Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1906, Síða 11

Ægir - 01.10.1906, Síða 11
Æ G I R. 39 hækkuð upp í 54 kr. (60 sh.); enn fremur voru veitt verkmannaverðlaun, verðlaun til fiskimannanna sjálfra fyrir vöruvöncl- un, dugnað o. fl., o. fl., sem oflangt yrði hér upp að telja. Hér sjer maður þjóð, sem var samtaka og hafði vel þroskaðan skilning á því, sem gera þurfti til eflingar atvinnuvegun- um. Það voru ekki einungis einstakling- arnir, fiskimenn og iðnaðarmenn, sem sáu hér opnast nýja vegi til bjargráða, heldur og stjórniu og forgöngumenn þjóðarinnar. Þetta óviðjafnanlega þrek og þol, sem sýnir sig' í þessu sem öðru hjá Bretum, hefur gjört þá óvinnandi, og gjört þá að sigurvegurum hvar sem þeir liafa komið. Og' þó hefur maður áþreif- anlega sönnun fyrir því, að þessi harátta hefur kostað þá 72 mil. kr. (4 mill. £) af fé einstaklinga og 54 mill. kr. (3 mill. £) úr ríkissjóði, í öll þau ár, sem þeir þurftu til að ná takmarkinu, sem þeir stefndu að. (Framh.). Mótor í íshafsveiðiskip og íshafsbáta. (Eftir Norsk Fiskeritidende). Á skipabyggingarstöðinni í Tromsö stendur kúttari 90 smálestir að stærð og er eign konsúls Rohertsons í Hammerfest. í hann er verið að setja lítinn »A/p/ta«- mótor, og verður þetta skip því hið fyrsta íshafsskip að undanskilinni »Gjöa«, sem verður knúið áfram með mótor. Áætlað er, að hann hreyfi skipið áfram með 4 mílna hraða í vöku, sem er álit- ið nægileg ferð í logni, þegar skipið að eins þarf að hreyfa sig i ísnum til að ná í veiði og hefir ekki gagn af seglunum. Annar skipstjóri, Brekens, hefir það öðruvísi; hann hefir látið byggja sér lit- inn veiðibát á sömu byggingarstöð og setur i hann l1/* hest »A/p/ta«-mótor. Bátur þessi hefir alt að 7 mílna hraða og ætlar hann að nota hann sem skot- bát á seli og önnur ishafsdýr, og enn- fremur til að draga skipið á milli jak- anna. Fiskiveiðastjórn Norðmanna hefir veitt 13 fiskimönnum styrk íyrir árið 1906— ’07 til að kynna sér ýmislegt verklegt viðvikjandi fiskiveiðunum. Upphæðstyrks- ins til hvers er frá 100—250 kr. »Norsk Fiskeritidende« segja »að styrkurinn sé einkum ætlaður mönnum til að fara utanlands sérstaklega til Eng- lands og Danmerkur, og taka þátt í og kynna sér fiskiveiðar þessara landa, notk- un mótora og snyrpinóta. Ennfremur til að íerðast innanlands og kynna sér tilhögun með fiskiveiðar á hinum ýmsu fjarlægu stöðum«. Styrkurinn sem veittur er í þessum um tilgangi er alls 3000 kr. Eftir síðustu fréttum er sagt, að góður afli hafi verið um langan tíma á Húsa- vík fyrir norðan. Sömuleiðis við ísa- fjarðardjúp. Síldarafli hefir verið við ísafjarðardjúp nú í haust; litill þilbátur, sem þeir eiga þar og' stundað hefir síldveiði, hafði fiskað 160 tunnur á skömmum tíma. Heyrst lieflr, að nokkrir menn hér i bænum hafi hundist félagsskap til að kaupa botnvörpuskip. Og mun Hjalti Jónsson skipstjóri vera aðal-maðurinn i fyrirtæKÍnu, og á hann að sjá um kaup eða byggingu á skipinu í Englandi, og hafa skipstjórnina á hendi eftirleiðis. Þorskafli var góður fyrir Austfjörðum í lok fyrri mán. og hyrjun þessa.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.