Þjóðmál - 24.01.1974, Blaðsíða 12

Þjóðmál - 24.01.1974, Blaðsíða 12
Annar fréttapistill Sigurjóns Inga Hilaríussonar frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, skrifaður 17. des- ember síðastliðinn. Mannréttinda- yfirlýsing Sam- einuðu þjóðanna 25 ára „Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gædd- ir vitsmunum og samvisku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan“, segir í 1. grein mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Það var hátíðleg stund á alls- herjarþinginu mánudaginn 10. desember, þegar þess var minnst að 25 ár voru liðin frá mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna. Hátíðlegur virðuleiki hvíldi yfir öllu. Fán- um hinna 135 þjóðlanda sem aðild eiga að Sameinuðu þjóð- unum hafði verið komið fyrir í salnum og mynduðu þeir hálf- hring. Forseti allsherjarþings- ins setti athöfnina. Þvi næst flutti framkvæmdastjórinn Kurt Waldheim ávarp og minnt ist þessa merka áfanga í sögu Sameinuðu þjóðanna. U Thant heiðraður Þá skal þess getið, að vinur okkar sem ég sagði stuttlega frá í fyrri skrifum mínum hr. Baroody frá Saudi Arabíu flutti hvatningarræðu en hann mun hafa átt þátt í að semja mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna á sínum tíma. Honum er mjög tamt að vitna í yfir- lýsinguna orðum sínum til trausts og halds þegar hann flytur sumar af sínum eldheitu ræðum hér á þinginu. Við þessa hátíðlegu athöfn var úthlutað verðlaunum m. a. til U Thants fyrrverandi fram kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Vantar ekki mikið á? Þegar fulltrúar 135 þjóð- landa eru samankomnir til þess að minnast 25 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna, hlýtur sú spuming að vakna: Hafa þjóð- irnar náð því marki hvað mann- réttindi snertir, sem í yfirlýs- ingunni er ætlast til. 1 því f I sambandi skyldi hugsað til þess sem segir í stofnskrá Samein- uðu þjóðanna, þar sem þær hafa lýst yfir trú sinni á grund vallaratriði mannréttinda. Á göfgi og gildi mannsins og jafn rétti karla og kvenna, enda munu þær beta sér fyrir fé- lagslegum framförum og betri lífsafkomu með auknu frelsi manna. Eiturlyf jamálin tekin fyrir. Nú líður senn að því að 28. allsherjarþing S'ameinuðu þjóð- anna ljúki. Nefndarstörfum er að mestu lokið, og málin sem að undanfömu hafa verið rædd ( í hinum ýmsu nefndum fá loka afgreiðslu á allsherjarþinginu sjálfu. Mitt starf hefur aðal- lega verið 1 3ju nefnd. Þar hafa mörg merkileg mál verið rædd. Rætt hefur verið um: jafnrétti fyrir dómstólum, stuðning við þróunarlöndin í baráttunni gegn eiturlyfjum og margt fleira. Fulltmar Afghan- istan og Turky gáfu mjög greinargóða skýrslu um eitur- lyfjavandamálið í þeim lönd- um, en eins og kunnugt er er framleitt mikið af eiturlyfjum í báðum þessum löndum. FuII- trúi Turky hvað eiturlyfja- vandamál hafa verið hjá þeim árið 1912 og þó sérstaklega þegar bannað var að selja á frjálsum markaði. Þá byrjaði svartamarkaðsbraskið. Fulltrú- arnir bentu á, að eina raun- hæfa leiðin sem hægt væri að fara væri sú að styrkja þessar þjóðir fjárhagslega svo þær gætu látið þeim aðilum, sem hefðu lífsviðurværi af sölu eiturlyfja í té fjármuni svo þeir gætu framfleytt sér og sín. um án þess að þurfa að stunda þessa óþokkaiðju. Tillaga þar að lútandi var samþykkt mót- atkvæðalaust. Er störfum 3ju nefndar lauk urðu margir full- trúanna til þess að þakka hin- um ágæta fundarstjóra Mr. Ynhya Mahmassani frá Liban- on fyrir réttláta fundarstjóm og er það mín skoðun, að þessi virðulegi Líbanonbúi hafi rækt fundarstjórastarf sitt 1 3ju nefnd einstaklega vel af hendi og kæmi það ekki á óvart þótt síðar ætti eftir að heyrast nafn hans þegar rætt verður um störf Sameinuðu þjóðanna. Matvælaráðstefna í nóvember 1974. Eitt af því, sem samþykkt hef ur verið hér á allsherjarþing- inu er, að haldin skuli matvæla ráðstefna í nóvember 1974 í Róm. Meðal annars verður þar rætt um á hvem hátt, hægt sé að auka matvælaframleiðsl- una í heiminum og skipta mat- vælunum jafnar þannig að þeir sem hafa of mikið af mat geti miðlað þeim sem lifa við skort. Þegar þessi mál vom rædd á þinginu tók Gunnar G. Schram til máls og lýsti stuðn ingi við væntanlega ráðstefnu. Hann notaði um leið tækifærið til þess að sýna fram á það hvernig Islendingar vildu með aðgerðum slnum í vemdun hafsvæðisins umhverfis Island vernda fiskistofna og á þann hátt að tryggja í framtíðinni aukna matvælaframleiðslu, því úr fiskimjöli mætti einmitt vinna hin dýrmætu eggjahvítu- efni, sem sveltandi þjóðir skorti svo mjög. Já, það er engu tæki færi sleppt til þess að kynna málstað íslands og réttlæta að- gerðirnar í landhelgismálinu. Framhald á bls. 9 Sendinefnd tslands á 28. alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, sem sat síðari hluta þingsins. Frá vinstri: Jón ög- mundur Þormóðsson, ívar Guð- mundsson, Hans G. Andersen, Ingvi Ingvarsson, örlygur Geirs son, Gunnar G. Schram, Þórar- inn Þórarinsson, Sigurjón Ingi Hilaríusson, Oddur Ólafsson og Jónas Árnason.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.