Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 12

Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 12
pjifimiil Hæsta hlutfall vinninga hjá Happdrætti Háskólans 40 ór liðin fró stofnun þess Marta B. Guðmundsdóttir, umboösmaður happdrætt isins á Stokkseyri ásamt vinningshöfum, talið frá vinstri: Kristin Tómasdóttir, Viktor Tómasson, Hörður Pálsson og kona hans Margrét Sturiaugsdóttir. Þetta er annað árið í röð sem stórir vinningar koma í umboðið hjá Mörtu. Vinnlngshafarair frá Vestmannaeyjum. Umboðsmað urinn Sveinbjöra Hjálmarsson og kona hans eru sitt hvoru megin á myndinni. Þeir heppnu voru Áki Heinz Haraldsson og Þorkell Guðmundsson. Happdrætti Háskóla íslands á um þessar mundir fjörutíu ára afmæli, en Háskólinn fékk einkaleyfi til happdrættisreksturs 1. janúar 1934 samkv. lögum frá 3. maí 1933 og bréfi fjármálaráðuneytisins 4. júlí sama ár. Guðlaugur Þorvaldsson rektor, Gréta Jónsdóttir frá Isafirði, sem hlaut stóran vinning, og Páll H. Pálsson forstjóri happdrættisins. 1 árlegu hófi sem stjórn happ- drættisins heldur fyrir þá sem hæsta vinninga hafa hlotið, kom þetta fram meðal annars: Á þessu fjörutíu ára tímabili hefur Happdrætti Háskólans staðið fjárhagslega undir mest- um hluta framkvæmda í þágu Háskólans og miklum hluta fram kvæmda i þágu rannsóknastofn- ana ríkisins, en til þeirra rennur 20% einkaleyfisgjald, sem Happ- drætti H.í. greiðir 1 ríkissjóð. Alls hefur Happdrætti H.í. greitt á 5. hundrað milljónir kr. til þessara framkvæmda á þessu fjörutíu ára tímabili, en það mun láta nærri að vera 1.100— 1.200 milljónir króna á núvirði, ef miðað er við breytingar á byggingavísitölu, eða hátt i 30 milljónir króna að meðaltali á ári. Á fjárlögum ársins 1974 er áætlað, að Happdrættið greiði til Háskólans og i ríkissjóð rennur til rannsóknastofnana) 105,5 millj. kr., en þar af eru 85—90 millj. kr. af væntanlegum rekstr- arhagnaði ársins. Þetta sýnir, að Happdrætti H.í. hefur sótt mjög í sig veðrið, þar sem væntanlegt framlag þess til framkvæmda á næsta ári er um það bil þrefalt meðalframlag síðustu 40 ára, reiknað á sama verðlagi. Til þess að þessu marki verði náð, þarf 40—50% veltuaukningu á árinu. Mörg verkefni bíða. Enda þótt framkvæmdir á veg- um Háskólans hafi verið miklar undanfarin ár, má ætla, að frem- ur muni þær fara vaxandi en minnkandi á næstu árum, ef mið- að er við þarfir. Nú er 1 gangi bygging 2. á- fanga húss fyrir verkfræði- og raunvlsindadeild og í undirbún- ingi miklar framkvæmdir í þágu læknadeildar og tannlæknadeild- ar á Landspítalalóðinni, einkum sunnan Hringbrautar, en þær verða að einhverju leyti kostaðar af framkvæmdafé Háskólans. Mikill skortur er einnig að verða á almennu kennsluhúsnæði fyrir aðrar deildir, þar sem nemend- um hefur fjölgað mikið, m.a. í viðskiptadeild og heimspekideild. Loks er þess að geta, að viðhalds- kostnaður húsa og lóða, tækja- kaup og ýmiss konar búnaður i skólahúsnæði, sem fyrir er, tekur nú æ stærri hluta af fram- kvæmdafénu til sín. Mikil breyting á skipan vinninga. Á árinu 1973 hefur sala hluta- miða gengið mjög vel. Um ára- mótin 1972/1973 varð um 6.5% söluaukning, þrátt fyrir óbreytt miðaverð, sem er mjög gott mið- að við þá geysilegu veltuaukn- ingu, sem varð næstu áramót á undan (60,52%). Áberandi er, að á liðnu ári hafa færri viðskipta- vinir hætt við miðana sína en áður, og eins eru vinningamir betur sóttir. Þetta er tvimæla- laust því að þakka, að menn mun- ar meira um vinningana nú orð- ið, þegar þeir lægstu eru 5.000 krónur, heldur en þegar þeir voru aðeins 2.000 krónur. 1 þessu sambandi er rétt að benda á, að því er eins háttað með vinninga í happdrætti og svo margt annað, að þeir verða; að haldast í hendur við gildi peninganna á hverjum tima. sjálfsögðu er það alltaf sársauka- full ráðstöfun, þegar verð miða er hækkað. En hjá því er ekki hægt að komast. Happdrætti líá-j skóla Islands megnar svo litið til að spyrna á móti verðhækkunum og visitöluskrúfu. 1 þessu sam- bandi má benda á, hve árangurs- rík sú ráðstöfun var, þegar lægsti vinningurinn var hækkaður úr 2.000 krónum í 5.000 krónur. Þetta var aðeins hægt að fram- kvæma með því að hækka verð miðanna í ársbyrjun 1972. Á því tveggja ára tímabili, sem slðan er liðið, hafa víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds haldið stöðugt áfram. Byggingarvísitaia hefur hækkað um meira en 50%. Eins og áður hefur verið bent á, á stjóm Happdrættis Háskóla Islands ekki annarra kosta völ en fylgjast með straumnum og kapp- kosta það eitt, að vinningarnir séu það verðmæti, sem fólk sæk- ist eftir. Heildarfjárhæð vinninga hækk- ar úr 403 milljónum í tæpar 605 millj. króna. Er þetta rúmlega 200 miiljóna króna aukning, eða verðtrygging vinninganna, þann- ig að viðskiptavinum happdrætt- isins eru tryggð sömu llfsgæði fyrir vinningana þrátt fyrir aukna verðbólgu og minni kaup- mátt krónunnar. Eins og áður greiðir Happ- drætti Háskóla Islands 70% af veltunni í vinninga, en það er hæsta vinningshlutfall, sem þekk- ist í heiminum. Heildarfjárhæð vinninganna verður 604.800.000,00 —» sex hundruð og fjórar milljónir og átta hundruð þúsund krónur. Hækkunin nemur 201.600.000,00 — tvö hundrað og einni milljón og sex hundrað þúsund krónum. Núverandi forstjóri starfað í rúm 30 ár hjá happdrættinu. Forstjórar Happdrættis H.l. hafa verið tveir frá upphafi, fyrst Pétur Sigurðsson, fyrrv. Við umræðu um fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar fyrir árið 1974, sem fram fór skömmu fyr- lr Jól lét Steinunn Finnbogadótt- ir, eins og aðrir fulltrúar vinstri flokkanna í ljósi skoðun sína á málinu. Lögðu aliir borgarfulltrú- ar vinstri flokkanna fram sam- eiginlega greinargerð með breyt- ingartillögunum. — Steinunn hóf mál sitt á þvi að taka undir þá gagnrýni, sem þegar hefði komið fram hjá öðr- um borgarfulltrúum og vék síðan að þeim breytingum, sem orðið hafa á tölulið áætlunarinnar, en samkvæmt þeim ættu útsvör að hækka um liðlega 38 af hundraði og ætluð fasteignagjöld um svip- aðan hundraðshluta en hækkun útgjalda heldur Iægri, en síðan sagði Steinunn: „Ef við reynum að gera okkur grein fyrir þessum stórfelldu háskólaritari og núverandi for- stjóri, Páll H. Pálsson, sem verið hefur starfsmaður stofnunarinn- ar um rúmlega 30 ára skeið. Fyrstu stjóm Happdrættis H.l. skipuðu þeir Alexander Jóhann- esson, formaður, Bjami Bene- diktsson og Magnús Jónsson. Nú- verandi stjóm skipa: Guðlaugur Þorvaldsson, formaður, Þórir Kr. Þórðarson og Bjami Guðnason. hækkunum þá hlýtur einkum þrennt að koma í hugann: í 1. lagi er stjórnkerfi borgar- innar með þeim hætti að stöðug aukning kostnaðar er óhjákvæmi leg. Kerfið er þannig upp byggt að þar hlýtur Parkinsonslögmál- ið fræga að ráða. Þess vegna er endurskoðun þessa staðnaða stjórnkerfis óhjákvæmileg ef nokkur von á að vera til aukinn- ar hagræðingar og sparnaðar. I. 2. lagi kom það berlega fram á síðasta ári, eins og nú, að meirihluti borgarstjómar er ó- sárt um að spenna bogann hátt, leggja á þegnana sem þyngstar byrðar. — Skýringin á þessu undarlega fyrirbæri er andstaða íhaldsmeirihlutans gegn þeirri viðleitni ríkisstjórnarnnar að hamla upp á mót þenslu og verð- bólgu. Þannig notar Sjálfstæðis- flokkurinn andstöðu sína í borg arstjórn í flokkspólitískum til- gangi. Þetta er þung ásökun, en Aðrir stjórnarformenn hafa verið Magnús Jónsson, Bjami Bene- diktsson, Ólafur Lárusson og Ár- mann Snævarr. 1 hópi þeirra 98 umboðsmanna sem störfuðu fyrir Happdrættið á síðasta ári, er einn, sem verið hefur umboðsmaður frá upphafi eða í 40 ár. Þa ðer hinn kunni at- hafnamaður Einar Guðfinnsson í Bolungavík. engu að síður sönn. Harmakvein Sjálfstæðismanna um tekjustofna lögin era ekki sjálfræði. í 3. lagi skulum við minnast þess, þegar við iítum á þær háu fjárhæðir, sem við blasa í áætl- uninni, að nú fer í hönd kosn- ingarár. Meirihlutinn gerist þá ó- rólegur og grípur til úrræða í því skyni að bæta aðstöðu fyrir þegnum sínum. Einhver verulegur hluti áætl- aðra útgjalda á sennilega að þessu sinni rót sína að rekja til þessa taugaóstyrks meirihlutans. Taugaóstyrkurinn er skiljanleg- ur, en ráðið gegn honum vafa- söm lækning, engan veginn af- sakanlegt ,að vísu er þetta ekki neitt nýtt, fjárhagsáætlun hvers kosningaárs hafa jafnan borið þennan keim. Skattborgarinn er talinn greiða það sem ætlað er að til þurfi, ef takast mætti að hressa eitthvað upp á fylgið. Framhald á bls. 9

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.