Þjóðmál - 24.01.1974, Blaðsíða 10

Þjóðmál - 24.01.1974, Blaðsíða 10
10 Þ J O Ð M Á L Reyna ber endurskoðun til þrautur — Framhald af bls. 1 aðili að Atlantshafsbandalaginu, án þess að hér væri bandarísk herstöð. Það er yfirlýst afstaða ríkisstjórnarinnar, allra flokka sem að henni standa, að engin breyting eigi sér stað á aðild- inni að NATO, enda þótt viðhorf flokkanna til þátttöku Islands í bandalaginu sé mismunandi. Frá því ríkisstjómin var mynd- uð hefur það verið ljóst, að for- usta Sjálfstæðisflokksins bindur vonir sinar um að unnt reynist að splundra stjórnarsamstarfinu einkum við möguleikann sem hún telur vera á þvl að reka fleyg milli stjómarflokkanna við framkvæmd ákvæðis stjómarsátt málans um endurskoðun eða upp sögn varnarsamningsins, sagði Magnús enn fremur. Reynt er að storka stjómarflokkunum til skiptis með þvi að þeir séu að slá af stefnu sinni og leitast við að etja þeim saman. Því verður ekki trúað að óreyndu, að stjóm- arflokkamir láti þennan darrað- ardans stjómarandstæðinga mgla sig í ríminu. Til mikils er að vinna fyrir stjórnarflokkanna, að þeim auðn- ist að halda svo á málum gagn- vart Bandaríkjunum og NATO að markmiði stjómarsáttmálans verði náð. Því aðeins að ríkis- stjómin framkvæmi markaða stefnu sína í utanriksmálum, veldur núverandi stjómarsam- starf þeim þáttaskilum 1 íslensk- um stjómmálum, sem efni stóðu til um leið og stjómin var mynduð. Það sem öðm fremur hefur styrkt aðstöðu Sjálfstæðisflokks- ins á vettvangi íslenskra stjóm- mála síðustu áratugi, er að af- staðan til NATÓ og bandarískrar hersetu hefur verið sífellt sundr- ungarefni milli þeirra flokka, sem verða að ná saman, ef stjórn á landinu án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Eins og málum er háttað, sagði Magnús Torfi, læt ég mér ekki annað til hugar koma, en að hver og einn stjórnarflokkanna sé reiðubúinn að leggja sig í líma til að halda þannig á mál- um, að markmiði stjómarsátt- málans verði náð, en það er brottför bandarísks herliðs án þess haggað sé við aðildinni að NATÓ. sammAm Búnaðarblaðið flytur mikinn fjölda greina um landbúnaðar- og þjóðfélagsmál. — Áskriftar- sími í Reykjavík er 85153 og hjá Þorvaldi G. Jónssyni, Guð- rúnarstöðum, A-Hún., simi um Ás. um gjaldfallinn þungaskaft skv. ökumælum Fjármálaráðuneytið minnir hér með þá bifreiöaeigendur, sem hlut eiga aö máli, á aö gjalddagi þungaskatts skv. ökumælum fyrir 4. ársfjóröung 1973 var 11. janúar. EINDAGI ER 21. JANOAR. Þeir bifreiöaeigendur, sem ekki hafa greitt skattinn á eindaga, mega búast viö, aö bifreiöar þeirra veröi teknar úr umferö og númer þeirra tekin til geymslu, uns full skil hafa veriö gerö. Fjármálaráöuneytiö, 15. janúar 1974. ® IÍTB0D ® Tilboö óskast um sölu á 930 stk. málmslöngum af ýmsum stærðum og geröum fyrir Hitaveitu Reykjavlkur. Útboðsskilmálar eru afhentír I skrifstofu vorri. Tilboö veröa opnuð á sama staö, fimmtudaginn 14 febrúar 1974, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 LAUS STAÐA Staða bifreiðaeftirlitsmanns við Bifreiða- eftirlit rikisins i Reykjavik er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknir berist Bifreiðaeftirliti rikisins, Borgartúni 7, fyrir 1. febrúar n.k. Reykjavik, 9. janúar, 1974 Bifreiðaeftirlit rikisins Auglýsing um verðhækkunarstuðul fyrir óbeina fyrningu eigna í atvinnurekstri Skv. ákvæðum 4. tl. 7 gr. laga nr. 7/ 1972 um breyting á lögum nr. 68 15. júni 1971 um tekju- og eignarskatt, sbr. lög nr. 60/1973 um breyting á framan- greindum lögum, hefur fjármálaráðu- neytið i samráði við Hagstofu íslands ákveðið, að verðhækkunarstuðlar vegna verðbreytinga árið 1973 skuli verða sem hér segir: 1. Veröhækkunarstuöull eigna, sem falla undir 1. tl. A-liös 15. gr. laga nr. 68/1971 mcö áorönum breytingum, annarra en fólksflutningabifreiöa, er falla undir tollskrárnúmer 87. 02. 11, 87. 02. 12 og 87. 02. 39 veröi 10%, 2. Veröhækkunarstuöull fólksbifreiöa, er falla undir tollskrárnúmer 87. 02.11, 87. 02. 12 og 87. 02. 39 veröi 0. (Hér er um aö ræöa bifreiöar til fólksflutninga, aörar en jeppabifreiðar. Bifreiðar þessar taka 16 farþega cöa færri, hafa sæti fyrir farþega til viöbótar þvi, sem er viö hliö ökumanns og hafa glugga á hliötim fyrir aftan sæti bifreiðastjóra). 3. Veröhækkunarstuöull eigna, sem tilgreindareru I 2. tl. A-liös 15. gr. laga nr. 68/1971 með áorönum brevt- ingum, veröi 32,5%. Fjármáiaráðuneytið 8. janúar 1974. ForeldrafræSsla Fræðslunámskeið fyrir tilvonandi foreldra hefst aftur i Heilsu- verndarstöð Reykjavikur, miðvikudaginn 30. janúar. Fræðslu- fundir verða 6, og er einn i viku, á miðvikudagskvöldum kl. 20.00. Einnig verða slökunaræfingar fyrir konurnar á mánudags- kvöldum, þrjú skipti alls. Mæðradeild heilsuvemdarstöðvarinnar veitir nánari upplýsingar og sér um innritun alla virka daga kl. 16-17 nema laugardaga, i sima 22406. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Skrifstofustúlka óskast til starfa á Borgarskrifstofunum, bókhaldsdeild, Austurstræti 16. Verzlunarskólamenntun eða hliðstæð menntun æskileg. Laun samkv. kjarasamningi borgar- innar og Starfsmannafélags Reykja- vikurborgar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu borgarstjóra fyrir 25. þ.m. merkt „bókhald”. Reykjavik, 17. jan. 1974. Skrifstofa borgarstjórans i Reykjavik. ÚTBOD Tilboö óskast um sölu á 33 KV aflrofabúnaði fyrir Rafmagnsveitu Reykjavlkur. Útboösskilmálar eru afhentir í skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 21 febrúar 1974, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Utanrikisráðuney tið. RITARI Utanrikisráðuneytið vill ráða ritara til starfa í utanrikisþjónustunni hið fyrsta. Frönskukunnátta og vélritunar- kunnátta nauðsynlég. Ætlazt er til, að ritarinn starfi i ráðu- neytinu tvo til þr já mánuði og siðan við islenzkt sendiráð erlendis. Skriflegar umsóknir sendist utanrikis- ráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykja- vik, fyrir 1. febrúar n.k. Atvinnurekendur Að gefnu tilefni skal vakin athygli á, að samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglu- gerðar þarf löggildingu heilbrigðismála- ráðs áhúsakynnum, sem ætluð eru til: Tilbúnings, geymslu og dreifingar á matvælum og öðrum neysluvörum. Matsölu, gisti- og veitingahússtarfsemi. Skólahalds. Reksturs barnaheimila, ennfremur sjúkrahúsa og annarra heilbrigðis- stofnana. Rekstur rakara-, hárgreiðslu- og hvers konar snyrtistofa. Iðju og iðnaðar. Umsóknir skulu sendar heilbrigðismála- ráði áður en starfrækslan hefst, og er til þess mælst, að hlutaðeigendur hafi þegar i upphafi samráð við heilbrigðiseftirlitið um undirbúning og tilhögun starf- seminnar um allt, er varðar hreinlæti og hollustuhætti. Þeir atvinnurekendur, sem ekki hafa þegar tilskilin leyfi, eru áminntir um að senda ráðinu umsókn. Að öðrum kosti mun ekki verða hjá þvi komizt að óska eftir þvi, að rekstur án leyfis verði stöðvaður. Reykjavik, janúar 1974 Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.