Þjóðmál - 24.01.1974, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 24.01.1974, Blaðsíða 6
6 Þ J Ó Ð M Á L Magnú$ H. Magnússon bæjarstjóri, Vestmannaeyjum: Á undanförnum árum hefir hlutdeild Vestmannae/ja í útflutningi landsmanna af sjávarafurðum verið lí— 16%, en íbúafjöldinn verið liðlega 2.4% af lands- mönnum. Þó að E/jarnar hafi orðið fyrir hroðalegum áföllum á s.l. ári, má segja, að framleiðslugetan sé lítt skert, ef nægilegur mannafli fæst. Að vísu eyðilagðist ein af fjórum stærstu hraðfrystistöðvum staðarins, en eigend- ur hennar hafa sýnt mikinn áhuga fyrir endurbyggingu stöðvarinnar og þar við bætist, að þær stöðvar, sem lítt eða ekki skemmdust, geta aukið afköstin verulega frá því sem var, án mikils tilkostnaðar. Um s.l. áramót voru tæplega 2.200 tbúar fluttir til baka til Eyja og 90 fjölskyldur höfðu pantað gáma til flutnings í jan- úar og febrúar. Það má þvi gera ráð fyrir að a.m.k. 3.000 manns verði fluttir til Eyja þegar kem- ur fram á vertiðina. Þar við bæt- ist, að 1.000 til 1.500 manns vilja flytja fljótlega eftir að sikólar hætta störfum að vori. íbúar Eyj- anna yrðu því 4.000 til 4.500 manns þegar kernur fram á næsta sumar, ef húsnæði verður til sitaðar. Það húsnæði, sem nú er til- tækilegt, rúmar u.þ.b. 3.200 manns þegar lokið verður við- gerðum allra þeirra íbúða, sem með góðu móti er unnt að gera við. Strax í sumar verður þvi vönt- un á húsnæði fyrir 800—1300 manns. Auk þess hafa margir, sem ekki bjuggu í Eyjum fyrir gos, óskað eftir að flytja þangað. Ennfremur má reikna með, að allmargir Vestmannaeyingar flytji til baka á næstu 2 til 3 ár- um. Það má þvi búast við, að i- búar Eyjanna verði álíka margir eftir tvö til þrjú ár og þeir voru fyrir gos (5.300 manns). Vandinn er því tvíþættur, ann- arsvegar að byggja varanlegt hús- næði fyrir u.þ.b. 1.800 manns (450 íbúðir) á næstu 2—3 árum og hinsvegar að leysa til bráða- birgða húsnæðisvandræði. sem fyrirsjáanleg eru að vori. Til að hrinda þessu í fram- kvæmd hefir bæjarstjóm sam- þykkt Byggingaráætlun Vest- mannaeyja og kosið 3ja manna framkvæmdanefnd til að annast það vandasama verk að koma á- ætluninni I framkvæmd. í nefnd- inni eiga sæti: Páll Zóphónías- son, bæjartæknifræðingur, Guð- mundur Karlsson, bæjarfulltrúi og Georg Tryggvason, bæjarlög- fræðingur og til vara Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjóm- ar. Skömmu fyrir gos var búið að samþykkja aðalskipulag fyrir Eyjamar, sem m.a. gerði ráð fyr- ir 6—700 íbúða hverfi „vestur I hrauni,“ sem reiknað var með að byggðist á næstu 20 árum. Skömmu eftir að gos hófst var skipulagsstjóri ríkisins beðinn að_ flýta gerð deiliskipulags af hverf. inu og i framhaldi af þvi voru verkfræðingar beðnir að teikna vegi og holræsi í hverfið. Þessu verki er lokið og arkitektar hafa teiknað byggingamefndarteikn- ingar af flestum þeim húsum, sem áætlað er að byggja á um ræddu svæði. Hinsvegar er eftir að teikna sérteikningar allar. Til að gefa gróft yfirlit yfir það, sem fram kemur í reglugerð- inni um byggingaráætlunina, birti ég hér nokkrar greinar hennar: 41. gr. Tilgangur B.Á.V. (Byggingar- áætlun Vestmannaeyja) skal vera sá að: A. Skipuleggja og stjórna undir- búningsframkvæmdum við byggingarsvæðið nýja í Vest- mannaeyjum með það fyrir augum, að gera það bygging- arhæft svo fljótt sem kostur er. B. Stjórna byggingu þeirra í búða, sem bæjarstjóm ákveð- ur að kaupstaðurinn láti reisa þar, ýmist til leigu eð'a endur- sölu.... 43. gr. 1 B.Á.V. skal lögð á það megin áhersla, að byggja hag- kvæmar og smekklegar íbúðir við sem vægustu verði og svo hratt, sem frekast er kostur. 1 því skyni skal m.a.: A. Byggja staðlaðar ibúðir, eink- um 1 fjölbýlis- og raðhúsum, en þó einnig í par eða ein- býlishúsum. B. Nota fjöldaframleiðsluaðferð- ir og fullkomnustu tækni og skipulagningu, sem vö'l er á. C. Fela framkvæmdir viður- kenndum byggingarverktök- um á samkeppnisgmndvelli og með sem vlðtækustum út- boðum. 41. gr. C. Leita samstarfs við alla þá að- ila, sem fyrirhuga byggingar- framkvæmdir í Vestmanna- eyjum á næstunni, í því skyni að auka hraða og hagkvæmni framkvæmdanna, svo sem ◄ Þegar hreinsun bæjarins hófst, var byrjað að aka fyllingarefni í götustæði og á byggingarlóðir á þessu svæði, jafnframt því sem skipulag svæðisins hefur verið tek- ið til endurmats að nokkru leyti. Nú má segja, að undirbúningur á svæðinu sé þannig á vegi, að götur allar hafi verið undirbyggð- ar og lóðir settar því sem næst í þá hæð, sem gert er ráð fyrir í skipulagi. Áætlun um holræsi í hverfinu liggur fyrir, og er reiknað með, að framkvæmdir geti hafizt fljótlega við lagnir í jörðu.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.