Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 3

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 3
ÆGIR. 67 samans, eða ef brúkað er tómt lýsi, að það sé hrálýsi, það verðúr ekki eins þykkt, pó frost sé, eins og soðið lýsi. Eftir minni reynslu í notkun lýsis í brimi, vil eg eindregið mœla með pvi, að allir báta formenn gerðu sér pað að fastri reglu að hafa jafnan lýsi í skipum sínum, ef til parf að taka í brimi. Einar Jónsson. Laugardaginn fyrir páska 1906 réru öll skip úr Járngerðarstaðasundi, pvi veður var allgott og sjór brimlaus. En er menn voru langt komnir með að draga inn lóðir sínar, var sjór auðsjáanlega farinn að spillast. Hjeldu menn þá til lands svo fijótt sem auðið var; þeir sem fyrstir komust inn úr sundinu fengu allgott, en sikipin sem síðar komu að pví fengu slæmt og sérstaklega, eitt svo ekki mátti á milli sjá, og var ég formaður fyrir pvi skipi. Ég hafði ílát með lýsi í skipinu, 12—14 potta. Skipaði ég er ég sá ólagið koma, að hella út lýsinu, en varð of seinn með pað, með pví líka aö lýsið var kalt og pví pykkvara en ella og ílátið ekki sem bezt lagað til þess að lýsið gæti runnið eins ört og þurfti, enda gerðist þetta í svo skjótri svipan að ég hafði mjög lítið gagn af því. Næstur á eftir rriér var Einar Jónsson hrepp- stjóri á Húsatóptum, að eins nokkrum skips- lengdum á eftir; hafði hann sýniliega gagn af því lýsi, sem ég lét hella út, því þá var það farið að dreifa sér; hann hafði líka lýsi og helti því út, sem hann hafði, enda var hann sá eini af þeim sem síðastir urðu, sem ekki fékk neinn sjó. Nokkru seinna kom Gísli Jónsson í Rafns- húsum og var þá lýsi okkar Einars orðið svo d eift að þess gætti ekki. Helti hann út 20 pottuin af lýsi meðan hann fór inn úr sundinu og mun hann votta það, að lýsið hafi hjálpað mjög mikið, þar sem sjóirnir fjellu á árablöö- um beggja vegna við skipið, en í lygunni aflýs- inu braut ekki. Gísli hefir oft brúkað lýsi í brimi, og mun hann viðurkenna að oft hafi að góðu gagni komið. Lýsisílát þau, i em menn nota á opnum bát- um í brimveiðistöðum ættu að vera betur löguð en nú gerist, og einkum að koma i veg fyrir það, að lýsið verki eins seint og það gerir; það verkar fljótt, eí það er blandað litið eitt með steinolíu, þvi eins og kunnugt er, verkar hún fyrr, en ekki eins vel eingöngu. Eftir þvi sem hér er stuttlega írásagt og mörg dæmi hafa áður sannað, álítjegsjálfsagða skyldu þeirra er út á sjó fara, að viðhafa þetta handhæga og einfalda bjargráð. Ólafur Porkelsson. Það er eigi að eins í lendingu eður á brimleiðum og á opnum bátum, að lýsi eða oliu geti komið að góðu liði. Hvergi verka þau betur en á rúmsjó, þar taka þeir brotið af stórsjóunum, en það eru einmitt þau er mestan usla gera, brjóta og bramla og sópa út mönnum, þegar um þilskip er að ræða, en íylla báta og hvolfaþeim oítast um leið. Lýsi og olía hafa því oft verið brúkuð með góðum árangri á þilskipum, bæði í út- löndum og hér á landi. Eittnýjasta dæmið, sem ég þekki, er getið um í sk^'rslu þeirri, er fer hér á eftir, frá góðkunnum skipstjóra bér í Reykjavík, Geir Sigurðssyni. Annað dæmi héðan, sem ég því miður gat ekki fengið nákvæma skýrslu um, er það að Sig- urður Símonarson, hinn alkunni bákarla- skipstjóri, bjargaði skipi sínu »Geir« með lýsi, í stórviðri því, er varð »Reykjavík« Geirs Zoega að grandi fyrir rúmum 20 árum. Hinn 22. ágúst 1898 í hinu mikla norðanveðri þegar kúttarinn »Kómet« fórst með öllu á Húna- flóa, vorum við staddir á fiskiskipinu »Guðrúnu« (sem er 25 smál.) við fiskveiðar austur af Horn- bjargi, ásamt mörgum fiskiskipum öðrum. þegar i byrjun veðursins lensuðum við suður með fjörðum og komum um kvöldið (sama dag) suður fyrir Látrabjarg og létum reka þar fram eftir nóttunni, en með morgninum gekk vindur- inn til útnorðurs með sama stormi. Var þá ekki ráðlegt að láta rcka þar lcngur, var þvi það ráð tekið að lensasuður fyrir Snæfellsjökul. Pcgar komið var suður á móts við Öndverðar- nes, varð sjórinn enn þá stærri, svo ekki var hægt að verja skipið fyrir áföllum og braut sjó- inn yfir alt þilfarið og fylti káetuna. Tókum við þá poka og létum í þá hamp og heltum þar i lýsi og oliu og bundum svo"pokana á bæði borð. Það brá svo við eftir að við létum út þessa poka að sjórinn varð mikluvægari og engin áíöll komu á skipið eftir það. Eg hefi síðan aldrei verið svo á sjó, að ég hafi ekki haft með mér öldubrjóta, og vildi ég óska, að allir skipstjórar ¦hefðu þann sið, því

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.