Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1906, Page 1

Ægir - 01.10.1906, Page 1
ÆGIR. MÁNAÐARRIT UM FISKIVEIÐAR OG FARMENSKU. 2. árg. Reykjavík, Október 1906. 4. blað. (Stationsskibenes Tilsyn) raeð flskiyeiðunum við ísland og Færeyjar eftir Commandör R. Hammer. (Framh.). í 5. kafla bókarinnar, sem hljóðar um strandgæzluna, hvernig hún er framkvæmd, er séistakur bálkur um handsömun og sakfelling úilendra fiski- skipa. Þar íarast honum meðal annars þannig orð: Þegar útlent skip er handsamað af varðskipinu við ólöglegar veiðar, her að færa það til næsta dómara í landi til þess að úrskurða sekt þá, er það á að fá. Ef um gufuskip er að ræða, þá er skipstjóri þess látinn koma um borð í varðskipið með skipsskjölin, og síðan er sendur 1 skipsforingi með 2 vopnaða menn um borð í skipið, sem svo er látið fylgja varðskipinu. En seglslcip verður að taka i tog á eftir. Á allri suðurströnd íslands, er að eins einn staður nfl. Yestmanneyjar, sem hægt er að ná í dómara, og fjarlægðin þaðan til næsta yfirvalds er 110 mílufjórðunga vestur og 230 mílufjórðunga austur, og er það þessvegna mjög löng leið, sem varðskipið verður að fara með hið hand- samaða skip, sem er oft bæði örðugt og tafsamt, þegar um seglskip er að ræða, og oft og einatt móti stormi og sjógangi. Það ber eigi örsjaldan við, að slikt ferða- lag taki 12—24 tíma, og' er það ónæðis- samt og þreytandi fyrir vökumennina frá varðskipinn, sem verða jafnaðarlega að standa á verði hvort heldur er nótt eða dagur, þangað til skipið er komið í lagi.------------ Fiskimennirnir um horð í þessum handsömuðu skipum hafa venjulega stór- tjón af þessu langa ferðalagi, þar sem hæði er um tímatöf og mikla kolaeyðslu að ræða, sem þá einkum getur komið til greina, ef skipstjórinn einhverra orsaka vegna ekki verður dæmdur sekur, sem oft getur að borið, ef hann annaðhvort ekki játar brot sitt, eða vöntun er á full- nægjandi sönnunum fyrir hrotinu, svo hægt sé að gera afla og veiðarfæri upptæk. Það heíir oft verið bent á, að lieppi- legt væri að maður með fullkomnu dóms- valdi í fiskiveiða lögbrotum sigldi með varðskipinu, því að við slíkt fyrirkomu- lag mundi það vinnast, að hægt væri að uppkveða dóminn strax í öllum þeim afbrotum, sem ekki er hægt að dæma afla eða veiðarfæri upptæk, en ef um upp- tektarsök er að ræða, að færa þá skipin til næsta dómara í landi. Slik ráðstöfun mundi mjög mikið greiða fyrir starfsemi varðskipsins, jafnframt sem slikt yrði til þess að strandgæzlan kæmi að meiri notum með minni kolaeyðslu, og ennfremur mundi slík tilhögun rétt- látari, og að líkindum stemma stigu við, að eins margar ákærur komi frá útlend- um sjómönnum, eins og nú á sér stað, með núverandi fyrirkomulagi. Þessvegna hefði það mjög milda þýðingu fyrir alla strandgæzluna við ísland, ef hægt væri að fá þessu framgengt«.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.