Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 8

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 8
72 ÆGIR. að öllu þvi, sem við höfum sameigin- legan áhuga á, og látum stjórn þessa félags i samvinnu við landsstjórnina taka þau verkefni, sem stærri eru en svo, að eitt af þeim félögum, sem nú er, geti gert það. Þannig, að við um leið getum haft áhrif á hinn mikla sameiginlega á- huga, sem fiskimenn landsins, sem stétt, þurfa að hafa«. »Sem stétt« er áreiðanlega það orð, sem fremur öðru hefir haft oflitla þýð- ingu meðal fiskimannanna; þeir hafa má- ske haft of lítið af hinni sómasamlegu ágætu stéttartilfinningu, sem aðrar stéttir á stundum kunna að hafa haft of mikið af. En þó er það þannig, að hver stétt er góð fyrir sig, og fiskimannastéttin er áreiðanlega jafngild hverri annari, og hefir þess vegna sama rétt til að rækja löngun sinna stéttabræðra, og af því op- inbera vera studd til áhuga og ástund- unar, að jöfnum hlutföllum við aðrar stéttir landsins. Því hlutverk íiskiveið- anna er næst landbúnaðinum, áreiðan- lega hér á Norðurlöndum, hið náttúr- legasta og þýðingarmesta hlutverk, og vanræksla þess kemur ekki eingöngu niður á þeim, sem stunda þá atvinnu, heldur yfir þjóðfélagið í heild sinni, og getur því þroski þess haft mikilsvarð- andi þýðingu. Skal eg í fáum orðum segja meiningu mina í þessu efni, og get eg bezt skirt það með eftirfylgjandi: Framandi maður spurði mig: »Hvern- ig hafið þið Danir ráð á að leggja svo margar miljónir til landbúnaðar yðar«. Eg svaraði: »Við höfum ekki ráð á að láta það aðgerðalaust«. Og mín mein- ing er sama um hafið sem um landið. Við Norðurlandabúar höfum ekki ráð á að láta hafið ónotað, en að vísu enn þá ekki ráð á að nota það í stórum stíl, ausa upp miklum afla og nota beztu á- höld. En þetta getur komið. En því að eins kemur það, að fiskimennirnir sem stétt, sjái hið mikla þjóðlega ætlun- arverk, sem þeir eiga að rækja, og að þeir allir bindist samtökum, sem einn maður, að ráða og starfa að hinu mikla ætlunarverki. Eg skal nú leitast við með skírari orð- um, dæmum, að benda á, mikilvægustu atriðin, sem virðist eðlilegast að fiski- mannastéttin skipi sér um. Og vil eg hluta þeim í tvo flokka. A. Hagfræðisleg ætlunarverk. B. Þjóðfélagsleg ætlunarverk. Af hinum hagfræðislegu atriðum vil eg einkum tilnefna, kostnað við afurð- irnar, áhættuna, friðun smáfiska, klak og m. fl. Tilkostnaður afurðanna eru vanalega talinn þau útgjöld, sem verða að drag- ast frá aðalupphæðinni, til að ná hrein- um tekjnm. Hafi maður ekki launað erviðisfólk, verða erviðistekjur jafnar aílaupphæð- inni, að frádregnum kostnaði veiðiáhalda, rentum af skipi og vélakostnaður. En maður nær stærstum hreinum tekjum, með því að fá sem mestan afia, ef mað- ur um leið getur komist hjá auknum kostnaði, svo mikið sem hægt er. Og liggja til þess tvær leiðir. Annaðhvort sú eldri, sem mest hefir verið notuð hingað til af fiskimönnum, að nota hin ódýrustu og einföldustu veið- arfæri og skip, búin til af sjálfum fiski- mönnunum, og láta sér nægja sá afli, sem slik áhöld geta getið. Þar sem öll veiðiáhöldin, að undanskildu efni i þau, eru búin til af fiskimönnunum sjálfum, (sem eru aðalútgjöldin). Verðið á efn- inu verður þá mismunurínn frá upp- hæðinni og hreium tekjum. Ellegar veita sjer nútíðar allra beztu veiðiáhöld

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.