Þjóðmál - 06.02.1974, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 06.02.1974, Blaðsíða 8
8 Þ J Ö Ð M Á L Friðbjarnarhús á Akureyri er í eign góðtemplara, sem hafa gert húsið að minjasafni. Fyrsta góð- templarastúkan hér á landi, stúk- an ísafold, var stofnuð í þessu húsi 10. janúar 1884. Voru því 90 ár liðin frá stofnun IOGT hér á landi i fyrra mánuði. * m.r. t ■' . ‘ l KIÐBJABNARHÚS. Akurcyri Rætt við Ólaff Hauk Árnason, áfengisvarnaráðunaut ríkisins Framhald af bls. 12 óþarfan í samskiptum manna. — Þetta gamla fólk er margt bind- indissamt. — Ert þú ánægður með núver- andi áfengislöggjöf? — Að stofni til eru áfengislög in frá 1954. Þau eru að ýmsu leyti góð að mínu viti. í sumum greinum bera þau af löggjöf ann arra Norðurlandaþjóða um þessi efni. Þó eru gallar á að sjálf- sögðu. Vínveitingahúsin, sem leidd voru til vegs og áttu að stuðla að menningarlegri drykkju háttum, hafa reynst hinar mestu óþurftarstofnanir, sums staðar beinlínis skólar í drykkjuskap. Áhrif þjónaverkfallsins í vetur voru þungur dómur á þær stofn anir. Þá er það ósvinna að leyfa ferðafólki, farmönnum og flug- liðum að kaupa tollfrjálst áfengi. Þar er um að ræða mismunun, sem ekki á að þola í lýðræðis- þjóðfélagi. Ferðalangar munu oft vera sæmilega efnum búnir og þvf óþarft að veita þeim fjárhags legar ívilnanir fram yfir þá, sem heima sitja og komast hvergi. Og ekki má gleyma Katli garm inum, umboðsmannakerfinu. — Áfengisverslun ríkisins mun hafa verið sett á stofn til að koma í veg fyrir, að hér mynd- aðist innlent áfengisauðmagn, að iljar, sem hefðu persónulegan hagnað af drykkju annarra. Nú sitja hér tugir manna í fínum kontórum og raka saman fé fyrir það eitt að heita umboðsmenn. erlends áfengisauðmagns. Það er þeirra hagur, að drykkj an sé sem mest, Bakkusarhof öldurhúsanna veglegri en altari nokkurrar kirkju. Vafamál tel ég einnig, að það samrýmist anda laganna, að þjónar fái prósentur af seldu áfengi, hafi beinan hagnað af þvf, að mest sé drukkið. Valdsvið áfengisvarnanefnda er of þröngt, að mínu viti, og viðurlög við brotum á áfengis- lögum þarf að herða. Og ef öllu réttlæti væri full- nægt, ættu umboðsmenn áfengis gróðans og veitingalýðurinn að borga bróðurpartinn af því fé, sem fer til hjálpar drykkjusjúk- um, þeim sem söluvara þeirra hefur komið á kaldan klaka. — Eru á döfinni einhverjar rannsóknir í áfengismálum? — Áfengisvamaráð beitti sér fyrir því árið 1967, að hafnar voru vísindalegar rannsóknir á áfengismálum. Hefur dr. Tómas Helgason prófessor staðið fyrir þeim frá upphafi. Liggja þegar fyrir ýmsar niðurstöður, en að sjálfsögðu er verkefnið ævarandi, því að tímarnir breytast og menn irnir með, eins og fornkveðið er. Ég tel ljóst, að íslensku vís- indamennirnir, sem að rannsókn unum vinna, búa þegar yfir dýpri þekkingu á vissum atrið- um þessa máls en aðrar þjóðir hafa aðgang að. Víða í heiminum er þó unnið markvisst að rannsóknum á Þingmálaþáttur — Framhald af bls. 4 ekki í raun og veru hægt að reka öfugt ofan i hann aftur við fyrsta tækifæri.“ Bjami Guðnason minntist einn ig á það að tvö ráðuneyti birtu ekki auglýsingar í Nýju landi og fannst það furðulegt, þar sem að því blaði standi þó Frjáls- lyndi flokkurinn, einn stjórn- málaflokkur. Sannleikurinn í því máli er sá, að ráðuneytin og opinberar stofnanir hafa birt auglýsingar i málgögnum stjóm málaflokkanna. Nýtt land hafði á sínum tíma birtingu opinberra auglýsinga, sem málgagn SFV. Eftir að Bjami Guðnason klauf sig út úr SFV, vom öll tengsl Nýs lands og SFV rofin, og blað ið var frá þeim tíma eins og hvert annað óháð blað, sambæri- legt við Mánudagsblaðið og Ný vikutíðindi, enda gefið út af hlutafélagi og ekki i tengslum við neinn stjórnmálaflokk. Þrátt þessu sviði. Tvö lönd vil ég nefna sérstaklega, Finnland og Kanada. Og okkur er jafngott að minnast þess, að fyrir liggja ýmsar staðreyndir, sem betra er að kunna skil á en ekki. Það er til dæmis staðreynd, að því auð- veldara sem er að nálgast áfengi, þeim mun meira er drokkið, og því meira sem drukkið er, þeim mun stórkostlegra verður tjónið, sem áfengisneyslan veldur. Tíðni drykkjusýki stendur í réttu hlut falli við neyslumagn áfengis, og gildir einu, hvaða tegundir neytt er, öls, léttra vína eða sterkra drykkja. Þetta eru staðreyndir. Það er fávíslegt að vera að burð- ast með einkaskoðanir, sem fara í bág við rannsóknir i mörgum löndum. Það er alveg jafngott að mótmæla margföldunartöfl- unni. fyrir þetta virðast flestar opin- berar stofnanir hafa látið und- an þrýstingi og haldið áfram að auglýsa i Nýju landi, en engin viðhlítandi skýring hefur feng- ist á því hvérs vegna önnur sam bærileg blöð urðu þess þá ekki einnig aðnjótandi. Nú er að vísu sagt, eftir stofnun Frjálslynda flokksins, að Nýtt land styðji hann, en ekki er vitað til þess að hluthafafundur í Huginn h.f. sem á og rekur Nýtt land, hafi samþykkt þann stuðning. Annað dæmi má benda á. Reykjavíkurborg hefur birt aug- lýsingar í þeim blöðum, sem tal- in eru styðja borgarfulltrúana, eða þá flokka, sem þeir eiga sæti í borgarstjórn fyrir. Af þeim sökum birtir borgin aug- lýsingar í dagblöðunum og Þjóð- málum, málgagni SFV. Hins veg- ar birtir borgin einnig auglýs- ingar í Nýju landi, sem er þó ekki vitað til að styðji neinn borgarfulltrúa. Það telur Bjami Guðnason væntanlega ekki óeðli lega meðferð almannafjár. Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvalar erlendis á árinu 1975 fyrir fólk, sem starf- ar á ýmsum sviðum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást i félagsmálaráðuneytinu. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Borgarstjórnarkosningarnar: Undirbúningur hufinn hjn SFV i Reykjavik S.l. mánudagskvöld var hald- inn almennur félagsfundur hjá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna í Reykjavík, en fundur þessi var vel sóttur og gengu inn í félagið á fundinum 29 nýir fé- kosning uppstillingamefndar lagar. Á dagskrá fundarins var vegna borgarstjórnarkosninganna í vor og varnarmálin. Kjörnefnd kosin. Rætt var um undirbúning að framboðslista vegna borgarstjórn arkosninganna og fyrirkomulag í því sambandi. Þessir félagar tóku til máls: Bragi Jósepsson, Einar Hannesson, Magnús Torfi Ólafsson, Steinunn Finnbogadótt ir, Alfreð Gíslason og Sigríður Hannesdóttir. Að umræðum lokn um var kjörin uppstillinganefnd og hlutu þessir félagar kosningu I nefndina: Árni Markússon, Al- freð Gíslison, Daníel Kjartans- son, Einar Hannesson, Eyborg Guðmundsdóttir, Marta Svein- björnsdóttir og Valborg Böðvars. dóttir. Varnarmálin Haraldur Henrysson flutti framsögu um varnarmálin, en hann ræddi fyrst og fremst um viðhorf þau, sem nú væru uppi varðandi afgreiðslu þessa máls. Hann kvað SFV hafa margsinnis gert samþykktir, á stofnfundi, lantísfuridum og flokksstjórnar- fundum. Þar hefði verið tekin eindregin afstaða gegn hersetu og einnig gegn aðild að NATO. Fyrir þessari stefnu hefði verið barist i síðustu Alþingiskosning- um og á gmndvelli hennar m.a. verið unnin sigur. Að framsögu Haraldar lokinni urðu umræður og töluðu þessir: Ingólfur Á. Þorkelsson, Sigríður Hannesdóttir, Bragi Jósepsson, Jón Otti Jónsson, Kári Arnórs- son og Guðmundur Bergsson. Samþykkt var tillaga um vam armálin, sem birt er á forsíðu blaðsins. Félagsmál Rætt var um fjármál og al- menna starfsemi félagsins, sem fer nú vaxandi, en til þess hefur verið ráðinn starfsmaður, Sigur- laug Guðmundsdóttir, sem dag- lega er til viðtals á skrifstofu þess kl. 15—17. N.k. laugardags- kvöld verður þorrablót á vegum félagsins og 1 undirbúningi er Flóamarkaður til tekjuöflunar fyrir félagið. Fundarstjóri á fundinum var Bragi Jósepsson, en ritari fund- arins Einar Harðarson. — Þær Pálína Adólfsdóttir og Guðbjörg Ólafsdóttir önnuðust kaffiveiting ar af myndarskap. Sem fyrr segir var þessi fund ur vel sóttur og sýnilegt á öllu að félagar eru ráðnir í að efla starfsemi félagsins á næstunni. Vegið að íslenskum málstað Eftirfarandi samþykkt var ein- róma gerð á fundi stjórnar Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna í Reykjavík 24. janúar 1974: „Stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í Reykjavlk ályktar eftirfarandi: Nú eru gerðar ákafar tilraun- ir til að hindra það, að ákvæði málefnasamnings rikisstjórnar- innar um brottför erlends her- liðs af landinu nái fram að ganga. Þetta er gert m.a. með undirskriftasöfnun, en það fonn skoðanakannana er almennt for- dæmt af fræðimönnum, sem fjalla um félagsleg málefni, þar sem þær þykja ekki lýðræðis- legar í framkvæmd og gefa ranga og villandi mynd af af- stöðu almennings. Lýsir stjóm- in furðu sinni á þvi, að ábyrgir einstaklingar og forustumenn skuli reka áróður á þennan hátt á sama tíma og íslensk stjórn- völd eiga I viðræðum við Banda- ríkjamenn um endurskoðun vamarsamningsins, en þessi vinnubrögð híjóta fyrst og fremst að verða málstað Islendinga í þeim viðræðum til tjóns. Um leið og stjómin áréttar þá stefnu, sem landsfundir Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna hafa mótað um brottför hersins, vill hún jafnframt minna á, að fyrirheit ríkisstjórnarinn- ar um slíka brottför var í fullu samræmi við markaða stefnu allra núverandi stjómarflokka, sem hlutu fylgi meiri hluta kjósenda i síðustu Alþingis- kosningum. Stjórnin treystir þvi, að það sé enn staðföst ætlan ríkisstjórnarinnar að efna þetta fyrirheit og vonar, að ágreining- ur um framkvæmdaatriði máls- ins verði þar ekki til hindrun- ar. Skorar hún á alla þá, sem andvígir eru hinum erlendu her stöðvum, að taka höndum sam. an um að styðja ríkisstjómina til lausnar þessa máls, þannig að framangreindar tilraunir til að tryggja hér hersetu til frambúð ar megi ekki takast.“ Búnaðarblaðið flytur mikinn fjöida greina um landbúnaðar- og þjóðfélagsmál. — Áskriftar- sími í Reykjavík er 85153 og hjá Þorvaldi G. Jónssyni, Guð- rúnarstöðum, A-Hún., sími um Ás.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.