Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1907, Síða 9

Ægir - 01.10.1907, Síða 9
ÆGIR. 37 hreyfivélunum að útvegurinn hefir blómg- ast svona vel, og mun það í'étt vcra eftir því sem nú er orðið lítið um fisk kring- um Jótlandsskaga, en mjög líklegt, að þar liefði nú síðustu ár náðst í mjög litinn afla með gamla laginu eða án hreyfivéla. Danir hafa ekki tekið nein stór stökk í útgerð sinni, en útgerðarlag þeirra er hag- kvæmt og haganlegt. Spursmál er, livort það mundi ekki hér við land eins affarasælt, að hafa smá- skip meö hreyfivélum 20—30 smálestir og fislca svo aðallega með lóðum; ekki ólík- legt, að líka mætti á mörgum stöðum brúka hér mokvörpur (Skovlevaad) eða streng- vörpur (Snörivaad). Þessi veiðarfæri eru mjög fiskisæl og ekki dýr. Við þau út- heimtist ekki beita og ekki þarf heldur marga menn á hvert skip. Þclta eru þau ódýrustu veiðarfæri, sem kostur er á. Til að geta notað þau þarf hreyfivél og hreyfi- vélavindu í skipið, en hreyfivélavinda er ekki dýr. Það líta nú margir stórum augum á þann mikla afla, sem botnvörpungar geta gripið upp á stultum tíma, og halda jafn- vel að það sé sú eina heppilega útgerð. En það getur líka brugðist aíli á hotnvörp- ungum, og það eitt er víst, að sú útgerð liér á landi getur aldrei komið að eins al- mennum notum eins og smáskipaútgerðin, enda þótt vel gangi. í smáskipaútgerð geta allir dugandi sjómenn tekið þátt að meiru eða minna leyti. Það þarf mikið fé að kaupa stór botnvörpuskip. Það þarf líka mikinn afla til að sú útgerð borgi sig. Sé það nærri lagi, sem hr. B. Sæmundsson segir í »And- vara« þ. á., að stór botnvörpungur með góðum útbúnaði muni kosta um 300 kr. á dag eða 9000 kr. á mánuði, þelta fyrir utan þurkun á afla og út- og uppskipun á afla og nauðsynjum, þá þarf mikinn alla tíl að sú útgerð sé gróðavænleg, og berj menn þessa áætlun hr. B. Sæmundssonar saman við lir. A. Sölling fiskiumboðsmann Dana í Lundúnum, sjá »Ægir« þ. á. 2 tölu- hlað, þar sem hr. A. Sölling telur, að botn- vörpungur, sem rekur fiskiveiðar við ís- land, þurfi að fiska að minsta kosti fyrir 108,000 kr. til þess útgerðin svari kostn- aði, þá er ekki ástæða til að vefengja út- reikning hr. B. Sæmundssonar. Danir sem eru gætnir og hygnir í öllum íjármálum, og hafa yfir miklu meira auðmagni að ráða en vér; ekki liefir þeim litist á, að taka upp botnvörpunga-útgerð- ina. Þeim datt það að vísu í hug nú fyrir tveim árum, en til að fara varlega, þá leigðu þeir sér eilt skip síðastl. ár, sem stundaði botnvörpuveiðar. Það lánaðist illa og svo hurfu þeir frá þessu. Hafa þeir þó engu síður en við íslendingar sætt þungum húsifjum af botnvörpungum bæði þýzkum og enskum kringum Jótlandsskaga. En þeir liafa tekið upp smáskipin og hreyfi- vélar í þau, og eru vel ánægðir með þann árangur, scm þau gefa eins og stendur, fylgjast með á þeim yfir sumartímann um allan Norðursjó. Sama tilfellið lield eg gæti verið hér, að smáskipin yrðu drjúg- ust. Á þeim má sækja hvert sem vill kringum landið á sumardaginn. Þá er ekki síður hentugt að vetrinum, að bregða sér út á þeirn, þegar veður leyfir. En það verður því að eins gert, þar sem góðar liafnir eru til að geyma skipin í. Það er eitt aðalskilyrði fyrir, að smáskipaútgerð- in geti þrifist hér, að það séu til handa þeim góðar vetrarliafnir; annars geta þau ekki komið nema að hálfum notum. E. Grimsson.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.