Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1908, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.1908, Blaðsíða 14
94 Æ 0 I R. i. Flutningur úthalda milli verstöðva. k. Samband við önnur samskonar félög landsins. 3- gr- Félagsmaður getur hver sá orðið, sem er eigandi að eða á hlut í mótorbát, róðra- bát eða þilskipi — þar með talin gufu- og mótorskip — enda sé skipum þessum eða bátum haldið út til veiða. Árgjald greiði félagsmaður hver með 3 kr., sem borgast fyrirfram á aðalfundum félagsins. 4- gr- Hver íélagsmaður skal undirskrifa lög félagsins. og skuldbindur sig þar með til að hlýða þeim í öllu, og sömuleiðis öllum regl- um þeim og fyrirmælum, sem ná samþykki á fundum þess. 5- gr. Skyldur er félagsmaður hver að gefa stjórn félagsins allar þær skýrslur, er hún álítur nauðsynlegar, svo sem um afla, veiði- aðferð, úthaldstíma, kostnað við útgerð o. fl., sem og árangur allra umbótatilrauna. 6. gr. Félagið kýs sér árlega 5 menn í stjórn- arnefnd. Skal hún hafa umboð félagsins á hendi, innheimtu og reikningsmál og allar framkvæmdir þess, er þessi lög eða aðrar samþyktir félagsins ákveða. Nefndin kýs sér sjálf formann og féhirði úr sínum flokki, og getur falið hvorum þeirra nauðsynlegar fram- kvæmdir. Kosning nefndarmanna gildir til 1 árs, en endurkjósa má þá til 3 ára. 7• gr. Félagið heldur aðalfund ár hvert í marz- mánuði. Boða má og til fleiri funda, og skyld skal stjórnarnefnd til þess, ef V4 félags- manna æskir þess. Til fundanna skal boða með minnst mánaðar fyrirvara, og séu þeir nægilega auglýstir. Stjórnarnefndin heldur fundi með sér sjálf, svo oft sem henni þykir þurfa. 8. gr. Hver félagsmaður hefir eitt atkvæði á fundum. Fundarsamþykt er bindandi fyrir félagið með meiri hluta atkvæða, enda sé helmingur félagsmanna á fundi. Sæki ekki svo margir fund, má boða hann að nýju, og má þá gera bindandi samþykt með meiri hluta atkvæða þeirra, er greidd eru. Lögum þessum má þó eigi breyta, nema með 2/3 hlutum greiddra atkvæða. 9- gr- Sjóð skal mynda af innlögum félags- manna, sem og öðrum tekjum, er félagið kynni að hljóta með styrk, gjöfum eða sekta- fé. Sjóðnum skal verja til þess að standast allan kostnað við rekstur félagsins, og ef ástæður leyfa, til þess að verðlauna fram úr skarandi dugnað eða umbætur á veiðiskap, og til að koma í framkvæmd fyrirtækjum þeim til umbóta, er félagið síðar kann að hafa með höndum. 10. gr. Stjórnarnefndin skal árlega láta prenta og útbýta meðal félagsmanna ársskýrslu um framkvæmdir félagsins, reikning þess o. fl. Einnig aflaskýrslur eða útdrætti úr þeim. 11. gr. Ursögn úr félaginu er ekki gild, nema skrifleg sé, og hlutaðeigandi sé skuldlaus. Félagsárið telst milli aðalfunda. 12. gr. Brot félagsmanna mót lögum þessum varða sektum frá 1—20 kr., er renna í fé- lagssjóð. Boðaði nefndin jafnframt fund í Hrísey 27. apríl, og var þar stofnað félag, er kallað var »Ú t ge r ða r m a nn a féla g Norðlend- inga«. Leyfum vér oss að taka eftirfylgj- andi skýrslu um þann fund úr »Norðra“ (5. maí): »1 felagið gengu um 30 menn, flest mótorbátaeigendur. Ýmsra orsaka vegna var fundurinn miður sóttur en við var búist, en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.