræðings við Lyfjaeftirlit rikisins er laus til umsóknar. Umsóknir sendist ráðuneytinu, sem veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 1974. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 2. janúar 1974. Hér meö er vakin athygli á ákvæðum reglugerðar um orlof um skil orlofsf jár. Þeir launagreiðendur, sem ekki hafa enn gert að fullu skil fyrir árið 1973 eru beðnir að gera það nú þegar og í síðasta lagi 10. þessa mánaðar. Greiðslum er veitt móttaka á póststöðvum á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. þ::, w PÓSTUR OG SÍMI Póstgíróstofan

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.