Þjóðmál - 24.01.1974, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 24.01.1974, Blaðsíða 7
Þ J ö Ð M Á L 7 Haraldur Henrýsson: með sameiginlegri undirbún- ingsvinnu og útboðum verk- þátta á breiðum grundvelli. 44. gr. Til samstarfs um byggingar- framkvæmdir skal Fram- kvæmdanefndin einkum leita til eftirtalinna aðila: A. Byggingarfélaga, sem einstakl. ingar kunnia að stofna í þeim tilgangi að byggja íbúðir eða hús fyrir félagsmenn sina. B. Stjórnar Verkamannabústaða i Vestmannaeyjum. C. Fyrirtækja, sem fyrirhuga byggingu leiguhúsnæðis fyr- ir starfsfólk sitt. D. Viðlagasjóðs, Hjálparstofnun- ar þjóðkirkjunnar og Bauða kross Islands. 41. gr. D. Leita úrræða til þesS, að leysa til bráðabirgða þá húsnæðis- eklu, sem fyrirsjáanleg er í Vestmannaeyjum. 45. gr. 1 því skyni að leysa brýn- asta húsnæðisskortinn í Vest- mannaeyjum skal fram- kvæmdanefndin þegar í stað kanna möguleika á innflutn- ingi tilbúinna húsa eða kaup- um á slíkum húsum frá Við- lagasjóði. 1 því sambandi skal nefndin kanna, hvort áhugi er fyrir því meðal Vestmannaeyinga, að flytja stík hús inn og setja niður til frambúðar. Einnig skulu athugaðir mögu- leikar á því að setja innflutt hús niður til bráðabirgða, eða þar til að í notkun kemur það húsnæði, sem Byggingaráætl- Þessi útdráttur sýnir I gróf- um dráttum hvað fram- kvæmdanefndinni er ætlað að gera. Eins og áður segir eru flest hin stórvirku framleiðslutæki Eyj- anna tilbúin í fultan rekstur og höfnin er einhver sú besta á landinu, þegar vikur hefir verið hreinsaður úr henni. Það má því likja Vestmannaeyjum við af- kastamikið fiskiskip, sem vantar að manna að hluta thl. Áhöfnin er að vísu tilbúin, en hana vant- ar húsnæði. Sérhver góður út- gerðarmaður myndi leitast við að leysa þann vanda fremur en að láta skipið vinna með hálfum af- köstum. Ég vona að landsmenn allir séu mér sammála um það, að frá þjóðhagslegu sjónarmiði sé hag- kvæmt að ráðast i framangreind- ar framkvæmdir og að yfirvöld muni styðja þær eftir megni. Ætíð, þar sem ætla má að slíkt samstarf geti leitt til sparnaðar í tíma og tilkostn- aði, sfcal eftir því leita og ber framkvæmdanefndinni að hafa þar frumkvæði. unin gerir ráð fyrir að verði reist. Leiði þessar athuganir til jákvæðrar niðurstöðu skal nefndin hlutast til um fram- kvæmdir svo fljótt sem auðið er. Ný rök fyrír hersetunni Ef svo fer munu Vestmanna- eyingar í framtíðinni ekki telja eftir sér að axla sinn hluta af byrðum þjóðfélagsins, og vei það, eins og reyndin hefir verið fram að þessu. Að vori verða liðin 23 ár síðan bandarískur her var kallaður hingað til lands öðru sinni. Þá var þjóðinni sagt, að seta erlends herliðs hér helgaðist af nauðsyn vegna ófriðarhættu í heiminum. Meginreglan ætti sem áður að vera sú, að hér yrði ekki her á friðartímum og fyrsta tækifæri yrði notað til að aflétta þessu óeðlilega, tímabundna ástandi. Meginreglan gleymdist. Þrátt fyrir slíkar yfirlýsingar hefur sá flokkur sem mestu réð um utanrikisstefnu Islendinga á þessum tíma, Sjálfstæðisflokkur- inn, aldrei séð ástæðu til þess á þessum 23 árum, að taka þessi mál til endurskoðunar, hvað þá leiða hugann að því, að tímabært væri að herliðið hyrfi á brott. Hafi einhverjir hins vegar hreyft siíkum hugmyndum í ljósi breyttra astæðna, hafa forystu menn flokksins farið hamförum, beitt öflugum blaðakosti til linnu lausra ofstæksskrifa i nasista- stíl og umsvifalaust gert þessum mönnum upp verstu hvatir. Hafa þeir sízt verið Þjóðviljamönnum eftirbátar í slíkri iðju, um það vitna m. a. síður Morgunblaðs- ins undanfama mánuði. Hér skal vera her. Málflutningur foringja Sjálf- stæðisflokksins hefur allan um- getinn tíma miðað að þvi fyrst og fremst, að finna ástæður hverju sinni til að réttlæta með dvöl hins. erlenda herliðs. Svo hefur virzt sem það hafi orðið þeim ófrávíkjanlegt trúaratriði, að hér skuli vera erlendur her og fyrir því verður jafnan að finna rök, án tillits til þess, sem í.upphafi var sagt. Málflutningur inn að undanfömu ber þessa vissulega merki. Það er mjög lærdómsríkt að lesa málgögn Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir og ætti sannarlega að vera mönnum áminning um að staldra við og íhuga málið. Vörn gegn bófum og innlendum svikurum. Nú er þvi ekki lengur haldið á lofti, að vera hins erlenda hers sé óæskilegt stundarfyrirbrigði. Hins vegar er óspart gefið í skyn, að hersetan sé hér jafnan nauð- synleg. Ekki aðeins vegna hættu á rússneskri árás, heldur og vegna ógnar af erlendum bófa- flokkum og hryðjuverkamönn- um, sem hingað kynnu að renna hýmm augum. Morgunblaðið hef- ur og nú að undanförnu tekið það fram, og er það út af fyrir sig merkisviðburður, að ekki sé hætta á árás frá Rússum í fram- haldi af brottför Bandaríkja- hers af Islandi. Aðalhættan stafi af svokallaðri „Finnlandi- seringu", sem m. a. hlyti að lýsa sér í því, að landið yrði svikið undir áhrif Rússa af innlendum aðilum. Með þessu er að sjálf- sögðu gefið tilefni til að álykta, að herliðinu bandaríska sé ætlað það hlutverk að vera hér ein- hvers konar löggæzlulið, bæði út á við og gagnvart þjóðinni sjálfri. Við höfum ekki efni á að missa herinn. Ýmsar aðrar röksemdir heyr- ast og mjög notaðar í umræðum um vamarmálin, sem sumar þykja miður heppilegar til að flagga mjög með í blöðum. Má þar helzt nefna til þá rök- semd að herinn sé okkur fjár- hagsleg nauðsyn. Það er og ó- trúlega útbreidd skoðun meðal þeirra, sem ekki em andvígir hersetunni, að taka eigi gjald af hemum. Segja má, að sá hugs unarháttur, sem þar býr að baki sé rökréttur: Herinn er hér ekki í okkar þágu, heldur fyrst og fremst í þágu Bandaríkjamanna sjálfra, sem stofna þéttbýlasta svæði landsins í stórhættu. Því ekki að láta þá greiða fyrir þessa mikilvægu aðstöðu? Getum við verið sjálfstæð þjóð? Sá málflutningur, sem nú er mjög hafður í frammi til stuðn- ings hersetu, gerir þannig meira eða minna ráð fyrir því, að okk- ur sé hersetunnar þörf vegna innri ástæðna okkar sjálfra, svo sem vegna fjárhags, löggæzlu o. fl. Með þessu er auðvitað verið að draga í efa getu okkar til að halda uppi sjálfstæðu og full- valda ríki. Að sjálfsögðu er enn jafnframt höfðað til árásarhætt- unnar, sem var hin upphaflega forsenda fyrir hingaðkomu hers- ins. Formælendum hans þykir það þó augsýnilega ekki nógu sannfærandi skýring lengur og því er gripið til annarra í æ rik- ari mæli. Sífellt er reynt með þeim ótta: og skelfingaráróðri, sem vinsamlegastur þykir hverju sinni til árangurs, að tryggja fylgi fólks við hersetuna. Séu Rússar ekki nógu ógnvekjandi, skal þar bætt við Aröbum eða bófum, sem leika lausum hala úti í heimi. Þannig munu þessir boðberar hersetunnar hlaupa áfram virki úr virki í hinni heilögu styrjöld sinni unz þjóð- in tekur af skarið og gerir það, sem gera þarf: losar sig við herinn. Er ekki timi til kominn?

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.